Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. nóvember 1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 90. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Ægisgötu 29, Akureyri, þinqlesinni eign Krist- jáns G. Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka Islands og Ragnars Steinbergssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 117. og 121. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Víðilundi 8 i, Akureyri, talinni eign Harðar Karlssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Gunnars Sólnes hrl., Veðdeildar Landsbanka (slands og Stofnlánadeildar landbúnaðarins á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 90. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Strandgötu 61, Akureyri, þinglesinni eign Atla hf. fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Iðnlána- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 40. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Strandgötu 53, Akureyri, þinglesinni eign Bíla- sölunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, innheimtumanns ríkissjóðs og Byggðasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 90. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Smárahlíð 24 h, Akureyri, þinglesinni eign Guð- mundar Friðfinnssonar, fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akur- eyrar og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 46., 52. og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á fasteigninni Munkaþverárstræti 5, Akureyri, þinglesinni eign Aðalheiðar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skála v/Kaldbaksgötu E-, F- og G-hluta, Akur- eyri, þinglesinni eign Bílasölunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðn- lánasjóðs, Iðnaðarbanka íslands, Ara l’sberg og Byggðasjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bakkahlíð 20, Akureyri, þinglesinni eign Kristjáns H. Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Álfabyggð 6, Akureyri, þinglesinni eign Friðriks Steingrímssonar, ferfram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkis- ins, Steingríms Þormóðssonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl. og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7. nóvember 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Kveðjuorð Ý Kríslján Hermannsson F. 18. sept. 1920 - D. 24. okt. 1986 Þann 31. október var til grafar borinn frá Akureyrarkirkju Kristján Hermannsson, bóndi í Leyningi. Kristján var fæddur að Nýjabæ í Saurbæjarhreppi 18. september 1920, sonur hjónanna Hermanns Kristjánssonar og Áslaugar Jónsdóttur, en þau hófu búskap á þessu litla býli 1918. Nýibær fór í eyði fyrir nær 50 árum. Kristján var næstelstur fimm systkina. Elst er Jónína, nú búsett á Akureyri og yngri eru Elínrós, búsett í Reykjavík, Helga, búsett í Steinhólum og Bjarni, yngstur, búsettur í Reykjavík. Hermann, faðir Kristjáns, var eyfirskrar ættar, þó að einum þræði úr Skagafirði. Móðirin, Áslaug, var þingeysk að föðurkyni en móðir hennar var Eyfirðingur. Hermann og Áslaug byrjuðu búskap sinn með litlum efnum eins og títt var um frum- býlinga á þessum tímum. Þau bjuggu á Nýjabæ til 1925, en fluttust þá í Kolgrímastaði og að Leyningi fluttu þau 1930. Leyningur var fyrirheitna landið. Ekki var þó búið stórt í fyrstu í Leyningi því að þau höfðu ekki nema Vn hluta jarðar- innar í fastri ábúð fyrsta árið, en hagur þeirra vænkaðist brátt - þótt krepputími væri - svo að 1943 hafði Hermann fest kaup í allri jörðinni og sat hana þá einn með fjölskyldu sinni. Áður hafði alltaf verið tvíbýlt og jafnvel þrí- býlt í Leyningi. Leyningur var og er kostajörð, jarðvegur frjór og skjólsamt milli hólanna, - Leyn- ingshóla. í fonum ritum segir: „Það er gott land á Leyningsbakka." Er það haft eftir Áskeli goða, einum mætasta manni sögualdar. Einn var þó galli á gæðum landsins, að nær allt slægjuland var kargaþýft áður en vélvæddar ræktunar- framkvæmdir hófust. Það var því kappsmál framsækins bónda að leggja til atlögu við þúfurnar og gera landið að sléttri grund. Hermann fékk sér snemma stóra dráttarvél til jarðvinnslu og skor- aði þúfurnar á hólm. Með aðstoð barna sinna vann hann mikið ræktunarstarf og komst í náið til- finningasamband við hina frjóu mold. Eitt sinn heyrðist hann segja við sjálfan sig þegar hann gekk eftir nýorpnu plógfarinu - „Blessuð, blessuð mold“ -. Þetta var óður bóndans til jarðarinnar og jafnframt ákall hans til skapara sína. í öllu þessu starfi hafði Krist- ján tekið virkan þátt og snemma fundið til sömu kenndar gagnvart gróðurmoldinni og umhverfinu, enda hefur Leyningur bundið margan, sem þar hefur dvalið, átthagatryggð. Segja má að Leyningshólar séu að landslags- formi sérstakur ævintýraheimur, þar sem örnefnafjöldi er með ólíkindum og allt iðar af þjóðsög- um, svo að segja má að steinarnir tali. Á árunum um og eftir 1940 var margt ungt fólk í sveitinni og ungmennafélagshreyfingin naut sín þá vel á heimaslóðum. Leyn- ingshólar voru sá vettvangur sem unga fólkið sótti til, ilmur skógar- ins og fegurð umhverfisins heill- aði á sumrum og skíðabrekkur við allra hæfi á vetrum. Frá þess- um góðu dögum glaðværs æsku- fólks átti Kristján sem aðrir ljúfar minningar og var virkur í þessu félagsstarfi. Þá var hesturinn einn þáttur í þessum leik á sumrum, bæði í byggð og í öræfaferðum, en Kristján hafði mikið yndi af hestum. Það var örugglega snemma ásetningur Kristjáns, að á þessari jörð, Leyningi, skyldi hann vinna lífsstarf sitt, enda þótt hann hleypti heimdraganum um sinn. Um nokkurra ára skeið dvaldi hann í Reykjavík og stundaði byggingavinnu á Keflavíkurflug- velli, enda hagur til slíkra verka. Varð þessi tími góður undirbún- ingur fyrir bóndann i uppbygg- ingarstarfinu síðar á föðurleifð- inni. Á reykajvíkurárunum kom bréf til undirritaðs þar sem hann bað fyrir kveðju til kunningj- anna, þar bað hann einnig fyrir kveðju til fjallanna. Mun Trölls- höfðinn sem gnæfir svo tignar- lega yfir Leyningshólunum hafa átt glögga mynd í huga hans. Kristján kom heim úr sunnan- dvöl sinni 1951. Þá hafði Jónfna systir hans ásamt manni sínum Hjálmari búið nokkur ár í Leyn- ingi eftir að faðir þeirra lét af búskap. En Kristján kom ekki einn, þá hafði hann fest ráð sitt. Kona hans Sigríður Sveinsdóttir, ættuð úr Borgarfirði eystra og Fljótsdalshéraði, gekk til búskaparins með honum. Nú við fráfall Kristjáns höfðu þau búið í Leyningi hálfan fjórða áratug og verkin sýna árangur starfs þeirra og elju, þau hafa byggt upp allan húsakost jarðarinnar og það myndarlega, auk mikillar rækt- unar. Þeim hjónum varð sex barna auðið en þau eru: Áslaug, Haukur og Petra, búsett á Akur- eyri og þrír bræður eru nú heima, þeir Erlingur, Indriði og Vil- hjálmur. Barnabörnin eru átta stúlkur. Indriði og Vilhjálmur hafa nú stofnað félagsbú á óðali ættar sinnar og munu finna hin fornu tengsl við hina frjóu gróðurmold, því að enn sem fyrr er gott land í Leyningi. Þetta er hin farsæla þjóðlífsmynd þegar niðjarnir finna hjá sér hvöt og löngun til að erfa landið. Kristján var snyrtimenni, prúður og kurteis vel, en gat ver- ið þungur fyrir ef honum fannst á sig leitað. Hann var heimakær og starfssamur enda búinn að ljúka miklu dagsverki. í einkalífi var hann gæfusamur, eignaðist góðan lífsförunaut og mannvænleg börn sem munu rækja ættleifð sína vel. Fyrir rúmu hálfu öðru ári varð Kristján fyrir alvarlegu áfalli er hann hlaut heilablæðingu og var fleiri daga milli heims og helju, en þrátt fyrir að svo virtist sem hann væri í algjöru rænuleysi, var undirvitundin ótrúlega næm og þegar hann náði að frískast nokkuð, þrátt fyrir mikla fötlun, gat hann greint frá þessari óvenjulegu lífsreynslu sem var merkileg og sérstæð, þár sem hann sneri aftur frá landamærum lífs og dauða. Nú hefur hann stig- ið skrefið til full, reyndur maður, undirvitundin hefur án efa verið virk og vitað hvert ferðinni var heitið. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri aðfarar- nótt 24. október s.l. Vertu sæll, félagi og hafðu þökk fyrir gott nágrenni. Við trúum því að þú finnir „gott land“. Sigga mín, við nágrannarnir sendum þér og börnum þínum svo og öðrum ættingjum hugheil- ar samúðarkveðjur. Sigurður Jósefsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.