Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 9
3. nóvember 1986 - DAGUR - 9 Guðmundur Bjarnason þing- maður var kosinn í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins á aukakjördæmis- þingi á Húsavík í gær. Hann hafði, ásamt Stefáni Valgeirs- syni, lýst því yfir fyrir nokkru að hann stefndi á fyrsta sæti listans. Blaðamaður ræddi við Guðmund rétt eftir að úrslit voru Ijós. - Guðmundur, hvernig finnst þér að vera kominn í fyrsta sætið? „Ég er auðvitað ánægður með þessi úrslit fyrir mína parta og þakklátur því fólki sem studdi mig, fyrst í skoðanakönnuninni og veitti mér eindreginn stuðning þar, og síðan í þessu prófkjöri hér á þinginu. Ég tel þessa niður- stöðu vera afdráttarlausa. Við ákváðum þessar leikreglur á kjördæmisþingi fyrir ári síðan og ég fullyrði að hér sé fengin niður- Stefán Valgeirsson flutti harð- orða ræðu á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra á Húsa- vík í gær, eftir að Ijóst var að hann hlaut ekki kosningu í fyrsta sætið. Hann gaf ekki kost á sér í önnur sæti og er því fallinn út af listanum. Stefán sagði í samtali við Dag að þama hefði verið kosið um málefni, en hann hefði alla tíð lagt mjög mikla áherslu á málefni lands- byggðarinnar og kjördæmis- ins. Hann sagðist ekki vera hættur að berjast en vildi ekki gefa neitt upp um það hvort til sérframboðs kæmi. Þeirri spurningu væri ekki hægt að svara að svo stöddu. Eins og áður sagði flutti Stefán ræðu eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir og fer hún hér á eftir: „Þá hefur aftakan farið fram. Ég verð ekki á þeim lista sem hér verður kosið um. Það eina sem vantar er mynd af Kolbeinsey á bak við mig með íslenska fánann í hálfa stöng. Þið hafið kveðið upp dóm en þeim dómi er hægt að áfrýja, og verði það gert gæti orðið á bratt- staða á lýðræðislegan hátt. Ég held að allir séu ásáttir að hlíta þessu og sætta sig við þessa niðurstöðu.“ - Hvaða málefnum munt þú beita þér fyrir í kosningabarátt- unni? „Ég held að of snemmt sé að tala um kosningabaráttu á þessu stigi. Meginmálið er að það takist að stilla upp góðum lista með samstæðu fólki sem vill vinna saman að málefnum kjördæmis- ins í heild og ekki komi fram svæðasjónarmið sem mér hefur fundist örla dálítið á í því upp- gjöri sem hér hefur farið fram. Menn hafa stillt því upp að tekist sé á um sjónarmið innan kjör- dæmisins. Slíkt er ekki í mínum huga og ég hef starfað fyrir svæð-- ið allt saman og ég vonast til að svo verði einnig með þann lista sem við komum okkur saman um. Auðvitað hljótum við að ann að sækja fyrir einhverja. Þá þýðir tæpast að hanga í pilsföld- um ráðamanna fyrir sunnan. Ég vona að þeir sem veljast til þing- starfa fyrir þetta kjördæmi, ekki Stefán Valgeirsson. síst þeir sem verða fyrir Fram- sóknarflokkinn, hafi jafnan visku, þrek og skilning á að vera merkisberar réttlætis og jafnræð- is, að þeir gerist aldrei strengja- brúður eða forgöngumenn þeirra fyrir sunnan. Að þeir líti jafnan á horfa til heildarstefnu í þessu og setja í forsvar hagsmuni allra, þá á ég við heildarhagsmuni þessa þjóðfélags. Ég held að málefni þessa kjördæmis hafi ekki verið fyrir borð borin að undanförnu og að svo verði ekki heldur á næstunni.“ - Var kosið hér um menn eða málefni? „Eins og við settum okkur þessar reglur þá hlaut að koma að því að við yrðum að gera upp hvernig við ætluðum að raða á listann. Ég ákvað fyrir löngu að vinna að því að ná kosningu í fyrsta sæti. Sú ákvörðun hefur verið að mótast með mér á undanförnum vikum og mánuð- um. Hún er ekki endilega komin í kjölfar þessarar skoðana- könnunar en hún styrktist við úrslit hennar. Ég lít svo á að þarna höfum við fyrst og fremst tekið ákvörðun um það hvernig við þjóðmálin frá sjónarhóli Norð- lendings en digni ekki í barátt- unni vegna framavona sjálfum sér til handa. Ég mun ekki taka þátt í umræðum sem kunna að koma upp nú. Ég mun heldur ekki hlusta á þær umræður sem kannski fara hér fram. Ég á því þann kost einan að yfirgefa þenn- an stað. Þar sem þetta munu vera mín lokaorð vil ég þakka fyrir sam- starfið á þeim tuttugu árum sem ég hef setið á Alþingi. Ég vil þó sérstaklega þakka þeim sem studdu mig til framboðs nú. Öll- um þeim vil ég þakka sem höfðu samband við mig í sambandi við þetta prófkjör, bæði félags- bundnu og ófélagsbundnu fólki. ég vil að endingu þakka Ingvari Gíslasyni fyrir samstarfið á þess- um 20 árum. Ég vil láta það koma fram hér að ég met hann mikils fyrir margra hluta sakir. Þegar menn stóðu á aftökustað hér áður var það venja og óskráð lög að slíkir menn máttu leggja fram eina ósk. Þar sem ég stend nú á slíkum stað og það hér á hótelinu á Húsavík má ég þá bera fram eina litla ósk sem er vildum raða á listann en ekki sé um að ræða málefnalegan ágrein- ing. Við Stefán Valgeirsson höf- um unnið vel saman og ég hef ekkert undan því að kvarta. Ég tel að við höfum báðir lagt sömu málum lið fyrir hönd þessa kjör- dæmis svo ég tel ekki að hér hafi orðið málefnalegt uppgjör." - Býst þú við að Stefán fari í sérframboð? „Það fólk sem er á þessu þingi er kjarni flokksfélaganna í þessu kjördæmi. Þetta er félagslega sinn- að fólk, samvinnufólk. Ég trúi ekki öðru en það lúti þeim lýð- ræðislegu leikreglum sem við höfum sett okkur. Hvað ein- hverjir kunna að hugsa um fram- boðsmál get ég alls ekkert sagt um á þessari stundu en ég vonast eindregið til að framsóknarfólk í kjördæminu standi saman svo ekki komi til sérframboðs. Ég lýsi þeirri ósk minni að svo verði ekki.“ EHB útgjaldalaus: Ósk mín er sú að forsetar gefi erigum orðið í að minnsta kosti tvær mínútur, og að enginn hreyfi sig úr sæti sínu á meðan ég geng út úr þessum sal og hef mig af stað frá þessu húsi. Ég hygg að sumum veiti ekki af þagnarstund eins og nú er komið málum. Sök má spjalla, sanna og logna, sérhvern galla sneiða í kring. Ég skal falla en aldrei bogna, eða hallast sannfæring. Ég hef lokið máli mínu. IM/HS Guðmundur Bjarnason. N.-Þingey- ingar gengu út Þegar Ijóst var hverjir hlutu kosningu í tvö fyrstu sætin á lista Framsóknarflokksins á auka- kjördæmisþinginu á Húsavík í gær gengu Norður-Þingeying- ar af fundinum í mótmæla- skyni. Einn þeirra sagði: „Mér er ekki ljóst hver vann þessar kosn- ingar en Framsóknarflokkurinn tapaði þeim.“ Annar sagði: „Við teljum að ómaklega sé vegið að Stefáni Valgeirssyni með þessum hætti. Hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þingmennsku fyrir þessar dreifðu byggðir. Það er óvægilega vegið að öldruðum manni að koma svona fram við hann. Hann á það ekki skilið.“ Norður-Þingeyingur sagði: „Framsóknarflokkurinn tapar fylgi á þessu. Stefán Valgeirsson á gífurlega mikið persónulegt fylgi. Það eru engar líkur á að við styðjum Framsóknarflokkinn. Kannski verður Stefán með sér- framboð, ég veit það ekki. Mér finnst það fyllilega óeðlilegt að tveir Suður-Þingeyingar séu í tveimur fyrstu sætunum. Það átti að skipta þessu eins og verið hefur.“ “ EHB Tilfinning- amar em blendnar - sagði Valgerður Sverrisdóttir, sem hlaut 2. sætið Stefán Valgeirsson: JJ Þá hefur aftakan farið fram“ „Vona að framsóknarmenn sameinist um listann" - sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem hafnaði í 3. sætinu Jóhannes Geir Sigurgeirsson Öngulsstöðum náði kjöri í þriðja sæti lista framsóknar- manna á aukakjördæmisþing- inu á Húsavík í gær. Blaðamaður Dags spurði Jóhannes hvort hann væri ánægð- ur með sæti sitt og skipan listans í heild. „Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég hafði aldrei ætlað mér hærra en í þriðja sæti svo ég er ánægður með það út af fyrir sig. Ekki síst út frá því hverjar for- sendur voru, því ekki var ljóst fyrr en eftir kosningu í fyrsta sæti hvort ég yrði með í slagnum um efstu sætin. Mér líst vel á listann í heild. Þar má nefna hlut kvenna í efstu sæt unum og einnig það að væntan- lega verður þessi listi skipaður yngra fólki en flestir aðrir fram- boðslistar á landinu. Ég vona að framsóknarmenn í kjördæminu muni sameinast um listann." im Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Valgerður Sverrisdóttir frá Lómatjörn náði kjöri í annað sæti á lista Framsóknarflokks- ins á aukakjördæmisþinginu í gær. Það hefur ekki gerst áður að kona hafi náð kjöri í öruggt sæti á framboðslistum flokks- ins til Alþingis. Blaðamaður Dags spurði Val- gerði hverjar tilfinningar hennar væru, skömmu eftir að úrslitin voru ljós. „Ég stefndi á annað sætið og náði því. Ég hlýt því að að vera afskaplega ánægð. Tilfinningarnar eru svolítið blendnar því þetta raskar miklu í mínu lífi eins og sjálfsagt allra sem fara á þing. En ég hef trú á því að með aðstoð minna nán- ustu sigrist ég á þeim erfiðleikum sem yfirstíga þarf. Mér þykir svolítið verra að vera að byrja fyrir alvöru í pólitík við þessar aðstæður sem hér hafa skapast. Ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri svona mikil alvara hjá Stefáni. Ég hélt að hann myndi taka niðurstöðum kosninga, eins og aðrir en ekki að það yrði svona stormasamt í kringum hann.“ IM Valgerður Sverrisdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.