Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 12
M9UR Akureyri, mánudagur 3. nóvember 1986 Slippstöðin: CHICOGO Nýtt merki í snyrtivörum gott og ódýrt Snyrtivörudeild SIMI (96)21400 verið að ganga frá samningum „Það sem helst er að gerast hjá okkur er að við höfum tekið að okkur viðhaldsverkefni á Dal- borg EA. Frosti ÞH er að klár- Húsavík: Alþýðubankinn opnaður Alþýðubankinn mun opna afgreiðslu á Húsavík þann 7. nóv. Afgreiðslan verður í Fél- agsheimilinu og þar verður í boði öll almenn bankaþjón- usta að undanskildum verð- bréfa- og gjaldeyrisviðskipt- um. Snær Karlsson starfsmaður Verkalýðsfélags Húsavíkur sagði ástæðuna fyrir því að afgreiðslan væri opnuð vera þá að Alþýðubankinn ætti mikil viðskipti við bæjarbúa. Þau væri óþægilegt að afgreiða bréflega og því engin ástæða til annars en að opna afgreiðslu. Starfs- maður Alþýðubankans á Húsa- vík verður Rut Jónsdóttir. IM ast og sömu sögu er að segja af Heimaey VE. auk þess sem unnið er af krafti við 5. Kanadatogarann,“ sagði Sigurður Ringsted yfirverk- fræðingur Slippstöðvarinnar á Akureyri. Vélaskiptum verður lokið í Frosta ÞH í þessari viku. í Heimaey VE var unnið að breyt- ingum á íbúðum skipverja og skipt um rafkerfi. Einnig er ver- ið að útbúa skipið fyrir rækju- veiðar með trolli. Þá mun vinnu við Heimaey ljúka í þessari viku. Gengið hefur verið frá samn- ingum um breytingar á togaran- um Dalborgu EA 317 frá Dalvík. Þar á að skipta um stýrishús, endurnýja íbúðir, endurnýja tog- þilfar, skipta um vindur og fleira. Vinna við Dalborgina hefst í febrúar á næsta ári og er áætlað að vinna við breytingarnar taki 2 til 3 mánuði. Áætlaður kostnaður er um 40 milljónir króna. Auk þessara verkefna verður Sléttbakur EA togari Útgerðar- félags Akureyringa fljótlega tek- inn til endurbyggingar hjá Slipp- stöðinni. gej- íþróttafulltrúi Húsavík: Pálmi ráðinn Á föstudag var haldinn auka- fundur í bæjarstjórn Húsavík- ur til að afgreiða ráðningu æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Skrifleg atkvæðagreiðsla fór fram um alla flmm umsækj- endurna og hlutu þrír þeirra atkvæði. Pálmi Pálmason var' ráðinn með flmm atkvæðum en Freyr Bjarnason hlaut þrjú og Jóhann Möller eitt. Örn Jóhannsson fór fram á að viðhaft yrði nafnakall við atkvæðagreiðsluna en það var ekki samþykkt. Fulltrúar G-list- ans báðu um bókun þess efnis að þeir teldu eðlilegt og sjálfsagt að Freyr Bjarnason yrði ráðinn til starfsins, hann hefði starfað launalaust sem forystumaður í íþróttamálum á Húsavík í 30 ár. Fulltrúi Þ-listans lét gera bókun þess efnis að hann teldi Pálma Pálmason fullfæran um að taka við starfinu. IM Heitt var í kolunum a aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra í gær eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Norður-Þingeyingar sættu sig illa við að Stefán Valgeirsson skyldi vera settur út af lista. Hér sést hluti þeirra sem yflrgáfu fundinn ganga út. Mynd: ehb Togarinn Drekl til Kópaskers? Kaupsamningur undir- ritaður með fyrirvara - kaupverðið 75 milljónir króna Við erum búnir að undirrita kemur í veg fyrir það að við samning um kaup á Dreka HF- kaupum Dreka og reyndar benda 36 frá Hafnarflrði en sá samn- flestar líkur til þess. En að feng- ingur er undirritaður með inni reynslu skyldi maður aldrei segja aldrei,“ sagði Kristján enn- fremur. er ákveðnum fyrirvara,“ sagði Kristján Ármannsson hrepps- stjóri á Kópaskeri í samtali við Dag. Svo sem fram hefur komið veitti Byggðastofnun Sæbliki h.f. á Kópaskeri, beint og óbeint, alls 16 milljóna króna lán til kaupa á rækjutogara, en atvinnuástand á Kópaskeri hefur löngum verið ótryggt vegna togaraleysisins þar. Áð sögn Kristjáns setti Byggðastofnun ákveðin skilyrði fyrir lánveitingu sinni og þau skil- yrði er nú verið að reyna að upp- fylla. Jafnframt er fyrirvari í kaupsamningi um að skipið standist gaumgæfilega skoðun en það verður tekið í slipp fljótlega. „Ég sé í sjálfu sér ekkert sem Norðurland eystra: Breytingar á símakerfum - vegna álags á vissum tímum dagsins í haust hefur verið unnið að undirbúningi breytinga á síina- kerfum í Fyjaflrði, til lagfær- inga á álagsstoppum. Vaxandi símanotkun á landlínu, á viss- um tímum dags, hefur valdið álagsstoppum, sem takmarka möguleika margra til að kom- ast að, þegar óskað er. Þessi stopp valda auðvitað nokkurri óánægju hjá noíendum og í þessum mánuði barst til dæmis undirskriftalisti frá nærri 60 símnotendum á Árskógarstöð, þar sem þeir lýstu óánægju vegna ástandsins. I nóvembermánuði verður skipt út stöðvarsímakerfi í Árskógi og tengjast þá allir not- endur símstöðinni á Dalvík. Þetta mun hafa í för méð sér breytingu á númerum þannig að annar og þriðji tölustafur breyt- ast og verða 19. Þannig breytist til dæmis númer 63129 í 61929. Þessi breyting verður kynnt, með sérstakri skrá yfir símnotendur, en einnig mun símsvari gefa upp- lýsingar. í desember verður skipt út símstöðvarkerfi í Hrísey og tengjast þá allir notendur stöð- inni á Dalvík. Símanúmer verða óbreytt. Með þessum breytingum verður hægt að fjölga langlínum frá Dalvík til Ölafsfjarðar og Akureyrar og frá Akureyri til Hrafnagilsstöðvar og Grenivík- ur. í Dalvíkurstöð hefur nú í okt- óber verið aukið við langlínubún- að til undirbúnings fyrir fyrr- greindar aðgerðir. Á norðausturhorni landsins hefur, í framhaldi af uppsetningu stafrænna símstöðva á Húsavík og Kópaskeri, verið unnið að fjölgun lína fyrir símstöðvarnar á Staðarhóli, Breiðumýri, Reykja- hlíð, Raufarhöfn og Þórshöfn. Símstöðin að Rein hefur verið lögð niður og símnotendur tengdir við stöðina á Húsavík. Dreki HF-36 er 240 tonna skip, smíðað í Austur-Þýskalandi. Kaupverðið mun vera um 75 milljónir króna. Væntanlega skýrast þessi mál endanlega í þessari viku. BB. Siglufjörður: Stórátak í varan- legri gatnagerð „Höfum dregist aftur úr,“ segir Kristján Möller „Ég hygg að það sé eitt stærsta mál núvcrandi meirihluta í bæjastjórn og reyndar allra bæjarfulltrúa að beita sér fyrir stórátaki í gatnagerð á þessu kjörtímabili,“ sagði Kristján Möller forseti bæjarstjórnar á Sigluflrði. Kristján sagði að varanleg gatnagerð hafi verið eitt af þeim málum sem allir flokkar settu á oddinn í síðustu kosningum. Kristján og Sigurður Hlöðvers- son hafa lagt fram í bæjarstjórn Siglufjarðar tillögu þess efnis að bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjórn að kanna viðhorf hjá verktökum, varðandi tilboð í jarðvegsskipti í götum og lagn- ingu bundins slitlags. Jafnframt verði kannaðar leiðir til fjár- mögnunar. í framhaldi af þessu var bæjartæknifræðingi falið að mæla upp Hafnargötu, Lindar- götu og Hvanneyrarbraut sem fyrst, þannig að tæknideild geti unnið í vetur að fullnaðarhönnun vegna jarðvegsskipta og bundins slitlags, auk þess að gera kostn- aðaráætlun vegna verksins. Einnig að gera áætlun um tekjur bæjarsjóðs vegna gatnagerðar- gjalda við þessar götur. „Jarðvegsskiptin eru dýrasti hluti verksins, en lagningu slit- lagsins er hægt að fjármagna af bænum. Þess vegna þurfum við að fá lán til jarðvegsskiptanna og var bæjarstjóra falið að kanna þau mál, hvort sem það verður í formi skuldabréfaútboðs eða annars. Þessar kannanir verða að liggja fyrir í vor þegar hafist verður handa við verkið." Alls eru það á milli 3 og 4 km sem á eftir að binda varanlegu slitlagi. „Það er nóg til þess að við höfum dregist verulega aftur úr hér á Siglufirði hvað þetta varðar. Það má reikna með því að verkið í heild taki um 2 ár. Þess vegna reynum við að ná sem hagstæðustum samningum þegar um svo stórt verk er að ræða. En þetta er tvímælalaust brýnasta verkefnið hér í bænum,“ sagði Kristján Möller. gej- Dalborgu EA breytt fyrir 40 milljónir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.