Dagur - 12.11.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 12. nóvember 1986 213. tölublað
★ Viðgerðarþjónusta
Gerum við flestar tegundir
skrifstofutækja.
Svo sem: Ljósritunarvélar,
ritvélar og reiknivélar.
GÍSLI
J. JOHNSEN SF.
GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004
Snæfellið EA:
Aflaverðmæti
40 milljónir
síðan í maí
„Snæfellið hefur aflað með
afbrigðum vel í sumar, eða allt
þar til nú í haust. Það hefur
verið erfið tíð og frekar tregt á
veiðum,“ sagði Jóhann Þ.
Halldórsson í Hrísey.
Von er á Snæfellinu til hafnar í
vikunni og er skipið með 120
tonn af góðum þorski.
Eins og fram hefur komið bil-
Vallhólmi
til gjald-
þrotaskipta
Graskögglaverksmiðjan Vall-
hólmi hf. var tekin til gjald-
þrotaskipta hjá sýslumanns-
embættinu á Sauðárkróki í
gærmorgun. Skuldir verk-
smiðjunnar nema rúmum 80
milljónum króna og eru 60
milljónir umfram matsverð
eigna.
Stjórn Vallhólma óskaði eftir
greiðslustöðvun hjá fyrirtækinu
í vor. Greiðsiustöðvunin rann
út í síðasta mánuði án þess að
tækist að semja um nema lítinn
hluta af kröfunum. Kröfuhafar
eru stærstir Ríkisábyrgðasjóð-
ur, Stofnlánadeild landbúnað-
arins og Búnaðarbankinn. -þá
aði skipið mikið í desember í
fyrra. Var talað um að skipta
þyrfti um vél í því. Vegna þess
var rætt um að taka skipið í klöss-
un og breyta því mikið. Meðal
annars átti að lengja það. Þær
ráðagerðir eru enn á umræðustigi
og ekkert ákveðið ennþá. Við-
gerð fór síðan fram s.l. vor og
hefur skipið verið á veiðum síðan
í maí og aflað mjög vel. Afli síð-
an í byrjun maí og fram í lok okt-
óber er orðinn 1752 tonn, að
verðmæti 40 milljónir króna.
Kvað Jóhann menn ánægða
með þennan afla skipsins.
Snæfellið er eina skipið sem
aflar fyrir frystihúsið í eynni eins
og er. Það hefur gert það að
verkum að vinna hefur ekki verið
nægilega mikil. „Við finnum það
að fólk vill meiri vinnu, en hana
er ekki að fá eins og er,“ sagði
Jóhann Þ. Halldórsson. gej-
Fimm
Laxeldisfyrirtækið Hafrún á
Sauðárkróki varð fyrir gífur-
legu tjóni þegar um 5 tonn af
laxi í sláturstærð mörðust til
dauða í hafrótinu sem fylgdi
norðanveðrinu um síðustu
helgi. Laxinn var geymdur í 3
kerum skammt sunnan hafnar-
innar. Jóhann Svavarsson hjá
Tvö
snjóflóð
féllu í
Múlanum
- annaö var hundrað
metra breitt
„Það féllu tvö snjóflóð í Ólafs-
ijarðarmúla í óveðrinu um
helgina. Annað stöðvaðist við
veginn en hitt var meira en
hundrað metra breitt og kpm
niður rétt norðan við þann stað
sem væntanleg göng eiga að
koma út Dalvíkurmegin,“
sagði Valdimar Steingrímsson,
vegaeftirlitsmaður á Olafsfirði,
er hann var inntur eftir færð
um múlann.
Aö sögn Valdimars er ekki
nákvæmlega vitað hvenær þetta
breiöa snjóflóð féll. Lögreglan á
Ólafsfirði var á ferð um múlann
um hádegi á laugardag en þá var
nærri orðið ófært og snarvitlaust
veður. Snjóflóðið hefur því fallið
seinnihluta laugardags eða á
sunnudag, en þar sem flóðið féll
er merktur snjóflóðastaður.
Ólafsfjalðarmúli var mokaður á
mánudagsmorgun og þar er nú
góð færð. EHB
Sauðárkrókur:
tonn af laxi drápust
Hafrúnu telur tjónið ekki und-
ir 1,2 milljónum.
Jóhann kvaðst hafa verið
búinn að selja fiskinn og aðeins
hafi verið beðið eftir hentugu
veðri til slátrunar. Hann gat ekki
gert sér grein fyrir hversu mikið
af tjóninu fengist bætt, en ljóst að
það væri tilfinnanlegt. Von var á
matsmanni frá tryggingafélaginu
í gærkvöldi. Þetta er í annað
skiptið sem Hafrúnarmenn verða
fyrir stórtjóni á því eina og hálfa
ári sem liðið er frá því að starf-
semin hófst. Um síðustu áramót
varð fyrirtækið fyrir miklu tjóni
þegar 1000 seiði drápust. Það
sem lifði í kerunum þá, drapst
um helgina. Þessa dagana er ver-
ið að ganga frá stóru keri uppi á
landi sem sjó verður dælt í. Verð-
ur því hætt að ala seiðin í kerum
úti í sjónum, enda hefur það ekki
gefist vel. Hafrótið sem fylgdi
veðrinu um helgina er það mesta
í Sauðárkrókshöfn í langan tíma
og sleit Drangey, sem lá við
bryggju, margsinnis af sér
böndin. Ekki var um annað tjón
að ræða en hjá Hafrúnu. -þá
Loðna:
Langmestu
landað á Sigló
Loðnubátarnir voru í gær að
tínast á miðin eftir að hafa
þurft að vera í landi í fjóra
daga vegna veðurs. Veður var
orðið gott á miðunum og sagð-
ist Andrés Finnbogason hjá
loðnunefnd eiga von á því að
fara að fá aflatölur með kvöld-
inu.
„Heildarveiðin er orðin um
360 þúsund tonn af þeim 655 þús-
und tonna kvóta sem úthlutað
var,“ sagði Andrés. „Þetta er
þessi fyrri kvóti sem þeir úthluta
og ég reikna með að viðbótar-
kvóti muni nema 200-300 þúsund
tonnum.“
- Heyrist þér á sjómönnum að
það sé næg loðna á miðunum?
„Það er yfirleitt þarinig að sá
sem er fljótur að fylla segir að
það sé næg loðna en hinn sem lít-
ið gengur hjá talar e.t.v. um að
lítið sé um loðnuna. Annars held
ég að það sé mikið um loðnu
núna, mér skilst það.“
Siglufjörður er langhæsti lönd-
unarstaðurinn en þar hefur verið
tekið á móti 92.500 tonnum á
þessari vertíð. Þá kemur Eski-
fjörður með 42.500 tonn, Raufar-
höfn með 39.000 tonn og Nes-
kaupstaður með 34.000 tonn.
gk--
■5
Landaö úr Súlunui í haust. Mynd: rpb
Jaröskjálfti
á Húsavík
- Var 2,8 á Richterkvarða
Jarðskjálfti að styrkleika 2,8 á
Richter fannst á Húsavík kl.
13:01 í gærdag, nokkrir
örsmáir kippir mældust á und-
an og eftir aðalskjálftanum.
Upptök skjálftans voru nálægt
bænum, í 15-20 km. fjarlægð
að ágiskan Hjartar Tryggva-
sonar.
„Jarðskjálftar voru nokkuð
algengir hér fram að Kröflu-
skjálftunum en þá duttu þeir
algjörlega niður og þetta hefur
verið steindautt síðan,“ sagði
Hjörtur í samtali við blaðamann
Dags.
Hjörtur sagði að þessi skjálfti
þyrfti ekki að þýða neitt sérstakt,
þó væri sennilega komin einhver
spenna á Húsavíkursprunguna.
Ekki væri hægt að fullyrða að
upptökin væru á Húsavíkur-
sprungunni fyrr en búið væri að
fá nákvæmari mælingar.
Mjög harður jarðskjálfti varð á
Húsavík fyrir 114 árum og álíta
margir að þar megi eiga von á
slæmum skjálftum á um hundrað
ára fresti. IM