Dagur - 24.11.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 24. nóvember 1986 221. tölublað
★ Viðgerðarþjónusta
Gerum við flestar tegundir
skrifstofutækja.
Svo sem: Ljósritunarvélar,
ritvélar og reiknivélar.
GÍSLI J. JOHNSEN SE
GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004
Mann
tókút
af Stál-
Norðurlandskjördæmi vestra:
Gífurleg þátttaka í próf-
kjöri framsóknarmanna
- Páll og Stefán í tveimur efstu sætunum
Akureyri:
Sá hörmulegi atburður átti sér
stað I fyrradag að mann tók út
af Stálvíkinni. Skipið kom til
Siglufjarðar um ellefu leytið á
laugardagskvöld en ekki hafa
blaðinu borist nánari upplýs-
ingar um slysið.
Sjópróf fara fram á næstunni
og verður þá fyrst hægt að segja
hvar og hvernig þetta sorglega
slys vildi til. Nafn hins látna verð-
ur ekki birt að svo stöddu.
Gífurleg þátttaka var I próf-
kjöri framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi vestra
sem fram fór í gær, en þar var
raðað í efstu sæti á framboðs-
lista flokksins til komandi al-
þingiskosninga. Alls tóku 2408
manns þátt í prófkjörinu en
þess má geta að í síðustu
alþingiskosningum fengu fram-
boðslistar Framsóknarflokks-
ins, B-listi og BB-listi rúmlega
2200 atkvæði samtals.
Þegar blaðið fór í prentun lágu
endanlegar niðurstöður ekki
fyrir. Ýmislegt varð til þess að
talningin gekk svo hægt. Kjör-
staðir lokuðu klukkan 9 í gær-
kvöld og þá átti eftir að koma
kjörgögnunum til Sauðárkróks
Frá Málþingi um menningarmál. Þingið var nokkuð vel sótt og hér má m.a.
sjá Pétur Einarsson sem gerði ítarlega grein fyrir stöðu Leikfélags Akureyr-
ar og Gunnar Ragnars sem setti þingið. Mynd: rpb
Hver á
tíkina
Tínu?
Á laugardagskvöldið glefsaði
tík í andlit tveggja ára gamals
stráks fyrir framan stórmarkað
KEA á Byggðavegi.
Strákurinn var í fylgd með
mömmu sinni. Á meðan móðirin
var að versla í lúgunni lét strák-
urinn vel að tík sem þarna var í
fylgd unglingsstúlku. Tíkin var
ekki alveg sátt við blíðuhót stráks
og glefsaði í andlit hans.
Móður drengsins varð svo mik-
ið um þetta að hún fór beina leið
heim með strákinn. Meiðsl hans
reyndust ekki alvarleg.
En nú vill rannsóknarlögreglan
á Akureyri hafa tal af eiganda
tíkurinnar en hún mun gegna
nafninu Tína. BB.
„Hef áhuga á að reka
Sjallann eins og Broadway“
- segir Úlafur Laufdal sem keypti Sjallann fyrir 75 milljónir
„Ég ætla að opna næsta
fímmtudag,“ sagði Ólafur
Laufdal veitingamaður sem
um helgina keypti Sjallann á
Akureyri af Iðnaðarbankanum
fyrir 75 milljónir króna, en
hann á og rekur sem kunnugt
er skemmtistaðina Broadway
og Hollywood og rekur einnig
Hótel Borg. Þá er hann að
byggja stórt hótel í Reykjavík.
Ölafur sagði í samtali við Dag
að hann reiknaði með að húsið
yrði opið tvö kvöld í viku eins og
verið hefur en oftar ef eitthvað
sérstakt væri um að vera. Þá
sagðist hann reikna með að
starfsfólk hússins yrði að uppi-
stöðu til nýtt fólk. „Það þýðir
ekki annað en fá í þetta nýtt
blóð,“ sagði hann.
„Það verða auðvitað breyting-
ar á ýmsu, það er óhjákvæmilegt
og ég á von á því að gera ein-
hverjar breytingar á húsnæðinu.
Hins vegar er ég ekkert farinn að
skoða þetta ennþá þannig að það
liggur ekkert fyrir um það núna.
Hvað reksturinn snertir hef ég
áhuga á að reka Sjallann eins og
Broadway og bjóða fólki upp á
skemmtikrafta.
Fyrstu helgina verður t.d.
„Elvis Presley" sýning Liberty
Mounten sem er virkilega góð
sýning. Pessi sýning átti að vera
þessa helgi í Broadway en þar
sem fullt hús hefur verið þar hjá
Ríó tríói að undanförnu get ég
farið með Presley-sýninguna
norður. Stefnan er sú að sam-
tvinna rekstur þessara staða ef
áhugi er fyrir því á Akureyri,"
sagði Ólafur Laufdal.
Sjá nánar bls. 3. gk-
en færð var erfið. Pá fór mikill
tími í að fara yfir kjörgögn áður
en eiginleg talning gat hafist, um
klukkan þrjú í nótt.
Á 5. tímanum í morgun var
búið að telja 3/4 hluta atkvæða.
Pá var ljóst að þingmennirnir Páll
Pétursson og Stefán Guðmunds-
son yrðu í tveimur efstu sætun-
um, en mjög tvísýnt hvor þeirra
hreppti I. sætið. Aðrir frambjóð-
endur fengu mun færri atkvæði.
Sverrir Sveinsson og Elín R.
Líndal kepptu um 3. sætið og
mátti vart á milli sjá. Pó var
Sverrir örfáum atkvæðum ofar.
Heimildamaður Dags á kjörstað
sagði að mikið mætti breytast til
þess að fimmti frambjóðandinn,
Guðrún Hjörleifsdóttir, blandaði
sér í þá baráttu. BB.
Málþing á Akureyri:
Umgjörð lista
er ábótavant
Á laugardag var haldið mál-
þing um menningarmál í bók-
námsálmu Verkmenntáskólans
á Akureyri. Gunnar Ragnars
setti þingið fyrir hönd menn-
ingamálanefndar og síðan
fluttu fulltrúar lista- og menn-
ingarmála framsögu. Flestir
gerðu húsnæðis- og aðstöðu-
skort að umtalsefni.
Pétur Einarsson lýsti hús-
næðisvanda Leikfélags Akureyr-
ar og greindi frá tillögum Þor-
steins Gunnarssonar arkitekts
um úrbætur. Sú róttækasta felur í
sér viðbyggingu vestan við húsið
og í framhaldi af henni yrði srln-
um snúið um 90 gráður. Helgi
Vilberg talaði um skort á sýning-
araðstöðu myndlistarmanna og
lagði fram hugmyndir að 220 fer-
metra sýningarsal. Jón Hlöðver
Áskelsson sagði aðstöðu til tón-
leikahalds fremur bágborna, sér-
staklega eftir að Nýja bíó var lagt
niður. Lárus Zophoníasson
Ólafur Laufdal fyrir utan Sjallann.
greindi frá því að rými Amts-
bókasafnsins væri á þrotum og
stakk upp á því að bærinn keypti
næstu lóð við hliðina á bókasafn-
inu í Brekkugötu og reisti þar
nýtt húsnæði. Jafnvel væri hægt
að tengja byggingarnar saman.
Hermann Sigtryggsson bað menn
að huga vel að nýjum skólabygg-
ingum. Taka þyrfti inn í dæmið
að þær gætu þjónað víðtækari
starfsemi en skólahaldi einvörð-
ungu.
Lárus Zophoníasson kom
með þá tillögu að bærinn keypti
efri hæð Sigurhæða og gerði hús-
ið upp. íbúðina væri síðan hægt
að nota sem skáldaíbúð til
skámms tíma í senn. Jón Laxdal
bar fram tillögu þess efnis að
bærinn auglýsti nokkrar lausar
stöður í listgreinum. Þannig væri
kominn vísir að listamannalaun-
um. Nánar verður greint frá þing-
inu síðar. SS
Mývatnssveit:
Harður
árekstur
í gær varð allharður árekstur á
Múlavegi í Mývatnssveit.
Fólksbifreið ók í veg fyrir
pallbíl sem kastaði honum á
jeppabifreið sem kom á móti.
Engin slys urðu á fólki.
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík voru bílarnir á lítilli ferð og
kann það að hafa bjargað þvf að
ekki fór verr. Fólksbíllinn
skemmdist þó mikið en lítið sá á
hinum bílunum. Þokkaleg færð
var á þessum slóðum í gær, blaut-
ur snjór en nokkuð hált.
Hjá lögreglunni á Akureyri
fengust þær upplýsingar að nokk-
uð hefði verið um árekstra en
þeir voru allir minniháttar. Þá
voru innbrot og rúðubrot eins og
gengur og gerist en í litlum mæli
þó. SS