Dagur - 11.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 11. desember 1986 234. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Bókaverslanir: Jólabæk- urnar óvenju seint á ferðinni Jólabækurnar eru seint á ferð- inni núna og eru útgefendur allt annað en ánægðir með seinagang í prentsmiðjum. Svo virðist sem Oddi, fullkomnasta prentsmiðja landsins, hafí færst of mikið í fang og ekki náð að skila af sér á réttum tíma. Því hefur einnig mætt mikið á öðrum prentsmiðjum. Dæmi eru um útgefendur sem hafa auglýst rækilega í sjón- varpinu bækur sem enn eru ekki komnar í verslanir. Meiningin var að fá upplýsing- ar um söluhæstu bækur í bóka- búðum en slíkur listi yrði vart marktækur fyrr en fleiri bókatitl- ar hafa skilað sér í búðirnar. Hjá Bókabúð Jónasar er sala barna- og unglingabóka mest áberandi enn sem komið er, en Alistair McLean, Thor Vilhjálmsson og Steinunn Sigurðardóttir eiga líka bækur meðal 10 söluhæstu. Alís- lensk fyndni selst hins vegar mest á þeim bæ. Sömu sögu er að segja frá Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar á Húsavík, þar er Alís- lensk fyndni efst á blaði. Næstar koma Aldnir hafa orðið, eftir Erling Davíðsson, Fuglar íslands, eftir Hjálmar Bárðarson, Ástarbréf til Ára, eftir Eðvarð Ingólfsson og Litlu prakkararnir, eftir Indriða Úlfsson. Aðalsteinn Jósefsson í Bókvali sagði að salan væri varla farin í gang. Hann sagði bækurnar óvenju seint á ferðinni og hann hefði verið að fá, eða ætti eftir að fá, ýmsar bækur sem verða örugglega drjúgar í sölu. Fólk væri að spyrjast fyrir um bækur sem enn hefðu ekki komið. „En þetta er að komasí í gang núna. Það eru komnir í mínar hendur liðlega 300 titlar af þeim 400 sem búist er við að komi út fyrir jólin,“ sagði Aðalsteinn. SS * . 1' f ;Ji ö i * Starfsmenn í Kjarna komnir með jólasveinahúfurnar og sýnishorn af því sem á boðstólum verður. Frá vinstri er Brynjar Skarphéðinsson með rauðgreni, Edda Hrafnsdóttir með blágreni, Herdís Jónsdóttir með þin og Tryggvi Marinósson með furu. Sala á jólatrjám hafin „Trén eru sérstaklega góð í ár,“ var samdóma álit þeirra sem stunda sölu jólatrjáa á Akur- eyri fyrir þessi jól. Fjórir aðilar selja tré á Akureyri og nágrenni að þessu sinni. Skógræktin að Kjarna er líklega stærsti söluaðilinn. en þar verða seld um 1200 tré að þessu sinni. Það er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Salan er hafin í Kjarna, en götusal- an í göngugötunni á Akureyri hefst á föstudaginn. Á boðstólum eru rauðgreni, blágreni, þinur og stafafura, auk greina af ýmsum gerðum. í blómaversluninni Akri í Kaupangi eru seld rauðgreni, stafafura og þinur, auk greina. Blómaskálinn Vín hefur verið með jólatrjáa- sölu undanfarin ár. Þar eru sömu tegundir á boð- stólum og hjá Akri og Kjarna. Sömu sögur er að segja frá Gróðrarstöðinni Vöglum í Vaglaskógi, þar eru seld tré og greinar. Mikið af því sem selt er hjá Kjarna, Akri og Vín eru tré úr Vaglaskógi og úr Suður-Þingeyjar- sýslu. Verð á trjánum verður það sama á öllum stöðunum og er það frá 280 krónuin upp í 1200 krónur. Allir þeir staðir sem taldir hafa verið upp hafa hafið sölu jólatrjáa. gej- Sjónvarp Akureyri: í loftið íkvöld - ótrufluð sending á rás 12 „Það er verið að ganga frá loft- netum í Vaðlaheiði og sendi- búnaðinum frá sjónvarpsstöð- inni á Akureyri. Það á eftir að prófa tækin og þarf mikið að fara úrskeiðis ef ekki verður af útsendingu í kvöld,“ sagði Bjarni Hafþór Helgason sjón- varpsstjóri. Ef allt fer að óskum mun útsending hefjast klukkan 20.00 með ávarpi sjónvarpsstjóra. Síð- an verður skemmtiþáttur sem nefnist „Allt er þá þrennt er“. Svo verður t'slenskur þáttur sem heitir Sviðsljós og er hann í umsjá Jóns Óttars Ragnarssonar. Þá er vinsælasti sakamálaþáttur í heim- inum í dag en það er „Miami Vice,“ eða Undirheimar Miami. í lokin verður fyrsta kvikmynd stövarinnar. Er það myndin „Diner“. Útsending verður send út ótruíluð. Fyrir þá sem ætla að horfa á Sjónvarp Akureyri í kvöld þarf að skipta yfir á rás 12 á sjónvarpstæki heimilisins og leita þar að geislanum frá Sjón- varpi Akureyrar. gej- Sauðfjárbændur fá uppgert 15. desember Lausn hefur nú fengist á greiðslum afurðalána vegna sauðfjárafurða og munu bænd- ur fá sláturinnleggið uppgert þann 15. desember n.k. eins og lög kveða á um. Hins vegar bendir margt til þess að ekki verði hægt að greiða bændum fullt verð fyrir mjólkurfram- leiðslu innan fullvirðisréttar á sama tíma. Talið er að vinnslu- stöðvarnar vanti um 198,5 milljónir króna til að standa í skilum með greiðslur fyrir nóvembermánuð. Þessir erfíð- leikar stafa aðallega af því að ríkið hefur langt í frá staðið í skilum með sinn hluta. Samkvæmt lögum þurfa slát- urleyfishafar að greiða bændum innlegg innan búmarks að fullu fyrir 15. desember. Auk þess þurfa sláturleyfishafar að standa skil á75% af slátur- og dreifingar- kostnaði fyrir þann tíma. Ríkisvaldið ábyrgist fullar greiðslur fyrir mjólk og sauðfjár- afurðir innan fullvirðisréttar og enn vantar mikið upp á að ríkið hafi greitt það sem því ber. Ef með er talinn ógreiddur hlutur ríkisins í niðurgreiðslum vegna sölu landbúnaðarafurða innan- lands og ógreiddar útflutnings- bætur, skuldar ríkissjóður um Stjórn verkamannabústaða á Akureyri: 38 íbúðir keyptar á næsta ári óvenju margar umsóknir Nýlega var kynnt fyrir bæjar- ráði fjárhags- og framkvæmda- áætlun stjórnar verkamanna- bústaða á Akureyri fyrir árið 1987. Þar er lagt til að kaupa alls 38 íbúðir á árinu, þar af 15 notaðar íbúðir á almennum markaði, og er þar um nýbreytni að ræða. I áætlun- inni er lagt til að framlög bæjarins til þessa verkefnis verði 13 milljónir. Að sögn Hákonar Hákonar- sonar formanns stjórnar verka- mannabústaða var það fyrst í árs- lok 1985 að farið var að skoða þann möguleika að kaupa notað- ar íbúðir. í áætluninni er einnig gert ráð fyrir að kaupa 12 nýjar íbúðir af Áðalgéiri og Viðari hf. og 11 af Fjölni sf. Þessar íbúðir eru nú í smíðum við Múlasíðu. Ekki verður gengið frá kaupsamning- um um íbúðirnar fyrr en bæjar- stjórn hefur ákveðið fjárveitingu til verkefnisins. Heildarkostnaðar við þessar framkvæmdir er um 100 milljón- ir. Hann skiptist þannig að Bygg- ingarsjóður verkamanna lánar 76,5% og bærinn leggur fram 8,5%. Þessi 85% eru lánuð til 43 ára en 15% verða menn að fjár- magna sjálfir. Hákon sagði að hér væri um að ræða óvenju stóran áfanga enda gæti vel farið svo að einhverju af þessum framkvæmdum þyrfti að fresta fram í ársbyrjun 1988. Hann sagði hins vegar að eins gæti komið til greina að ráðast í meiri kaup ef vel tækist til með þetta, en aldrei áður hefur verið svo mikil eftirspurn eftir þessum íbúðum. „Við höfum leyfi fyrir öllum þessum íbúðum frá Byggingar- sjóði verkamanna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að notfæra okkur þessar heimildir bæði til þess að útvega húsnæði en einnig til að koma þessu fjármagni í umferð hér,“ sagði Hákon að lokum. ET 300 milljónir króna alls. Þennan greiðsluvanda þarf að leysa með einhverjum hætti til þess að hægt verði að greiða mjólkurinnleggið að fullu. Talað er um að ríkis- sjóður taki 80 milljóna króna lán upp í þessar greiðslur en sú lán- taka leysir vandann augljóslega ekki nema að litlu leyti. Viðskiptabankarnir munu væntanlega ekki geta hlaupið undir bagga þar sem þeir hafa nóg á sinni könnu með að inna af hendi afurðalánin vegna sauð- fjáruppgjörsins. Að sögn Geirs Magnússonar bankastjóra Samvinnubankans hefur uppgjör vegna mjólkurinn- ar verið lagt til hliðar að sinni. „Það vantar enn um 4% upp á að afurðalánin nái venjulegu hlutfalli. Bankarnir hafa dregið úr hækkun afurðalánanna þar sem þeir eru með mikið af óupp- gerðum afurðalánum allt aftur til marsmánaðar, sem er afskaplega óeðlilegt, þar sem ríkið hefði átt að vera búið að greiða þessi lán í vor. Við viljum fá lausn á því máli áður en við förum að hækka afurðalánin. Það mál hefur ekkert verið rætt ennþá og verð- ur væntanlega ekki gert fyrr en búið er að leysa þann vanda sem við blasir varðandi uppgjör á mjólkurinnlegginu,“ sagði Geir. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.