Dagur - 16.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1986, Blaðsíða 1
Verkalýðsfélagið Eining: Samningamir samþykktir -Óánægja vegna þess að starfsaldurshækkanir féllu út Átta dagar til jóla og Ijósadýrðin eykst með hverjum deginum. Salan á hlut Dalvíkur í útgerðinni: Allir skipverjar togaranna mótmæla Verkalýðsfélagið Eining hélt í síðustu viku fundi um nýgerðan kjarasamning í öll- um deildum félagsins, þ.e. í Hrísey, Grenivík, Dalvík, Olafsfirði og Akureyri. Leyni- leg atkvæðagreiðsla fór fram á hverjum stað fyrir sig en sam- eiginleg atkvæðatalning fór fram á síðasta fundinum sem var á Akureyri síðastliðinn Leiruvegurinn opnaður um helgina „Það stefnir allt í það að veg- urinn verði tilbúinn fyrir umferð um næstu helgi. Það sem gæti komið í veg fyrir þetta er slæm tíð en það veldur okkur ákveðnum erfiðleikum ef þíða er mikil,“ sagði Franz Arnason framkvæmdastjóri Norðurverks sem nú er að leggja síðustu hönd á að gera Leiruveginn færan umferð. Um 3 vikur eru síðan veg- urinn var tengdur saman en nú er unnið við að jafna hann í hæð með sandi og síðan að keyra þunnu malarlagi ofan á. Það sem þá er eftir af þessum verkhluta er að setja grjótvörn á vegkantana. Að sögn Franz verður Drottn- ingarbrautin breikkuð til vesturs um eina akrein þar sem Leiru- vegurinn tengist yið en vinna við það hefst ekki fyrr en í janúar. Einnig á eftir að setja burðarlag á veginn austan við brúna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki reiknað með því að formleg athöfn verði við opnunina um helgina hvað svo sem síðar verður þegar veg- urinn verður fullbúinn. ET Svo gæti farið að framtíðarað- setur Slökkviliðs Akureyrar verði við Drottningarbrautina, í næsta nágrenni við Akureyr- arflugvöll. Sú hugmynd hefur verið rædd óformlega meðai ýmissa ráðamanna bæjarins að undanförnu að sameina Slökkvilið Akureyrar og slökkvilið flugvallarins og reisa nýja slökkvistöð þar. Þessi hugmynd er ekki ný. Sigurður Jóhannesson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, varp- aði þessari hugmynd fram fyrir nokkrum árum síðan, þegar húsnæðisvandi Slökkviliðs Akur- eyrar var til umræðu einu sinni sem oftar. Þá var talið slæmt að flytja bækistöðvar slökkviliðsins fimmtudag. Samningarnir voru samþykktir með 202 atkvæð- um gegn 28. „Það er náttúrlega enginn ánægður því að við hefðum viljað hafa lágmarkslaunin hærri. En það náðist ekki í þessari lotu,“ sagði Björn Snæbjörnsson vara- formaður Einingar í samtali við Dag. Það markverðasta við þessa samninga fyrir utan það að nú var í fyrsta skipti samið um lág- markslaun, er það að stór hluti af bónusgreiðslum er fluttur yfir á tímakaupið. Eftir sem áður eru sömu staðl- ar og hámarkshraði varðandi bónusinn þannig að menn þurfa ekki að leggja meira á sig til að ná hámarksbónus. Flins vegar hafa þau mörk, sem bónus- greiðslur hefjast við, hækkað nokkuð. „Það er um að ræða tals- verða hækkun í öllum dæmum sem maður tekur. Þetta kemur sér best fyrir þá sem einhverra hluta vegna ná ekki tökum á bón- uskerfinu," sagði Björn. Önnur breyting var sú að allar starfsaldurshækkanir hurfu. „Það er skiljanlega nokkur óánægja með þetta atriði meðal þeirra sem lengstan starfsaldur hafa. En þetta er aðeins til bráðabirgða og nú á samningstímabilinu verður sett upp nýtt launaflokkakerfi. Það tapar enginn á þessu en vissulega er lítil hækkun fyrir þá sem voru efstir í gamla kerfinu,“ sagði Björn. Björn sagði að í næstu samn- ingum yrði stefnt að því að ná enn stærri hluta bónuss í föst laun. „Við viljum hreinlega umbylta þessu kerfi. Þetta er ómanneskjulegt kerfi sem við búum við í dag og það hefur gengið sér til húðar," sagði Björn að lokum. ET fram á flugvöll, sökum fjarlægðar flugvallarins frá helstu byggða- kjörnum bæjarins. Ef til vill hafa þessar forsendur eitthvað breyst nú, í ljósi betri og greiðari sam- gönguleiða. Slökkviliðinu hefur á skipulagi verið úthlutað lóð á allt öðrum stað f bænum, meira miðsvæðis, en ekkert hefur orðið úr fram- kvæmdum þar enn. Þeir sem aðhyllast áðurgreinda hugmynd, benda aðallega á þrennt máli st'nu til stuðnings. í fyrsta lagi að það hefði mikla hagkvæmni f för með sér að sameina slökkviliðin tvö, alla vega yrði hagkvæmara fyrir Akureyrarbæ að byggja á þennan hátt, þar sem flugmála- yfirvöld myndu greiða hluta „Þaö skrifuðu allir skipverjar undir og viö afhentum forseta bæjarstjórnar, Trausta Þor- steinssyni, undirskriftalist- ana,“ sagði Sigurður Haralds- son, skipstjóri á Björgúlfí. All- byggingarkostnaðarins. I öðru lagi að þetta myndi styrkja stöðu Akureyrar í sam- keppninni við Sauðárkrók um það hvor staðurinn yrði fyrir val- inu sem varaflugvöllur fyrir milli- landaflug. í þriðja lagi er bent á að Akur- eyrarbæ vanti aukið húsrými undir stjórnsýsluna og nauðsyn- legt sé að taka ákvörðun um lausn á húsnæðisvanda slökkvi- liðsins áður en ráðist verði í að kaupa eða byggja undir stjórn- sýsluna annars staðar í bænum. Ef slökkviliðið flytur losnar jú talsvert rými. . . Dagur leitaði álits þriggja aðila á þessari hugmynd og svör þeirra eru á bls. 3. BB. ir skipverjar á togurum Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. hafa nú skrifað undir mótmæli til bæjarstjórnar Dalvíkur vegna tillögu meirihluta bæjar- stjórnar um sölu á hlutafé bæjarins í útgerðarfélaginu. Texti undirskriftalistanna er á þessa leið: „Við undirritaðir, skipverjar á bv. Björgúlfi og Björgvin sem búsettir erum á Dalvík, skorum hér með á bæjar- stjórn Dalvíkur að endurskoða afstöðu sína varðandi sölu á eign- arhlut Dalvíkurbæjar í Útgerðar- félagi Dalvíkinga hf. Ástæðan fyrir áskorun þessari er sú óvissa sem við teljum að verði um rekstrarfyrirkomulag félagsins, hagsmuni okkar sjómanna og atvinnuöryggi. Við lýsum okkur reiðubúna til frekari útskýringa á þessu áliti okkar ef óskað er.“ Sigurður Haraldsson sagði einnig: „Hingað til hafa smærri fiskverkendur og útgerðarmenn ekki verið hrifnir af þessum tog- arafiski, eftir því sem þeir hafa sagt sjálfir. Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir og mér hefur sýnst að samstarfið milli þessara aðila innbyrðis hafi ekki getað verið mikið. Það er því ekki vænlegasta leiðin að selja þessum aðilum eignarhlut bæjarins. Á þessu ári hafa opnast útflutnings- möguleikar fyrir okkur með gámafisk og svo gæti farið að sá útflutningur yrði stöðvaður. Það þýddi minni tekjur fyrir okkur og útgerðina." „Það eru tíu menn búnir að vera á Björgvin í tíu ár og einir tólf eða þrettán síðan skipið kom. Þessir inenn og aðrir íbúar Dalvíkur hafa enga tryggingu fyr- ir því að þetta útgerðarfélag verði ekki farið héðan eftir nokk- ur ár ef það skiptir um eigendur. Dalvíkingar hafa góða tryggingu fyrir því að félagið verði hérna á staðnum meðan bærinn á í því. Þetta er búin að vera mikil lyfti- stöng fyrir bæjarfélagið. Menn eru einnig hræddir um að samstarfserfiðleikar geti kom- ið upp milli eigendanna ef þeir verða margir. Ef svona skip færu héðan þá verða ekki keypt nein ný skip í staðinn á þessum tímum veiðikvóta og takmarkana. Mér finnst þessi mál þurfa miklu meiri athugunar og umfjöllunar við áður en farið er að ákveða sölu. Ef smærri fiskverkendur og útgerðarmenn vilja meiri fisk er eðlilegast að þeir athugi aðrar leiðir en þessa,“ sagði Vigfús Jóhannesson, skipstjóri á Björgvin. EHB Ný slökkvistöð reist við Akureyrarflugvöll?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.