Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hallfríður Halldórsdóttir, Kristín Bjarnadóttir og Brynhildur Baldursdóttir. Mynd: -þá leiðari.________________________________ Tvísýnt um kosningaúrslit Samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Norðurlandskjördæmi eystra sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands vann fyrir Dag fær Alþýðu- flokkurinn 16,9% atkvæða og einn þingmann, Framsóknarflokkurinn fær 20,6% og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn fær 25,3% og tvo menn, Alþýðubandalag 18,2% og einn mann, auk þess sem mestar líkur virðast á því að Alþýðu- bandalagið nái uppbótarþingsæti í kjördæminu. Samkvæmt þessari könnun virðist vanta nokkuð á að Stefán Valgeirsson nái kosningu, en hann er með 8,1% atkvæða. Önnur framboð eiga ekki nokkurn möguleika á að ná inn manni. Kvennalistinn fær 4,7%, en var með 5,8% í síðustu kosningum, Bandalag jafnað- armanna þurrkast út og fær aðeins 0,3% en var með 5,8% í síðustu kosningum, Flokkur mannsins fær 2,4% og hinn nýi Þjóðarflokkur ekki nema 3,4% atkvæða. Þetta eru atkvæðatölur þeirra sem svör- uðu, en þeir sem sögðust ekki ætla að kjósa, skila auðu, neita að svara eða vita ekki hvað þeir ætla að kjósa voru samtals 14,5% aðspurðra. Samtals náð- ist í 346, sem er mjög hátt hlutfall miðað við skoð- anakannanir sem gerðar eru yfir allt landið. Svo virðist sem Alþýðuflokkurinn fái nánast það fylgi sem Bandalag jafnaðarmanna hafði áður, en bætir að öðru leyti litlu eða engu við sig. Sjálf- stæðisflokkur tapar um 2% og Alþýðubandalag bætir við sig 4,4% frá síðustu kosningum. Eins og að líkum lætur er mikil niðursveifla hjá Framsókn- arflokknum vegna sérframboðs Stefáns Valgeirs- sonar. Bæði tekur framboð hans fylgi beint frá flokknum, auk þess sem ætla má að deilur þær sem hafa skapast vegna sérframboðsins fæli menn frá því að kjósa flokkinn. Vegna þessa ástands hefur Framsóknarflokkurinn misst forystuhlutverkið í kjördæminu til Sjálfstæðisflokksins, og hlýtur það að vera mikið áhyggjuefni félagshyggjufólki í kjör- dæminu. Litlu flokksbrotin sem kenna sig flest við ein- hvers konar félagshyggju virðast ætla að verða þess valdandi að íhaldsöflin nái þessu forskoti. Atkvæði þessara smáflokka nýtast ekki og þeir sem greiða þeim atkvæði sín eru í raun að kasta þeim á glæ. Mjög tvísýnt er um að Valgerður Sverr- isdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar- flokksins, nái kjöri. Virðist því einsýnt, vilji kon- ur sem hyggjast kjósa Kvennalistann á annað borð að kynsystir þeirri komist inn á þing úr kjör- dæminu, að eina leiðin til þess sé að kjósa Valgerði Sverrisdóttur. HS Nóg um að vera ef fólk ber sig eftir því - spjallað við þrjá hressa kvenmenn á Siglufirði Þegar blaðamaður Dags var á ferð á Siglufirði fyrir skömmu og sat að snæðingi inni á Hressó eins og veitingasalan í Lækjargötu er yfirleitt kölluð, komu tveir huggulegir kven- menn inn úr rigningunni til að fá sér í svanginn og settust þeir skammt frá honum. - „Margt ungt fólk vill halda því fram að lítið sé um að vera úti á landi á veturna og ómögulegt annað en halda sig þá í borginni, en þessar eru trúlega ekki í þeim hópi. Þær þurfa ekkert að sækja suður eins og segir í dægurlagatextanum.“ Þessari hugsun skaut upp í kollinn um leið og ég ákvað að ónáða þær og afgreiðslustúlkuna Hallfríði Hallsdóttur sem sest hafði hjá þeim. Eftir nærgöngular spurningar kom í ljós að þetta myndarlega kvenfólk var allt á lausum kili eins og stundum er sagt. Þær Brynhildur Baldursdóttir og Kristín Bjarnadóttir sögðust yfir- leitt koma þarna í hádeginu til að fá sér að borða og spjalla um dag- inn og veginn. Brynhildur sem vinnur á bæjarskrifstofunni sagði barnið sitt vera í leikskólanum og borða þar, svo hún þyrfti ekkert heim í hádeginu. - Hún sagði það ágætt að vinna á bæjarskrifstofunni, þar hitti hún margt fólk yfir daginn og ýmislegt gerðist og gæti gerst. Sem sagt þó nokkuð spennandi að vinna á bæjarskrifstofunni á Siglufirði. Kristín vinnur í útibúi Utvegs- bankans. Á henni var ekki að heyra að neinn uppgjafartónn eða vonleysi hefði ríkt meðal starfsfólks þar eins og virðist samkvæmt sjónvarpsfréttum hafa verið í útibúum bankans í Reykjavík. Hún sagði að búið væri að stofna trimmklúbb meðal starfsmanna bankans, Léttfeta að nafni. Tuttugu manna hópur hleypur á flugvellinum á kvöldin og fer síðan að því loknu í íþróttamiðstöðina á Hóli í sturtu og gufu. Kristín sagðist vera mikið gefin fyrir söng og vera meðlimur í kvennakórnum sem nýbúið er að endurvekja. Verið er að æfa fyrir kóramót í Þýskalandi í vor, sem kórinn fer á í boði Þjóðverja nokkurs sem stjórnaði kórnum fyrir nokkrum árum og er giftur siglfirskri konu. Þá hefði hún ásamt fimm vinkonum fyrir jólin ’85 byrjað að æfa og syngja rokklög, sem þær síðan sungu á skemmtunum og höfðu mikið að gera. Síðan tóku þær upp þráð- inn að nýju nú fyrir jólin og sungu jólalög á nokkrum skemmtunum. Nei þeim fannst alveg nóg að gerast á Siglufirði yfir veturinn. Allavega ef fólk bæri sig eftir því. Það væri þó nokkuð um að vera hjá félögunum sem starfandi eru í bænum yfir veturinn og yfirleitt böll um helgar. Aðspurðar sögð- ust þær Brynhildur og Hallfríður hafa verið fyrir sunnan í eitt og hálft ár og alveg geta hugsað sér að vera fyrir sunnan yfir veturinn en alls ekki á sumrin. - Einhverjar væntingar hjá ungu fólki hér? „Já hér bíða allir eftir íþrótta- húsinu og grasvellinum, sagði Brynhildur, sem er mikill áhuga- maður um knattspyrnu, hlæjandi að lokum. -þá W Stefnuleysi Það var broslegt að fylgjast með sjónvarpsþættinum Geisla síðastliðið mánudags- kvöld, og heyra svör stjórn- málamannanna varðandi stefnu flokkanna í málefnum lista. Eftir þáttinn er það Ijóst að flokkarnir eru flestir stefnulausir í þessum mála- flokks nema kannski Fram- sóknarflokkurinn sem hefur gert samþykktir til hagsbóta í þessum málum, en hann hef- ur bara ekki komið þeim í framkvæmd. Manni verður nú hugsað, til hvers er að gera alls konar samþykktir ef þær eru svo bara allar látnar í pækil. Eru þeir að bíða eftir að verða einir í stjórn til að geta komið þessu fram? Ja, þá má bíða lengi. PSpurt og svarað Jón Baldvin heldur upptekn- um hætti og spyr eða leitar hugmynda við hvert tækifæri. Voðalega hlýtur að vera erfitt að vera í forystu fyrir flokk sem hefur ekki hugmynd um nokkurn skapaðan hlut. Fyrst geysist hann um landið og spyr, hver á ísiand, og á mánudaginn spurði hann spyrlana hvað þeim fyndist um þetta eða hitt. Og svona er mest af hans brölti búið að vera síðan hann varð formað- ur hjá krötum. Það er að segja þegar hann hefur ekki verið að taka þátt í einhverj- um uppákomum Áma. Það er ekki að furða þótt þingmenn annarra flokka óttist að hon- um takist að eyðileggja alveg það álit sem Alþingi þó hefur notið. W Hvernig? í Geisla, í þetta sama skipti, var ekki annað að heyra en fulltrúar allra flokka vildu að ríkið stofnaði einhvers konar sjóð til kaupa á listaverkum. En þeir áttu fleira sameigin- legt. Enginn þeirra minntist einu orði á það hvernig ætti að fjármagna slík kaup. Þarna er þeim ágætlega lýst, segja já af því það eru að koma kosningar og listafólk kemur trúlega til með að kjósa eins og annað fólk. En hafa ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að standa við jáyrð- ið Það þarf að taka þingmenn- ina betur fyrir og láta þá svara, eins og gert var í sjón- varpinu hér fyrir nokkrum árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.