Dagur - 22.06.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. júní 1987 á Ijósvakanum. SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 22. júní 18.30 Hringekjan. (Storybreak.) - Níundi þáttur. 18.55 Steinn Markó Pólós. (La Pietra di Marco Polo). Sjötti þáttur. 19.20 Fróttaágrip á tákn- máli. 19.25 íþróttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ór írændgardi. Ögmundur Jónasson ræðir við sænsku konungshjónin sem væntanleg eru í opin- bera heimsókn til íslands. 21.10 Setið á svikráðum. (Das Rátsel der Sandbank.) Fjórði þáttur. 22.05 Viltu dansa. (Skal det være en dans?) Norsk sjónvarpsmynd frá 1985 gerð eftir sögu eftir Rolf Sagen. Myndin er um skólapilt og fálmkenndar tilraunir hans til að komast í samband við veikara kynið. Myndin gerist í Álasundi skömmu eftir 1960 þegar óhægra var um vik í þess- um efnum en síðar varð. 23.30 Dagskrárlok. SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 22. júní 16.45 Eftirminnilegt sumar. (A Summer To Rememb- er). Hugljúf mynd frá 1985, um samband ungs, mállauss drengs og apa sem lært hefur fingramál. 18.30 Börn lögregluforíngj- ans. (Inspector's Kids.) 19.05 Hetjur himingeims- ins. 19.30 Fréttir. 2O.9O Út i loftið. í þessum þætti slæst Guð- jón Amgrímsson í för með Rafni Hafnfjörð ljósmynd- ara og þeir renna fyrir sil- ung í Hliðarvatni í Selvogi. 20.25 Bjargvætturinn. (Equalizer.) 21.10 Ferðaþættir National Georgraphic. ítalir hafa löngum verið þekktir fyrir glergerð og fylgst er með nútíma gler- listamönnum við iðju sína í Murano. Síðan er leiðin lögð til New York og þar er fylgst með fótvissum Mohawk Indíánum þar sem þeir feta sig eftir stál- grindum háhýsa á Man- hattan. Þulur er Baldvin Halldórs- son. 21.35 Sálarangist. (Silence Of The Heart). Bandarísk sjónvarpsmynd. Skip Lewis er sextán ára piltur og lífið er nú þegar orðið honum þungbært. Honum gengur illa í skóla, vinkona hans sýnir honum áhugaleysi og hann veit ekki hvert hann á að snúa sér. Besti vinur Skip tekur hann ekki alvarlega þegar hann minnist á sjálfsmorð - en sama kvöld keyrir Skip fram af bjargbrún. 23.05 Dallas. 23.50 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 00.20 Dagskrárlok. RÁS 1 MÁNUDAGUR 22. júní 6.45 Veðurfregnir * Bæn, séra Sigurður Ægisson flytur. (a.v.d.v.) 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Erlingur Sigurðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eftir Eno Raud. Hallveig Thorlacíus byrjar lestur þýðingar sinnar. (Áður útvarpað 1979.) 9.20 Morguntrimm. - Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.) Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Gunnr Guðmundsson talar um heyskap. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lífið við höfnina. Umsjón: Birgir Svein- björnsson. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Á frívaktinni. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá • Tilkynn- ingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Réttarstaða og félagsleg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartar- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársánv. 14.30 íslenskir einsöngv-f arar og kórar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Tónbrot. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. (Frá Akureyri). (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi.) 16.00 Fréttir • Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir • Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sig- urðarson flytur. Um daginn og veginn. Guðrún Þóra Magnúsdótt- ir húsmóðir á Akranesi talar. 20.00 Samtimatónlist. 20.40 Fjölskyldan. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. (Endurtekinn þáttur frá fimmtudegi.) 21.10 Gömul danslög. 21.30 Útvarpssagan: „Leik- ur blær að laufi" eftir Guðmund L. Friðfinns- son. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gegn vilja okkar. Þáttur um nauðgun í umsjá Guðrúnar Höllu Tuliníus og Ragnheiðar Guðmundsdóttur. (Þátturinn verður endur- tekinn nk. miðvikudag kl. 15.20.) 23.00 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Veðurfregnir. MÁNUDAGUR 22. júní 6.00 í bítið. Rósa G. Þórsdóttir. Fréttir á ensku kl. 8. 30. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Hall- dórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vítt og breitt. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson kynnir lög frá ýmsum löndum. 22.05 Kvöldkaffi. Umsjón: Helgi Már Barða- son. 23.00 Á mörkunum. Umsjón: Jóhann Ólafur Ingvason. 00.10 Næturvakt Útvarps- ins. Gunnlaugur Sigfúsaon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9, 10,11,12.20,15,16,17,18. 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 22. júní 18.03-19.00 Umsjón: Tómas Gunnars- son. Hljoðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 22. júní 6.30 í Bótinni. Friðný Sigurðardóttir og Benedikt Barðason vekja Norðlendinga með léttum tónum og fréttum af svæð- inu. 9.30 Spilað og spjallað fram að hádegi. Þráinn Brjánsson í góðu sambandi við hlustendur. 12.00 Fréttir. Friðrik Indriðason með norðlenskar fréttir. 12.10 í hádeginu. Skúli Gautason talar við hlustendur og gefur góð ráð. 13.30 Síðdegi í lagi. Ómar Pétursson í góðu skapi með hlustendum. 17.00 íþróttayfirlit. Marinó fer yfir íþróttavið- burði síðustu viku. 18.00 Fréttir. 18.10 Góð tónlist. Rakel Bragadóttir spilar íslenska tónlist. 19.00 Dagskrárlok. 989 lBYLGJANl W MÁNUDAGUR 22. júní 07.00-09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. 09.00-12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. 14.00-17.00 Jón Gústafsson og mánudagspoppið. 17.00-19.00 í Reykjavík síð- degis. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. 23.00-24.00 Sálfræðingur Bylgjunnar. Sigtryggur Jónsson, sál- fræðingur, spjallar við hlustendur, svarar bréfum þeirra og símtölum. Símatími hans er á mánu- dagskvöldum milli klukk- an 20.00 og 22.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Bjarni Ólafur Guðmunds- son. \þrótta\\öW\Y\ \\%Ö Aðaldagskrárliöur 17. júní hátíðahaldanna á Húsavík var vígsla nýju íþróttahallarinnar. Fjölmenn skrúðganga var að höllinni frá sundlauginni og lék Lúðrasveit Tónlistarskóla Húsavíkur í fararbroddi og einnig í höllinni meðan gestir voru að koma sér fyrir. Hátíðin var fjölsótt, áhorf- endabekkirnir, sem eiga að rúma 640 manns, voru þéttsetnir og auk þess stóðu margir á svölun- um. Bjarni Þór Einarsson bæjar- stjóri setti hátíðina en Bjarni Aðalgeirsson formaður Bygg- ingarnefndar íþróttahallarinnar flutti vígsluræðu, hann rakti byggingarsögu hallarinnar og afhenti Katrínu Eymundsdóttur forseta bæjarstjórnar lykla að húsinu. Bjarni Þór sagði frá gjöfum sem borist höfðu á byggingartím- anum og minntist þess að um það leyti sem byrjað var á fram- kvæmdum hefði bæjarstjórn bor- ist lítil ösp að gjöf frá íþróttafé- laginu Völsungi og hefðu fulltrú- ar þess sagst vona að höllin yxi hraðar en öspin og sú von hefði nú ræst. Gestir fluttu ávörp og afhentu gjafir, Jónas Egilsson deildar- stjóri hjá KÞ afhenti markatöflu að gjöf frá Landsbanka íslands, Olíusölu KÞ og Olíufélagi íslands. Sigurgeir Aðalgeirsson varaformaður Völsungs afhenti veglega blómakörfu. Guðmund- ur Bjarnason flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins sem flestir mættu að athöfninni. Pálmi Gíslason forseti UMFÍ tryggsson fulltrúi ÍSÍ afhenti blómakörfu, einnig bárust blóm og kveðjur frá fleiri aðilum. Sr. Sighvatur Karlsson flutti blessunarorð, Húsavíkurkórinn söng bæði á undan og eftir ávarpi fjallkonunnar sem Sigríður Hall- dórsdóttir flutti. Börn kepptu í boðhlaupi og bæjarstjórn og Byggingarnefnd íþróttahallarinn''., reyndu með sér í boðhlaupi sem fólst í því að hoppa á bolta og sippa, dæmt var jafntefli í leiknum en áhorfendur virtust skemmta sér konunglega. 3. fl. og 4. fl. kepptu í handbolta og drengir í 5. fl. karla sýndu mikla fimi með knöttinn í fót- boltaleik. Að lokum var gestum boðið að skoða höllina meðan leikin var ljúf tónlist. IM MISUN6US SESTIB HM Húsavík: afhenti klukku og Hermann Sig- Jónas Egilsson í ræðustól. Síðastliðinn föstudag var efnt til samsætis í kaffistofu Dags. Tilefnið var að kveðja Hermann Sveinbjörnsson, frá- farandi ritstjóra blaðsins, sem tekið hefur við starfi kynningarfulltrúa Sambandsins. Við þetta tækifæri afhenti Valur Arnþórsson, formaður blaðstjórnar, Hermanni málverk að gjöf. Málverkið er af landvættunum málað af Dröfn Friðfinnsdóttur. Við sama tækifæri afhenti Sigríður Finnsdóttir Hermanni gjöf frá starfsmönnum. Þar var um að ræða forláta klukku sem komið er fyrir á líkani af íslandi, skornu út í austfirskt grjót, en Hermann er einmitt ætt- aður að austan. Mynd: rþb Knattspyrnudeild Þórs: Gaf myndbandstæki til Bæklunardeildar F.S.A. Nýlega barst Bæklunardeild F.S.A. höfðingleg gjöf, mynd- bandstæki af bestu gerð. Tæki þetta er gjöf frá leik- mönnum 1. deildar og stjórn knattspyrnudeildar Þórs. Einnig lagði Tónabúðin drjúga hönd á plóginn ásamt nokkrum fyrrver- andi sjúklingum deildarinnar. Þetta myndbandstæki á eftir að veita sjúklingum deildarinnar ómælda ánægju eins og það hefur raunar þegar gert þessa viku sem það hefur verið í notkun. Sér- staklega er þetta mikils virði fyrir þá sem þurfa að dvelja í langan tíma á deildinni. Einnig gaf myndbandaleigan Videover í Kaupangi sjúklingum á F.S.A. rausnarlega gjöf, 20.000 kr. úttekt á myndböndum, og hafa sjúklingar þessarar deildar notið góðs af því. Fyrir allt þetta viljum við koma á framfæri hjartans þökkum og hlýjum kveðjum til gefenda. Starfsfólk Bæklunardeildar F.S.A. Akureyrarkirkja: Norskur æskulýðskór Næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 20 mun norskur æskulýðskór syngja létt og skemmtileg lög í Akureyrar- kirkju. Þetta er blandaður kór og eru meðlimirnir á aldrinum 16-23ja ára. Kórfélagar koma frá þrem- ur sóknum í Noregi; Ullern, Rpa og Ris, skammstafað URR. 50 manns eru í URR kórnum og fyrir utan það að halda tónleika eru þeir í skemmti- og kynnisferð hér á landi, kynna sér m.a. æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.