Dagur - 09.07.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1987, Blaðsíða 8
8-DAGUR-9. júlí 1987 Pollamót KSI: JþróttÍL Völsungur og KA í úrslitakeppnina Það verða Völsungar og KA sem taka þátt í úrslitakeppn- inni á Pollamóti KSI en um helgina var leikið í Norður- 4. deild: UMFS vann Kormák Á þriðjudagskvöld áttust við Kormákur og UMFS í E-riðli 4. deildar í knattspyrnu. Leiknum lauk með sigri Svarf- dæla, 4:1. Leikmenn Kormáks sýndu mjög góðan leik og er þetta þeirra besti leikur til þessa. Kormákursmenn áttu mun meira í leiknum í fyrri hálfleik, en Dal- víkingar áttu síðan mun meira í seinni hálfleik. Það var Albert Jónsson sem skoraði fyrir Kormák, úr vítaspyrnu en fyrir Dalvíkinga skoruðu þeir Garðar Jónsson 3 mörk og Ingvar Jóhannesson 1 mark. Hvamms- tangamenn vildu fá annað mark þegar bjargað var á línu og var línuvörður á sama máli en dóm- arinn dæmdi markið af. nj Stórsigur KA á Tindastóli Strákarnir í 5. flokki KA unnu jafnaldra sína frá Sauðárkróki með 18 mörkum gegn engu á sunnudag, er liðin léku á KA velli í Norðurlandsriðli á íslandsmótinu í knattspyrnu. KA-menn höfðu mikla yfir- burði frá upphafi til enda og hefði sigur liðsins getað orðið enn stærri. Þessi félög áttust einnig í 4. flokki og sigraði KA einnig í þeim, 3:1. Brynjólfur Sveinsson og Þór- leifur Karlsson skoruðu 4 mörk hvor fyrir KA í 5. flokks leikn- um. Þeir Þórhallur Hinriksson, Helgi Þór Arason og Matthías Stefánsson skoruðu 2 mörk hver og þeir Gunnlaugur Torfason, Örvar Arngrímsson og Trausti Jörundsson skoruðu 1 mark hver en eitt markið var sjálfsmark. Leikur liðanna í 4. flokki var mun jafnari en þó var sigur KA- manna aldrei í hættu. Úrslitin urðu 3:1 og skoruðu þeir Hlynur Konráðsson 2 og ívar Bjarklind mörk KA en Pétur Vopni Sigurðsson mark Tindastóls. Verslunarhúsnæði Óska eftir u.þ.b. 50 fermetra verslunarhúsnæði á Akureyri. Vinsamlega leggið inn tilboð á afgreiðslu Dags fyrir 20. júlí merkt: Verslunarhúsnæði. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum er laus ein kennarastaða. Aðalkennslugreinar líffræði og efnafræði. Við Verkmenntaskólann Akureyri er laus staða íslenskukennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 15. júlí. Menntamáiaráðuneytið. Útboð Siglufjarðarvegur, Gangamunni-Ristarhlið '//wm f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 700 m, skeringar 7,100 m3, burðarlag 420 m3. Verki skal lokið 1. október 1987. Útboðsgðgn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 6. júlí 1987. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 20. júlí 1987. Vegamálastjóri. landsriðli mótins. Völsungar urðu hlutskarpastir í keppni A- liða en KA-menn í keppni B- liða. í keppni A-liða var leikið í tveimur riðlum. í A riðlinum léku KA, Þór, Leiftur og UMFS en í B riðli Völsungar, KS og Tindastóll og var leikin tvöföld umferð í þeim riðli þar sem liðin voru aðeins þrjú. Þórsarar unnu alla sína leiki í riðlinum og unnu sér rétt til að þess að leika til úr- slita við sigurliðið í B riðli um laust sæti í úrslitakeppninni. Þór vann KA 5:0, UMFS 5:3 og Leiftur 7:1. í B riðli sigruðu Völsungar mjög örugglega, þeir unnu KS- inga 9:3 og Tindastól 5:1 í fyrri umferðinni og í seinni umferð- inni unnu þeir Tindastól 2:0 og KS 9:0. Það voru því Þór og Völsungar sem léku um lausa sætið í keppni A liða. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru Völsung- ar sem unnu leikinn, þeir skor- uðu eitt mark án þess að Þórsur- um tækist að svara fyrir sig. Hall- dór Stefánsson skoraði þetta mikilvæga mark með skalla þegar þrjár mín. voru eftir af leiknum. í keppni B-liðanna var aðeins einn riðill og í honum léku KA, Þór, Tindastóll, KS og Völsung- ar. KA-menn unnu alla sína leiki og sá árangur dugði þeim til sigurs í riðlinum og sæti í úrslita- keppni B liða. KA vann Þór 2:1, Völsung 5:3, KS 5:0 og Tindastól 6:0. Sigþór Júlíusson skoraði 4 mörk fyrir Völsung gegn UMFS. Knattspyrna yngri flokka: Góð ferð Völs- Dalvík unga a UMFS og Völsungur léku tvo leiki á Dalvík á laugardag í Norðurlandsriðli yngri flokka í knattspyrnu. Völsungar gerðu góða ferð, því þeir unnu mjög Knattspyrna 2. flokks: Möguleikar KA minnkuðu til muna - eftir tap gegn Þór Stelpurnar í 2. flokki Þórs, unnu nokkuð óvæntan sigur á KA-stelpunum í fyrrakvöld, er liðin áttust við á Þórsvelli á íslandsmótinu í knattspyrnu. Við þetta tap minnkuðu möguleikar KA-stelpna á því að komast í sjálfan úrslitaleik- inn en þær stóðu nokkuð vel Eydís Marinósdóttir skoraði fyrir KA gegn Völsungi. að vígi fyrir leikinn við Þór. Leikurinn fór fram á malarvelli Þórs við nokkuð slæmar aðstæð- ur. KA lék undan vindi í fyrri hálfleik og sótti mjög stíft að marki Þórs. Liðinu tókst aðeins að skora eitt mark, Linda Her- steinsdóttir skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. í síðari hálfleik náðu Þórs- stelpurnar að skora tvö mörk og dugðu þau til sigurs. Sveindís Benediktsdóttir skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn en skömmu síðar skoraði Ellen Óskarsdóttir sigur- markið. Völsungur lék fyrir sunnan: Stelpurnar í 2. flokki Völsungs léku tvo leiki fyrir sunnan um helgina á íslandsmótinu. Fyrri leikurinn var gegn KR og tapað- ist hann stórt, 0:7. Seinni leikur- inn var gegn Val og tapaðist hann einnig, 1:3 en það var Anna íris Sigurðardóttir sem skoraði mark Völsungs í þeim leik. Fyrir skömmu sóttu stelpurnar í 2. flokki KA, Völsungsstelpurn- ar heim og var leikurinn liður í íslandsmótinu. KA fór heim með sigur, 2:1. Eydís Marinósdóttir skoraði fyrst fyrir KA en Pálína Bragadóttir jafnaði fyrir Völsung. Sigurmark KA var síð- an sjálfsmark eins af varnar- mönnum Völsungs. öruggan sigur í 5. flokki en lið- in skildu jöfn í 4. flokki. Völsungar sem hafa á að skipa mjög öflugu liði í 5. flokki unnu stórsigur 10:1. Sigþór „Coppel" Júlíusson skoraði 4 mörk fyrir liðið en þeir Ágúst Örn Gíslason og Guðni Rúnar Helgason skor- uðu 3 mörk hvor. í leik liðanna í 4. flokki varð jafntefli, hvort lið skoraði tvö mörk. Gunnlaugur Gunnlaugs- son og Emil Einarsson skoruðu fyrir heimamenn en þeir Jónas Grani Garðarsson og Matthías Einarsson fyrir Völsung. 2. deild kvenna: KS sigraði Gmndarfjörð KS sigraði lið Grundarfjarðar á Siglufirði á sunnudag. Leikurinn var liður í 2. deild kvenna og skoruðu KS-stelp- urnar sex mörk án þess að gestunum tækist að svara fyrir sig. Þetta var annar sigur liðsins í jafnmörgum leikjum í deildinni og er liðið til alls líklegt í sumar. KS skoraði þrjú mörk í hvorum hálfleik. Linda Gylfadóttir skor- aði þrjú marka liðsins en þær Sigurlaug Guðjónsdóttir, Ásta Katrín Helgadóttir og Rósa Ómarsdóttir eitt mark hver. Næsti leikur liðsins er gegn Skallagrími á sunnudag og fer hann fram á Siglufirði. 4. flokkur, KS-Leiftur: Á eftir leik KS og Grundar- fjarðar, léku KS og Leiftur í 4. flokki. Leikurinn var liður Norðurlandsriðli á íslandsmótinu og sigruðu KS-ingar mjög örugg- lega 8:1. Gísli Valsson var í miklu stuði í leiknum og skoraði 5 mörk, Óli Þór Hrafnkelsson skoraði 2 mörk og Óskar Helga- son 1. Mark Ólafsfirðinga skor- aði Júlíus Bjarnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.