Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 3
'C8fcf i»dmðtuðð -t - RUöAQ -- £ 3. september 1987 - DAGUR - 3 Samæfing björgunarsveita haldin á Möðmdalsöræfum I - Öllum björgunarsveitum á landinu hefur verið boðin þátttaka Um næstu helgi munu um 250 björgunarsveitamenn víðast hvar að af landinu taka þátt í samæfingu LHS, sem haldin verður á Möðrudalsöræfum. Samæfingar sem þessi eru reglulegir viðburðir og skiptast aðildasveitir Landssambands hjálparsveita skáta (LHS) á um að halda þær. Að þessu sinni er samæfingin í höndum Hjálparsveita skáta í Reykja- dal, Aðaldal, Fljótsdalshéraði og á Fjöllum. Öllum björgunarsveitum á landinu er boðið til æfingarinnar og skiptir þá engu til hvaða björgunarsamtaka þær heyra. Æfingin verður miðuð við land- björgun og svipar til fyrri æfinga. Kappkostað verður að hafa verk- efnin fjölþætt þannig að öll björgunarjrjálfun fái notið sín. Eins og á fyrri æfingum verður lögð áhersla á að hafa sem flest verkefni þannig að æfingin reyni á alla þátttakendur. Björgunarsveitir sem ætla að taka þátt í æfingunni verða að vera mættar í Möðrudal fyrir kl. ! 5, laugardagsmorguninn 5. sept- cmber. Áætlað er að ljúka æfing- unni um miðjan dag á sunnudeg- inum. Samæfingin verður keyrð eins og útkall þannig að þátttak- endur verða að vera sjálfum sér j nógir. Undantekning frá því er að á laugardagskvöldinu býður LHS þátttakendum upp á heitan kvöldverð. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Hermirinn tekinn formlega í notkun Sl. þriðjudagskvöld var hinn nýi og fullkomni vélarrúms- hermir Yerkmenntaskólans á Akureyri tekinn formlega í notkun. Hermir þessi er smíð- Áfengissalan: Töluverð aukning á Akureyri Sala áfengis hjá ÁTVR á Akureyri nam rúmum 77 millj- ónum á tímabilinu frá 1. aprfl til 30. júní. Sömu mánuöi í fyrra seldust veigar fyrir rúmar 56 milljónir og er aukningin 37,3%. Á Siglufirði er aukn- ingin 33,3% og á Sauðárkróki 47,5%. Á þessu þriggja mánaða tíma- bili hefur mest söluaukning, í krónum talin, orðið á Selfossi eða 48.9%. Sauðárkrókur kemur næstur, síðan Akureyri. ísfirð- ingar og íbúar Vestmannaeyja sitja á botninum með 25-26% aukningu. Ef hins vegar er miðað við fyrsta tímabilið, 1. janúar til 30. mars, þá hefur aukningin orðið mest í Vestmannaeyjum eða 60,4%, þá kemur Selfoss með 59,2%, Ákureyri með 51,2% og neðar á blaði eru Siglufjörður með 47,9% og Sauðárkrókur með 46,3% aukningu frá fyrra tímabili. SS aður hjá norska fyrirtækinu Norcontrol og hermir hann eft- ir 2400 hestafla díselvél af Wiechman gerð. Það var Sig- fús Jónsson, bæjarstjóri, sem gangsetti herminn og hóf „sigl- inguna.“ Bernharð Haraldsson, skóla- meistari verkmenntaskólans, sagði við þetta tækifæri að þegar hugmyndin að þessum kaupum hefði verið kynnt bæjarstjórn Akureyrar hefði hún tekið erind- inu vinsamlega og sýnt skilning á þörfum skólans eins og jafnan áður. Hinu væri ekki að leyna að hrifningin yfir tiltækinu hefði dofnað með kvaðrati fjarlægðar- innar og hefði jafnvel verið reynt að draga kjark úr forráðamönn- um verkmenntaskólans. Bernharð sagðist ekki ætla að rekja nákvæmlega það umstang sem framhaldið hefði kostað, það yrði að bíða þangað til saga skól- ans yrði rituð. Sagðist hann þess fullviss að árangur hefði ekki náðst nema til hefði komið sterk- ur stuðningur utan að og margir hefðu lagt þessu málefni lið þrátt fyrir að hafa ekki haft nema orð forráðamanna skólans fyrir ágæti þessara kaupa. Og Bernharð endaði ræðu sína á þessum orðum: „Og nú er að sjá hvernig til hefur tekist, hvort valið var ekki rétt hjá okkur. Nú skal athöfnin taka við af orðinu og nú skal róið. í þeirri fullvissu að hér sé stigið stórt framfara- spor í þágu ungs fólks, í þágu skólans, að nú sé stokkið inn í nýja framtíð, bið ég Sigfús Jónsson, bæjarstjóra, að gang- setja herminn og hefja sigling- una.“ JHB Urval af badminton vörum. Spaðar, boltar, skór og skyrtur. ivNSYNiNG 1987 í ÍPRÓTTAHÖLUNNIÁ ARUREYRI 28. ÁGÚST - 6.SEPTEM8ER FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 18.00 HEIMSÓKN í KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA. 20.00 HLJÓMSVEIT MICHAEL CLARK LEIKUR FYRIR GESTI Sýningin opin frá kl. 17-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.