Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 7
VSfÖf -siídmeíqse .€ - flUöAQ - ð 3. september 1987 - DAGUR - 7 þér að vera í samkeppni við sjálf- an þig sem einn af eigendum heildverslunarinnar? „Jú, jú, við bræðurnir erum í harðri samkeppni. Þetta er heið- arleg samkeppni en óneitanlega' gallhörð. Þetta er mjög gott, því samkeppni er til góðs. Ef farið er eftir leikreglunum er samkeppni mjög góð fyrir alla. Ég er hins vegar ekkert inni í rekstrinum á heildversluninni, þetta er bara erfðahluti sem ég á.“ - Þú segist hafa gaman af starfinu og þykja það spennandi? „Já, þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert. Þetta fyrirtæki er á mikilli uppleið. Það er búið að gera miklar breytingar á því og eftir þær er þetta ekki sama fyrir- tækið og það var fyrir örfáum vikum. Það er svo margt sem breytist við að fara að framleiða gos og öl á dósum. Þó að þetta sé sama innihaldið þá er þetta gjör- bylting því tæknin breytist svo mikið og markaðsmálin. Þetta lýtur allt öðrum lögmálum heldur en gömlu flöskurnar. Núna erum við að skipuleggja allt fyrirtækið upp á nýtt og um þessar breytingar verður kand- ídatsritgerðin mín. Það eru líka breytingar í umhverfinu. Sam- keppnin er orðin harðari en hún var og kemur til með að verða enn harðari. Það er verið að gera fyrirtækið sjálfstæðara en það hefur verið. Það hefur meira ver- ið rekið sem útibú frá Reykjavík. Það verður auðvitað áfram rekið í samvinnu við Sanitas í Reykja- vík. En til að við getum brugðist skjótar við öllum breytingum þá verður þetta fyrirtæki gert sjálf- stæðara. Það er fyrsta breytingin. Síðan fylgir allt á eftir. Allar þessar breytingar hafa auðvitað valdið því að starfsfólk- ið hefur þurft að tileinka sér ýms- ar nýjungar. Við erum alltaf að tæknivæðast til að „ auka fram- leiðnina“ eins og frægt er og þá er um að gera að vera fljótur að tiieinka sér tækninýjungar. En það þýðir ekkert að fjárfesta í tækninýjungum og breyta skipu- lagi ef grundvöllurinn, þ.e. þekk- ingin og getan er ekki fyrir hendi. Það var einmitt þessi ánægjulega staðreynd sem við mér blasti þeg- ar ég byrjaði hérna, að hér búa starfsmenn yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á þessari framleiðslu og svo dugnaði til að koma mál- um áfram. Þetta er einmitt aðal- ástæðan fyrir bjartsýni minni á framtíðina.“ Bjórinn framleiddur með gömlu aðferðinni Sami eigandi á Sana og Sani- tas, Páll Jónsson i Pólaris. Sömu vörurnar eru framleiddar hjá báðum fyrirtækjunum, nema hvað allur bjór er framleiddur hjá Sana, bæði fyrir Sana og Sanitas. Ég læði því að Baldvin hvort allur gróðinn af Sana fari þá suður í vasa eins manns. „Ég vil ekki orða það þannig.. Það hefur mikið verið fjárfest í fyrir- tækinu. Það er búið að leggja meira í fyrirtækið heldur en á hinn veginn. Það má líka líta á það að við höfum fyrirtækið hér í bænum og það eru ótal margir aðrir sem njóta góðs af veru þess hér. Á tímabili gekk Sana ekki nógu vel og það er búið að leggja verulega fjármuni í fyrirtækið til að byggja það upp. Þetta kemur öllu bæjarfélaginu til góða.“ - Hefur salan ekki aukist gíf- urlega eftir að dósirnar komu til? „Við urðum varir við að salan í létta bjórnum minnkaði. Við fór- um að skoða hvað væri um að vera. Niðurstaðan varð sú að það væri komin aukin samkeppni frá innfluttum bjór sem var aðallega á dósum. Við vissum það að gæð- in voru síður en svo lakari hjá okkur og höldum því að sjálf- sögðu fram og trúum að þau séu miklu meiri hjá okkur. Þessi inn- flutti bjór kemur aðallega frá Skandinavíu og þeir hafa freistast til að framleiða bjór með efna- fræðilegum aðferðum, m.a. til að spara korn. Við framleiðum hins vegar bjór með gömlu aðferðun- um eins og Þjóðverjar gera. Aðal- mismunurinn var því umbúðirn- ar. Það var því farið út í dósa- væðinguna, fyrst fyrir sunnan. Gosið þar var sett á dósir og í kjölfarið varð mikil söluaukning. Það var greinilegt að fólki líkaði þessar umbúðir. Þá var ákveðið að fara út í sams konar ævintýri hérna fyrir norðan og setja bjór- inn á dósir og salan hefur marg- faldast eftir það. Þó eru margir sem vilja meina að bjórinn sé betri á flöskum og við verðum því áfram með hann á flöskum líka.“ - Ef við snúum okkur aftur að náminu. Finnst þér þú hafa haft gagn af því sem stjórnandi? „Það er ljóst að ég hefði ekki viljað vera án reynslunnar sem ég hafði áður en ég fór í viðskipta- fræðina og ég vildi heldur ekki vera án þess sem ég hef lært í skólanum. Þetta helst því í hendur. Ég er búinn að telja sjálfum mér trú um að námið hafi nýst mér betur vegna reynslunnar sem ég hafði. Að ganga beint inn í framkvæmdastjórastöðu án þess að vera útskrifaður hefði aldrei gengið ef ég hefði ekki haft þá reynslu sem ég hafði." - Mér heyrist á öllu að þú haf- ir gaman af starfinu og lítir fram- tíðina björtum augum. „Já, svo sannarlega. Þetta er virkilega spennandi verkefni og mikið að gerast á þessu sviði núna,“ sagði Baldvin og við lát- um það vera lokaorðin. HJS Passa- myndir Gott úrvai mynda- ramma 'flnorðun IJHnnynol LJÓSMYN D A8TO FA Slmi 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri Gengisskráning Gengisskráning nr. 164 2. september 1987 Kaup Sala Bandaríkjadollar USD 38,770 38,890 Sterlingspund GBP 63,718 63,916 Kanadadollar CAD 29,453 29,544 Dönsk króna DKK 5,5660 5,5832 Norsk króna NOK 5,8437 5,8618 Sænsk króna SEK 6,0945 6,1133 Finnskt mark FIM 8,8445 8,8719 Franskurfranki FRF 6,4067 6,4265 Belgískur frankl BEC 1,0311 1,0343 Svissn. franki CHF 25,9765 26,0570 Holl. gyllini NLG 19,0240 19,0829 Vesturþýskt mark DEM 21,4335 21,4998 Itölsk llra ITL 0,02961 0,02970 Austurr. sch. ATS 3,0450 3,0544 Portug. escudo PTE 0,2727 0,2736 Spánskur peseti ESP 0,3194 0,3204 Japansktyen JPY 0,27467 0,27552 írskt pund IEP 57,079 57,256 SDRþann1.9. XDR 50,2004 50,3556 ECU - Evrópum. XEU 44,4207 44,5582 Belgískurfr. fin BEL 1,0246 1,0277 J Vorum að taka upp nýjar vörur á mjög góðu verði 3 gerðir af peysum. Verð frá kr. 1.225.-. Pils, nýtt snið. Verð kr. 1.535^. Nýtt snið í jogginggöllum. V V Grsllinin Myndabolir með Bm^m-m/% og án hettu. g/já /f 0g Jiann Ódýru íþróttasokkarnir komnir aftur. Sunnuhlíð 12, sími 22484. Ritföng Námsbækur Skólavörur í úrvali. ■Bókabúðin EddaB Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 Blöndukarlinn r a Iðnsýningu Blöndukarlinn kemur á staðinn: fimmtud. föstud. laugard. sunnud. 3. sept. 4. sept. 5. sept. 6. sept. kl. 20-22 kl. 20-22 kl. 17-18 kl. 17-18 Mætum öll. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.