Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. september 1987 U [jj um Hrísey Hvað skyldi fólki helst detta í hug þegar Hrísey er nefnd á nafn? Líklegt er að einhver muni eftir nautakjötinu vin- sæla sem einungis fæst á eyjunni. Minnugum kynni að detta í hug að Hrísey er eina þorpið á íslandi þar sem göturnar eru hellulagðar, þeir sem áhuga og vit hafa á landafræði vita kannski að Hrísey er önnur stærsta eyja við ísland og að þar búa um 300 manns. Ekki er svo ólík- legt að einhverjum náttúruunnenda dytti í hug að á eyj- unni er eitt mesta rjúpnavarp á íslandi. En það sem flest- um dettur eflaust í hug er fiskur, fiskur og aftur fiskur, það var því engin tilviljun að við heimsóttum fisk- vinnsluhús KEA fyrst staða þegar við lögðum leið okkar til Hríseyjar nú fyrir skömmu. Linda Tryggvadóttir, Eva Gunnarsdóttir og Aníta Stefánsdóttir Þegar okkur bar að garði í frysti- húsinu var pása og allt starfsfólk- ið statt í kaffistofunni önnum kafið við að lesa Dag og drekka kaffið sitt. Við eitt borðið sátu vinkonurnar Linda, Eva og Aníta, allar Hríseyingar og voru þær tilbúnar til að koma á smá spjall. - Hvað gera unglingar í Hrís- ey? „Það er nú lítið hægt að gera, það er helst að spóka sig um á eyjunni, fara í sund eða hanga í sjoppunni á kvöldin. Reyndar er orðið ansi mikið um sjónvarps- gláp, við náum Akureyrarstöð- inni og það er afruglari í um það bil helmingi húsa hér í eyjunni." - Er félagslífið þá lítið? „Já það er frekar lítið, t.d. er allt of lítið um böll." - En getið þið ekki skapað félagslíf sjálfar? „Nei það er svo erfitt að maður stendur ekki í því með fullri vinnu." - Einhverjar íþróttir hlýtur nú að vera hægt að æfa? „Já hér er hægt að æfa frjálsar, fótbolta og sund." Og til marks um getu Hrísey- inga í sundíþróttinni má nefna að á nýliðnu UMSE móti í sundi, sem haldið var á Þelamörk, vann sundfólk úr eyjunni báða bikar- ana sem veittir voru til verðlauna á mótinu. - Hvernig er með skóla á eyj- unni? „Skólinn hér er upp í 8. bekk, hér er ekkert kennaravandamál en eini gallinn er sá að íþrótta- kennslan fer fram í félagsheimil- inu." - Hvert farið þið í skóla að loknum 8. bekk? „Til Dalvíkur, Hrísey á hlut í heimavistinni þar og okkur er vísað þangað." - Hvað með ferðamanna- strauminn í Hrísey? „Hann er mjög mikill, það er helst Brekka með kjötið sem trekkir að, svo eru fallegar gönguleiðir um eyjuna sem fólk gengur um." - Er mikið um það að aðkomu- fólk sé hér í vinnu á sumrin? „Já, ætli hátt í helmingur ung- linganna hér sé ekki utanaðkom- andi." - Ykkur hefur ekki dottið í hug að fá ykkur vinnu annars staðar en í Hrísey? „Nei, Hrísey er góður staður, hér er mikil vinna og þar af leið- andi fínt kaup og svo skreppum við bara inn á Akureyri að eyða." Árni Ólafsson og Kristján Hallgrímsson Við höfðum varla smellt mynd- um af stelpunum þegar hvell bjalla kvað við, pása búin, og all- ir flykktust niður í vinnslusal, við fylgdum straumnum og enduðum einhvers staðar á bakvið, þar sem Árni og Stjáni stóðu í ströngu. Þrátt fyrir annríki þeirra náðum við að spyrja þá nokkurra spurn- inga. - Strákar er gaman hérna? „Nei, hér er hundleiðinlegt, maður vinnur svo hræðilega mik- ið eða allt frá 12 og upp í 18 tíma, en þetta er eini staðurinn þar sem hægt er að fá vinnu fyrir utan það að fara á sjóinn." - Þið hljótið að græða vel fyrst svona mikið er unnið? „Nei, miðað við verðmæta- sköpunina eru launin léleg." - Árni, nú ert þú frá Akur- eyri, af hverju kemur þú til Hrís- eyjar að vinna? „Ég fæ hvergi eins mikla vinnu í bænum og ég fæ hér, nú svo er þetta ekki fyrsta sjávarplássið sem ég er á, því undanfarin sum- ur hef ég t.d. verið á Patró og Tálknafirði." - Eru verbúðir hér fyrir aðkomufólk? „Já við búum hér ókeypis í verbúð, við vorum 10 hér í fyrstu en fækkaði í 4, núna er okkur að fjölga aftur því það er von á tveim mönnum frá Ghana." - Er líf og fjör á verbúðunum? ' „Nei sjáið nú til, á kvöldin þeg- ar maður er búinn að vinna er maður svo uppgefinn að maður fer beina leið að sofa og um helg- ar fer maður til Akureyrar, þá tæmast verbúðirnar. Það var helst að Kani og einhver lista- kona væru hérna eftir, kannski hafa þau skemmt sér." - Kristján, þúert Hríseyingur, ætlar þú að vera það áfram? „Ég er ekki ákveðinn með það, ég kláraði 9. bekk í vetur og ætla að taka mér frí frá skóla í ár, svo sér maður bara til." - Hvað segið þið um ferða- mannastrauminn til Hríseyjar? „Hann hefur sjálfsagt batnað eftir að nýja ferjan kom," segir Kristján og hugsar með hálfgerð- um hryllingi til gömlu „ferjunn- ar." - Hvað með Gallowaykjötið? „Ég hef nú aldrei smakkað það," segir Kristján. „Og ég fæ það ekki keypt í kaupfélaginu," bætir Árni við. - Eruð þið virkir í félagslíf- inu? „Það er nú ekki mikið félagslíf til að vera virkur í, en að vísu Lilja Sigurðardóttir og Edda Heiðarsdóttir. þau, þá er úrvalið hér hreint ekki nóg," segir Árni háfleygur og svo glotta þeir félagar hvor til annars. Hjörtur Birgisson Næst lá leið okkar í Borg sem er saltfisk- og skreiðarverkun. Þar var okkur vísað á 14 ára hressan strák, sem svaraði þannig spurn- ingunni um hvernig það væri að búa í Hrísey: „Það er bara alls ekki svo slæmt, á veturna er það skólinn, svo eru stundum böll og árshátíð- ir fyrir þá sem komnir eru yfir fermingaraldurinn. Á sumrin er það vinnan, ég vinn hér frá átta á morgnana til fimm eða sjö á daginn, í frístundum hjóla ég og horfi töluvert mikið á sjónvarp." - Byrja unglingarnir hér svona snemma að vinna í fiski? „Ja, yfirleitt er miðað við ferm- ingaraldurinn en þegar mikið er að gera eru krakkar niður í 12 ára að vinna hér, annars fá þeir vinnu í bæjarvinnunni við að fegra og hreinsa eyjuna." - Eiga Hríseyingar mikið af seglbrettum og fjórhjólum? „Nei, mér líst reyndar ekkert á seglbrettin, hins vegar voru hér tvö fjórhjól en nú er búið að selja annað þeirra." - Finnst þér vanta eitthvað í Hrísey? „Nei mér finnst ég hafa allt, Árni Ólafss verður ball hérna um næstu helgi (ATH. viðtalið tekið fyrir síðustu helgi.) og þá verður mikið fjör, fólk kemur jafnvel frá Dalvík og af Ströndinni til að skemmta sér með okkur." - Þið hljótið þó að vera virkir í íþróttum? „Hann Kristján er jú í fótbolta með Narfa, liðinu hérna í Hrísey og hann spilar svo til hvaða stöðu sem er." - Að lokum strákar, er ekki mikið af sætum stelpum í Hrísey? „Ég hef nú verið í mörgum sjávarplássum og ef ég miða við I þessum skúr hittast krakkarnir á kvöldin og ræða málin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.