Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 9
3. september 1987 - DAGUR - 9 Myndir og texti: Rut Valgarðsdóttir og Heiga Kristjánsdóttir. það væri þó ágætt að hafa bíó, það var hérna einu sinni maður sem var með sýningarvél og sýndi myndir en það datt alveg upp- fyrir." - Ætlar þú að búa í Hrísey í framtíðinni? „Nei ekki í framtíðinni, maður á alveg örugglega eftir að flytja í burtu.“ Edda Heiðarsdóttir og Lilja Sigurðardóttir Fyrir utan verslun kaupfélagsins hittum við tvær ungar mæður, þær Eddu, sem flutti til Hríseyjar fyrir 8 árum og Lilju sem hefur búið þar í 5 ár. En hvernig skyldi þeim finnast að búa í Hrísey? „Hér er mjög gott að búa, hér er rólegt og alveg sérstaklega fallegt, íbúarnir hérna eru líka alveg einstaklega gott fólk, það er helst á veturna að það vanti Guðrún Sigurgeirsdóttir Við gerðum fleiri en eina tilraun til að ná tali af Guðrúnu sem er að vinna á veitingahúsinii Brekku. Húsið var alltaf yfirfullt og allir síarfsmenn á þönum. í þriðju tilraun voru gestirnir flest- ir farnir og Guðrún átti smá tíma Linda Tryggvadóttir, Eva Gunnarsdóttir og Aníta Stefánsdóttir. afsson og Kristján Hallgrímsson. eitthvað til skemmtunar, við erum að vísu í saumaklúbbi en aðra skemmtun sækjum við bara í land, það er ekkert mál að skella sér í bæinn.“ - Þið munduð þá ekki frekar vilja búa í landi? „Nei við viljum ekki flytja í land, alls ekki.“ - Er það almenn skoðun Hrís- eyinga að vilja vera áfram hér í eyjunni? „Já a.m.k. hjá fullorðna fólk- inu, unglingarnir sjá hins vegar litla framtíð í staðnum og þá aðallega þeir sem ætla í fram- haldsnám, þeir fá enga vinnu við sitt hæfi hér og raunar er frysti- húsið svo til eini vinnustaðurinn hér og þá er Hrísey ekki spenn- andi.“ - Eruð þið hrifnar af kjötinu sem gerir Hrísey svona vinsæla? „Já það er ágætt en annars borða Hríseyingar h'tið af því sjálfir." handa okkur í spjall. En skyldi hún vera fæddur og uppalinn Hríseyingur? „Nei alls ekki, ég á lögheimili í Bárðardal en hef verið við nám og störf í Reykjavík undanfarin ár.“ - Hvernig datt þér þá í hug að koma til Hríseyjar? „Systir mín er kokkur hér á Brekku, hún útvegaði mér vinnu og húsnæði og ég sló ti!.“ - Hvernig hefur þér svo líkað vistin? „Mér hefur líkað mjög vel hérna, ég hef að vísu kynnst fáum unglingum því að vinnutím- inn hjá mér stangast á við vinnu- tímann hjá unglingunum í frysti- húsinu, svo þegar ég á langt frí þá fer ég austur í Bárðardal eða til Húsavíkur, þannig að ég legg mig svo sem ekkert eftir því að kynn- ast neinum.“ - Hvað kom þér mest á óvart þegar þú komst hingað? -Ég vissi náttúrlega lítið um eyna þegar ég kom hingað, en ætli það hafi ekki helst verið hvað staðurinn er ólíkur öðrum stöð- um sem ég þekki.“ - Er Brekka vinsæl á meðal ferðamanna? „Já, að vísu koma flestir útlendingarnir hingað á eyjuna til að skoða en íslendingarnir koma til að borða, flestir labba meira að segja beint úr ferjunni og hingað.“ - Hvað eruð þið með á mat- seðlinum? „Það eru fjölbreyttir réttir, en mesta salan er í Galloway steik- inni, hún er matreidd á mismun- andi hátt, en þetta eru allt mínútu- steikur." - Að lokum Guðrún, ráðlegg- ur þú öðrum að koma til Hríseyj- ar í vinnu? „Já endilega, þetta er svo mikil uppljfun, það er erfitt að útskýra þetta, maður verður bara að prófa." spurning vikunnac Hvernig fannst þér dagskráin á Akureyrarafmælinu? Arnar Bergþórsson: Hún var góð, a.m.k flest í henni. Það var gaman á tónleikunum í göngugötunni. Jú, þetta var bara ágætt. Eggert Benjamínsson: Það sem ég sá fannst mér gott. Ég sá hljómsveitirnar í göngu- götunni og þær voru fínar. Síð- an fannst mér leikklúbburinn komast vel frá sínu. Ég sá hann að vísu ekki en... Óli Örn Andreasen: Mér fannst framkvæmdin á henni mjög góð en efnislega fannst mér hún ekkert sérstök. Mér fannst t.d. dagskráin í göngugötunni ekki nógu góö upp á það að gera. Grétar Viðarsson: Mér fannst hún góð, a.m.k. það sem ég sá af henni. Annars var ég að vinna mestallan tímann | og gat lítið fylgst með. En ég var ánægður með hversu góð þátttaka var í hátíðarhöldunum. Björn Steingrímsson: Mér fannst hún alveg Ijómandi. Þetta var ágætt hérna í bænum en mér fannst skemmtilegast í Lystigarðinum. Maður er orðinn svo gamall í hettunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.