Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 03.09.1987, Blaðsíða 13
3. september 1987 - DAGUR -13 Gerðist nú loft lævi blandið og þegar leið að landsþingi 1986 fæddist tillaga í stjórn LH sem þeir voru guð- feður að, áðurnefndur Egill Bjarna- son, framkvæmdastjóri LH, Guð- mundur Ó. Guðmundsson fyrrum framkvæmdastjóri Vindheimamela, ásamt þáverandi varaformanni LH Leif Jóhannessyni, núverandi for- manni LH. Var þar lagt til að þing LH ákvæði að einungis tveir staðir á landinu yrðu valdir til landsmóts- halds í framtíðinni, annar á Suður- landi og hinn á Norðurlandi, og þing- ið ákvæði síðan hvaða staðir það yrðu. í ýtarlegri greinargerð þeirra höfunda voru tveir staðir nefndir á nafn, Gaddstaðaflatir á Rangárvöll- um og Vindheimamelar í Skagafirði og lýst kostum þeirra en ekki aðrir staðir nefndir á nafn. Þáverandi varamaður í stjórn LH, Jón Ól. Sig- fússon í Létti, gagnrýndi framkomna tillögu harðlega og lét bóka eftirfar- andi: „Ég undirritaður mótmæli harð- lega skipun þeirra Egils Bjarnasonar og Guðmundar Ó. Guðmundssonar í nefnd þá, sem undirbúa á tillögu og greinargerð um framtíðarskipulag landsmóta sem áætlað er að leggja fyrir nk. landsþing. Vegna tengsla þeirra beggja við ákveðið mótssvæði er ekki þess hlutleysis gætt sem vera þarf þegar landssambandið sjálft á í hlut, ekki síst þegar fjallað er um jafn viðkvæmt deilumál og niðurröð- un landsmóta er. “ Ekki lét stjóm LH þessi mótmæli raska á neinn hátt hugmyndum sín- um um landsmótsstaði og unnu áður- nefndir menn áfram að tillögugerð. Á þeim stutta tíma sem eftir lifði til landsþings, vígbjuggust menn af kappi og ljóst þótti vera að draga mundi til stórra tíðinda á þinginu. Að vanda var þar skipt í umræðu- hópa og kom stóra tillagan til móta- nefndar. Urðu talsverðar umræður um hana og þar sagði Sveinn Guð- mundsson formaður Léttfeta á Sauð- árkróki m.a. að áðurnefnd Varma- hlíðarsamþykkt hefði bara verið hugsuð sem dúsa upp í Eyfirðinga til að fá vinnufrið fyrir landsmótið. Kom þar einnig fram í máli Eyfirð- inga að ef tillagan yrði samþykkt myndu þeir ekki bjóða Melgerðis- mela fram sem annan landsmótsstað- inn því það samræmdist ekki skoðun- um þeirra varðandi mótahald og uppbyggingu mótssvæða. Málalyktir urðu þær að samþykkt var óbreytt ástand varðandi staðarval, þ.e. stjóm LH falið ákvörðunarvald eins og verið hafði en skipuð milliþinga- nefnd til að leggja fram tillögur um fyrirkomulag stærri móta í framtíð- inni. Má með sanni segja að stefna stjórnar LH í þessu máli hafi beðið þarna skipbrot og henni gefið það berlega í ljós að tveir staðir til lands- mótshalds væri ekki það sem meiri- hluti hestamanna á landinu vildi. Skammt var til fjórðungsmóts 1987 og enn hélt uppbygging Melgerðis- mela áfram. Er skemmst frá því að segja að það mót tókst mjög vel og hrifning mótsgesta á svæðinu var mjög mikil. Hugðum við gott til glóðarinnar með afgreiðslu stjórnar LH varðandi landsmótsstað þar sem við vomm aftur einu umsækjendurn- ir. En hvað gerist? Gengið er til atkvæða og leikar fara nú 5 atkv. á móti 2, Vindheimamelum í vil sem höfðu ekki einu sinni sótt formlega um mótið. Okkur setti hljóða þegar tíðindin bárust í gegnum Morgun- blaðið og með einkaviðræðum, því ekki hafði stjórn LH né hinn dug- mikli framkvæmdastjóri þeirra Guð- mundur Ó. Guðmundsson fyrir því að tilkynna aðildarfélögum Mel- gerðismela úrskurðinn né á hverju synjunin byggðist. Enn höfðu Eyfirð- ingar verið lítillækkaðir og hunsaðir. Hvað lá til grundvallar þessari ákvörðun? Sl. vetur sendi stjórn LH út spurningalista með þremur spurn- ingum þar sem spurt var, í fyrsta lagi hvort viðkomandi félag hafi stað til landsmóts upp á að bjóða, í öðru lagi hvar þau kjósi að haída landsmót og í þriðja lagi hvort þau muni standa að mótahaldinu á svipuðum grunni og verið hafi, burtséð frá því hvar það yrði haldið. Samkv. svörum komu tveir staðir til greina og vildu 9 fara á Vindheimamela en 6 á Mel- gerðismela en tvö félög létu ósvarað þessari spurningu. Varðandi 3ja lið kváðust allir myndu standa að móti á Melgerðismelum en tvö félög kváð- ust ekki standa að móti á Vindheima- melum. Átti stjórn LH að vera ljóst samkvæmt þessu að með þessari ákvörðun var hún að sundra sam- starfi norðlensku félaganna og vekja upp úlfúð og illdeilur milli héraða. Er raunar óskiljanlegt að stjórn LH skyldi velja þessa aðferð, en ef til vill vantaði þá eitthvert hálmstrá til að skýla sér á bak við og geta þar með bent á einhvern annan. Slík skoðana- könnun er líka ákaflega óréttlát gagnvart öðrum félögum í LH, því fengu þau ekki líka að benda á sinn óskastað, þetta er nú einu sinni landsmót en ekki bara fyrir Norð- lendinga eina. Einnig er það óskiljanlegt að meirihluti stjórnar LH skuli hunsa algjörlega Varma- hlíðarsamþykktina sem þáverandi formaður og stjórn LH höfðu for- göngu um. Segir Albert Jóhannsson í viðtali við „Hestinn okkar“, 1. tbl. 1987 frá aðdraganda þess og segir þar m.a.: „Par var í grófum dráttum gefin út viljayfirlýsing um það hvernig móts- hald í fjórðungnum skyldi háttað þennan áratug. Og það sem er að gerast núna er það, að menn virðast ATVINNA UUariðnaðiir Okkur vantar nú þegar starfsfólk við ýmiss framleiðslustörf, m.a. i Loðbandadeild á dv. og kv. við spuna og kembingu. Prjónadeild á kv. og nv. við prjón, ýfingu og fleira og svo við ýmislegt annað á öllum vöktum. Unnið er eftir bónuskerfí sem gefur góða tekjumöguleika. Mötuneyti er á staðnum. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. IDNAÐARDEILD SAMBANDSINS GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900 ekki hafa tekið það alvarlega eða gleymt því. “ Og hér erum við ef til vill komin að kjarna málsins. Hvað er það sem gef- ur meirihlutra stjómar LH vald til að hunsa þessa samþykkt sem þáverandi stjórn stóð fyrir og ritaði undir? Parf e(j til vill að fara að skrifa í fundar- samþykktir, hvort fara eigi eftir þeim eða ekki? Okkur sýnist harla lítið vera að gera með fundi af þessu tagi ef slík vinnubrögð eiga að vera ráð- andi í framtíðinni. Lýsir þessi afstaða meirihluta stjórnar LH og einnig stjórna þeirra hestamannafélaga sem tóku sömu afstöðu, fádæma tillits- leysi gagnvart þeim sem að áður- nefndri samþykkt stóðu. Skal engan undra þótt hrikti í innviðum LH þeg- ar svona er á málum haldið og ey- firsku félögin sjái ekki tilgang með veru sinni í LH. Eflaust koma fram þær raddir að nú þegar ákvörðunin sé tekin eigi félögin á Norðurlandi að snúa bökum saman og láta sem ekk- ert hafi í skorist. Nei, takk. Við erum búin að fá á báða vangana og kærum okkur ekki um meira af slíku góð- gæti. Ef þetta eru vinir okkar, hvern- ig eru þá óvinirnir? Stjórn LH hefur með þessari ákvörðun sundrað fé- lagsskap þeim sem átti að vera sam- einingarafl og kraftur hestamanna um land allt. Þeirra er skömmin og ábyrgðin. Stjórnir hestamannafélaganna Funa, Léttis og Þráins Ertu á leið í vetrarírí? London — Amsterdam — Hamborg — Luxemborg — Kaupmannahöfn — Glasgow Helgar- og vikuferðir í allan vetur. P.S.Konur: Örfá sæti laus í „Kvennaferðina5.október. Samvinnuferóir-Landsýn Skipagötu 14 - Símar 27200 og 21400 Vélstjóri óskast á Særúnu frá Arskógssandi. Upplýsingar í síma 96-61946. T résmiðir - T résmiðir Trésmiði vantar til starfa í Reykjavík. Laun ca. 150 þús. á mán. Frítt húsnæði og ferðir. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 22890. Plasteinangrun óskar eftir að ráða starfsfólk til framtíðarstarfa. Unnið á vöktum, góð laun í boði. Upplýsingar hjá framleiðslustjóra eða verkstjóra á staðnum (ekki í síma). Plasteinangrun Óseyri 3, Akureyri Óskum eftir að ráða menn til starfa sem fyrst Mikil vinna framundan. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Dags fyrir 10. sept. n.k. VERKVAL Blaðamaður á Blönduósi Dagur óskar eftir að ráða blaðamann með aðsetri á Blönduósi. Gert er ráð fyrir að blaðamaðurinn annist einnig dreifingu blaðsins á Blönduósi. Nánari upplýsingar gefur Áskell Þórisson í síma 24222. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi VtSA Urvais gott kálfakjöt - Hvalkjöt mjög ódýrt - Nýtt folaldakjöt á góðu verði og svo vestfirski hákarlinn Ijúffengi. Komið í Hrísalund og kynnist glæsilegu kjötborði. Kjörmarkaður KEA ’

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.