Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 06.10.1987, Blaðsíða 16
Samið um fiskverð við togarasjómenn á Dalvík: Septembersamn- ingurinn áfram í gildi - Frystihúsið greiðir 32,56 kr. fyrir kílóið af 1,9 kílóa þorski Fyrir stuttu var gerður samn- ingur milli Frystihúss KEA á Dalvík og sjómanna um lág- marksverð á físki í kjölfar þess að sjómenn á togaranum Björgúlfí neituðu að halda til veiða. Þessi samningur gilti fyrir septembermánuð og var því laus síðastliðinn fímmtu- dag. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, sjávarútvegsfulltrúa KEA var haldinn fundur með sjómönnum og fiskkaupendum á Dalvík um helgina þar sem samkomulag tókst um að samningur þessi verði áfram í gndi en sjómenn samþykktu að taka tilboði fisk- kaupenda um að samningurinn gilti áfram. Samkvæmt samningnum er miðað við meðalverð á fiski á Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði á tímabilinu frá 15. júní til 5. september. Þetta hljóðar upp á 32,56 kr. á kíló fyrir 1,9 kílóa þorsk. Kristján sagði að síðan breyttist verðið um 85 aura á hver 100 grömm hvort sem um væri að ræða léttari eða þyngri fisk. Fyrir aðrar fisktegundir greiðir frystihúsið fast verð sem miðað er við það verð sem fæst fyrir þær tegundir á útgerðarstöðunum næst Dalvík. Frystihúsið greiðir 30 krónur fyrir hálfs til þriggja kílóa lúðu, 64 kr. fyrir kílóið af lúðu frá þremur til 10 kíló og 84 krónur fyrir kílóið af lúðu þyngri en 10 kíló. Þá greiðir húsið 37 kr. fyrir kíló af tveggja kílóa ýsu, 14,10 kr. fyrir minni karfa og 17,80 fyrir stærri karfa. Loks greiðir húsið 14,70 kr. fyrir minni ufsa en 20 kr. fyrir stærri ufsa. Togararnir Björgvin og Björg- úlfur voru í höfn um helgina en Björgúlfur hélt til veiða á sunnu- dagsmorgun og Björgvin lét úr höfn í gær. JÓH Heilsugæslustöðin á Akureyri: Viðræður um ráðningu kvensjúkdóma- læknis í gangi Sem kunnugt er, hefur ekki verið starfandi kvensjúkdóma- læknir í föstu starfí við heilsu- gæslustöðina á Akureyri frá því sl. vor. Þar var beðið eftir að ákvörðun yrði tekin við FSA varðandi ráðningu sér- fræðings í kvensjúkdómum. Forsvarsmenn heilsugæslu- stöðvarinnar höfðu látið í Ijós ósk um að á FSA yrðu ráðnir tveir sérfræðingar í hálft starf hvor, þeir myndu síðan skipta með sér þeirri 60% stöðu sem til boða er við heilsugæslustöð- ina. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur einn læknir verið ráðinn við sjúkrahúsið í 100% stöðu. Að sögn Hjálmars Frey- steinssonar hafa þeir rætt við yfir- lækni Fæðingardeildar FSA um þátttöku lækna þar í starfi mæðraverndar og krabbameins- leitar á vegum heilsugæslustöðv- arinnar. „Þarna er ekki um að ræöa samning við sjúkrahúsið, heldur við þessa einstöku lækna,11 sagöi Hjálmar. „Viðræð- um er ekki lokið, en ef sam- komulag næst veröur það lagt fyrir stjórn heilsugæslustöðvar- innar til samþykkis eða höfnun- ar. Málin eru sem sagt í athug- un.“ VG Fyrsta skóflustungan??? Mynd: TLV „Ég stend við mínar skuldbindingai - segir Aðalgeir Finnsson vegna verkloka við Hlíð Aðalgeir Finnsson, verktaki við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri, hafði samband við Dag vegna fréttar sem birtist 2. október undir fyrirsögninni „Dvalarheimili aldraðra: Verk- lokum seinkar um 5 mánuði.“ Aðalgeir vill gera eftirfarandi athugasemdir við ummæli for- manns öldrunarráðs í fréttinni. „Ég vil benda á að gerð verk- samnings við fyrirtæki mitt dróst í meira en mánuð og fram- kvæmdir hófust því seinna en til stóð vegna þess að fyrri verktaki hafði ekki lokið við sinn verk- hluta. Starfsmenn mínir komust ekki að fyrr en mánuði seinna en gert var ráð fyrir í verk- og greiðsluáætlun. Þessi mynd er frá byggingaframkvæmdum við Dvaiarheimilið Hlíð árið 1984. Þær fjórar vikur sem hér er um að ræða færa verklokin því að öllu eðlilegu fram til 1. nóvember. Við tókum einnig að okkur auka- verkefni við Hlíð og það tók tíu daga. Þarna eru því komnar tæp- ar sex vikur. Bæjarstjóri hefur rætt um það við mig að ég þurfi ekki að flýta verkinu frekar því fyrsti áfangi muni standa full- búinn í einhverja mánuði því ekki fáist greiðslur frá bænum til að halda áfram svo hægt sé að taka húsið í notkun. Þetta eru atriði eins og lyfta, frágangur á lóð, málning utanhúss, stéttar við húsið, brunavarnakerfi, hrein- lætistæki og annar búnaður sem kemur mínu fyrirtæki ekki við. Ég hef gert öldrunarráði og formanni þess grein fyrir þessari seinkun í bréfi sem ég ritaði þeim og ég er undrandi á að formaður ráðsins skuli rugla saman eigin- legum verklokum og verklokum frá minni hendi. Ég hef að öðru leyti staðið við sámninginn og fengið greiðslur í samræmi við greiðslu- og verkáætlun eins og vera ber. Reikningarnir eru upp- áskrifaðir af embætti húsameist- ara og þeir eru ánægðir með vcrkiö. Eg stcfni ákveðið að því aö verkinu Ijúki 1. ágúst á næsta ári eins og talað er um í samn- ingnurn," sagði Aðalgeir að lokum. EHB Akureyri: Stungið af frá þremur ákeyrslum um helgina - lýst eftir vitnum Af og til gerist það að ekið er á kyrrstæða bíla og í mörgum til- fellum vilja þeir sem slíkt gera hverfa af vettvangi án þess að tilkynna brot sitt. Tjón þessi eru oftast lítil en þó dýr og mjög bagalegt að verða fyrir þeim. Um helgina virðist samviskupúkinn hafa yfírgefíð óvenju marga klaufska öku- menn því frá föstudegi til sunnudags var stungið af frá þremur ákeyrslum af þessu tagi. Um miðjan dag á föstudagin'n var ekið á bláan bíl af gerðinni Taunus á bílastæðinu fyrir utan Hótel KEA. Bíllinn sem ber einkennisstafina Þ-2767 skemmd- ist nokkuð að aftan. Á laugardagskvöld eða aðfara- nótt sunudagsins var ekið á bifreiðina A-1653 þar sem hún stóð við Tjarnarlund 16. Bifreið- in sem er af gerðinni Volkswagen Jetta skemmdist á vinstri hlið. Þriðja ákeyrslan sem stungið var af frá um helgina varð svo á sunnudaginn þegar ekið var á hvíta Chevrolet bifreið með númerið A-5500 á bílastæðinu fyrir utan Glerárkirkju. Atburð- urinn mun hafa átt sér stað á bil- inu 15.00-16.30. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lýsir eftir vitnum að þessum atburðum eða þeim sem ein- hverjar upplýsingar geta veitt til að finna hina seku. ET Pepsi Cola hraðskákmótið: Hannes Hlífar á sigurbraut Pepsi Cola hraðskákmótið var haldið í Víkurröst á Dalvík sl. laugardag á vegum Taflfélags Dalvíkur. Sana hf. gaf öll verð- laun sem námu alls 40.000 kr. Keppendur voru 32, þeirra á meðal Helgi Ólafsson stór- meistari og Hannes Hlífar Stefánsson heimsmeistari sveina. Hannes Hlífar sigraði glæsilega á þessu móti, hlaut 9 1/2 vinning af 11 mögulegum. Hann hafði tveggja vinninga forskot á Helga Ólafsson þegar tvær umferðir voru eftir en Hannes tapaði í síð- ustu umferðinni fyrir Rúnari Sigurpálssyni sem er ungur og efnilegur skákmaður frá Akur- eyri. Helgi varð í 2. sæti með 8 1/2 vinning. í 3. sæti varð Jón G. Viðarsson með 8 v. í 4.-5. sæti lentu þeir Rúnar Sigurpálsson og Þröstur Þórhallsson með 7 1/2 v. Þröstur Árnason varð í 6. sæti með 7 v. og jafnir í 7. sæti urðu þeir Gunnar Frcyr Rúnarsson, Davíð Ólafsson og Gunnar Björnsson með 6 1/2 vinning. Þessir skákmenn hlutu allir peningaverðlaun. Jóhann Tryggvason, umboðsmaður Pepsi Cola á Dalvík, afhenti verðlaun- in í mótslok. Mótið þótti takast mjög vel í aila staði. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.