Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 4. nóvember 1987 210. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta! . H-Lúx |k gæðaframköllun Hrað- framköllun Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422' Pósthólf 196 Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Samtök tónlistarskólastjóra: Uggandi um framtíö tónlistarskólanna - ef ríkið hættir þátttöku í rekstri „Engin lög eru til um tónlistar- skóla, önnur en lög um fjár- Fóstruskortur: Tillögu minnihlutans vísað frá Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gær frávísunartillögu við tillögu bæjarfulltrúanna Úlfhildar Rögnvaldsdóttur og Sigurðar Jóhannessonar, sem þau fluttu vegna hins alvarlega ástands sem skapast hefur á dagvistum bæjarins vegna skorts á fóstrum. Tillagan hljóðaði svo: „Ljóst er að alvarlegt ástand hefur skap- ast á dagvistum bæjarins vegna skorts á sérmenntuðu starfsfólki. Af þeirri ástæðu felur bæjar- stjórn félagsmálaráði að skipa þriggja manna nefnd er kanni leiðir til lausnar vandanum. Nefndin skili áliti fyrir 1. des- ember nk.“ Sigurður J. Sigurðsson flutti frávísunartillögu sem var sam- þykkt með sjö atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags. Bæjarfulltrúarnir Bergljót Rafn- ar og Freyr Ófeigsson lögðust einnig gegn tillögunni. Miklar umræður urðu um dag- vistarmál á fundinum vegna til- lögunnar en hún fékk ekki hljómgrunn fulltrúa meirihlutans eins og áður sagði. EHB hagslegan stuðning, og um leið og þessi fjárhagslegi stuðning- ur dettur út þá hafa skólarnir engan lagalegan starfsgrund- völl,“ sagði Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tónlist- arskólans á Akureyri. Fyrir- hugað er að ríkið hætti beinum fjárhagslegum stuðningi við tónlistarskólana og eru skóla- stjórar mjög uggandi um fram- tíðina. Bæjarráði Akureyrar hefur borist bréf frá samtökum tónlist- arskólastjóra, sem ritað er í tilefni fyrirhugaðrar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og hvernig þau mál snerti starfsemi tónlistarskóla landsins. I bréfinu er heitið á sveitarstjórn- armenn að íhuga afleiðingar þess ef ríkið hættir beinum fjárhags- legum stuðningi við tónlistarskól- ana og hvatt til samstöðu um að vernda þann árangur sem náðst hefur. Jón Hlöðver sagði að ríkið greiddi helminginn af launa- kostnaði tónlistarskólanna en tæki aðeins óverulegan þátt í rekstrinum að öðru leyti. „Það sem menn óttast mest er það að um leið og ríkið hættir að taka þátt í kostnaðinum þá verði ýms- um sveitarfélögum það um megn að standa straum af kostnaði við rekstur tónlistarskóla,“ sagði Jón Hlöðver. „Fólki finnst að hér sé verið að stíga skref afturábak, miðað við þá stefnu sem hefur verið ríkj- andi. Tónlistarnámið hefur verið að færast nær venjulegri og sjálf- sagðri menntun í skólakerfinu, en með þessu gæti það orðið að einhvers konar aukagrein á ný,“ sagði Jón Hlöðver og bætti því við að skólastjórar hefðu boðað til fundar á næstunni um þetta mál. SS Bergþór Ævarsson er að læra á trompet ■ Tónlistarskóla Akureyrar. Mynd: TLV. Loðnuflotinn: Tæpur helm- ingur kominn á veiðar Síöan á föstudag hefur loðnu verið landað fimm sinnum í loðnuverksmiðjunni í Krossa- nesi og hefur þá verið tekið á móti um 6000 tonnum af loðnu þessari vertíð á móti 25-30 þús- und lestum á sama tíma á síð- asta ári. Á föstudaginn kom Örn KE með 750 lestir og var síðan aftur á ferðinni á sunnudag með sama magn. Þá kom einnig Þórður Jónasson EA með 700 lestir. Veiði er greinilega með þokka- legasta móti því í fyrrinótt var kom Örninn enn inn til löndunar með 660 lestir. í gær var síðan unnið við löndun úr Hrafni GK sem var með um 650 lestir. Hjá loðnunefnd fengust þær fréttir að nú hefðu um 23 skip hafið veiðar, eða tæpur helming- ur loðnuflotans. í fyrradag til- kynntu 9 skip samtals um 6400 lestir sem telst gott. Veiðar höfðu þá gengið vel í vikutíma en í fyrrinótt var komin bræla og gátu þá ekki einu sinni togarar athafn- að sig á Strandagrunni þar sem loðnan er um þessar mundir. ET Slökkvistöövarbygging á Siglufirði? „Einfaldlega ekkert fjarmagn til - segir fsak Ólafsson bæjarstjóri (( Eins og Dagur skýrði frá er húsnæði það sem slökkvilið- ið á Siglufirði hefur til umráða í slæmu ásigkomulagi og að sögn slökkviliðsstjóra ófull- nægjandi fyrir starfsemi slökkviliðsins. Dagur spurði ísak Olafsson, bæjarstjóra á Siglufirði hvers vegna hafi ekki verið veitt fjármagni til bygg- ingar slökkvistöðvar á Siglu- firði eins og bæði Brunamála- Byggðastofnun gaf grænt ijós í gær: Slippstöðin fær lánsheimild til að smíða tvo togara Á fundi Byggðastofnunar í gær var samþykkt lántökuheimild til handa Slippstöðinni á Akur- eyri til að standa straum af byggingu tveggja togara á veg- um fyrirtækisins á næsta ári. „Stofnunin ákvað á fundi sín- um í gær að samþykkja þessa heimild,“ sagði Stefán Guð- mundsson alþingismaður og for- maður stjórnar Byggðastofnunar í samtali við Dag: „Þetta veitir Slippstöðinni heimild til að taka lán og standa þannig straum af byggingu þessara tveggja togara. Þeir munu ekki verða seldir og bætast þannig ekki í flotann, heldur munu þeir verða settir á „lager“. Þegar hins vegar útgerð- armenn eða fyrirtæki af einhverj- um orsökum þurfa að endurnýja skip sín geta þeir gengið að þess- um skipum hjá Slippstöðinni á Akureyri,“ sagði Stefán að lokum. Samkvæmt heimildum Dags hefur undirbúningur að þessu máli staðið yfir síðan í vor og með þessari lántökuheimild er síðustu hindruninni rutt úr vegi fyrir framkvæmdum. í ráði er að Skip I smíðum Akureyri. í Slippstöðinni á hefja smíði þessara skipa strax á næsta ári. „Þetta eru einhverjar allra bestu fréttir sem ég hef fengið lengi,“ sagði Hákon Hákonar- son, formaður Félags málmiðn- aðarmanna á Akureyri, í samtali við Dag. „Við erum mörg sem höfum barist fyrir því að fá verk- efni fyrir íslenskar skipasmíða- stöðvar. Þessi bardagi hefur ver- ið langur og strangur, en þessi úrslit sýna það og sanna að það borgar sig að takast á við verk- efnin þótt þau hafi virst vera óleysanleg í upphafi." AP sem er er stofnun og slökkviliðsstjóri höfdu ítrekað farið fram á. „Það hefur einfaldlega ekki verið neitt fjármagn til. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum aug- um en þetta er ekki það eina sem veita þarf fjármagni í. Við erum með áhaldahús sem er á undan- þágu og við erum með barna- heimili fyrir 100 börn einnig á undanþágu. Þetta bara spurning um hvar menn ætla að láta bera niður," sagði ísak. Aðspurður um hvort ekki væri ákveðin forgangsröð á þessum verkefnum sagði ísak að þar sem ekki væru neinir peningar til í þessi verkefni þá væri ekki um neina forgangsröð að ræða. Um þau ummæli slökkviliðs- stjóra að hann hafi sparað bæn- um fjármagn með tækjakaupum sagði ísak að unnið hefði verið undanfarið samkvæmt ákveðnu plani sem miðaði að því að byggja upp tækjabúnað slökkvi- liðsins og húsakost. Nú sé tækja- búnaður orðinn góður en ekkert hafi hins vegar orðið úr húsbygg- ingu. „Menn hafa á þessu tíma- bili endurnýjað tæki og bætt bún- að slökkviliðsins með því. Meira hefur einfaldlega ekki verið hægt að gera,“ sagði ísak. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.