Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. nóvember 1987 DACHJE ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framleiðnisjóður: Frestur til að gera fækkun- arsamninga framlengdur Ákveðið hefur verið að frestur sauðfjárframleiðcnda til að gera fækkunarsamninga að fullvirðisrétti verði framlengd- ur til 15. nóvember n.k. Jafn- framt hefur frestur til að óska eftir skiptum á fullvirðisrétti í kindakjöti og mjólk verið framlengdur til sama tíma. í fréttatilkynningu frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins segir að enn eigi margir bændur bústofn umfram fullvirðisrétt þó að það liggi ljóst fyrir að lítið verði um ónotaðan fullvirðisrétt frá næstu áramótum þar sem ákveðið hefur verið að greiða bændum fyrir ónotaðan fullvirð- isrétt. Framleiðnisjóður landbúnað- arins hefur samið við sláturleyfis- hafa um að slátra fé á vegum sjóðsins eftir því sem þarf þó slátrun sé lokið. Bændur hafa því enn tækifæri á að endurskoða ákvarðanir sínar um að setja á fé umfram fullvirðisrétt. í tilboðum Framleiðnisjóðs sem miða að fækkun sauðfjár er mjólkurframleiðendum á tiltekn- um svæðum sem einnig halda sauðfé gefinn kostur á að fá auk- inn fullvirðisrétt í mjólk gegn því að láta af hendi helmingi meiri fullvirðisrétt í dilkakjöti. Tilboð Framleiðnisjóðs stend- ur öllum framleiðendum til boða. Sérstakt tilboð er til bænda sem verða 67 ára fyrir árslok 1987 og eldri. Nánari upplýsingar veita búnaðarsamböndin á hverju svæði og annast þau skráningu á beiðnum um fækkunarsamninga. JOH Útgerö smábáta Síðastliðin þrjú ár hafa farið fram miklar umræður um útgerð smábáta og hugsanlegar takmarkanir á veiðum þeirra. Á fyrsta aðalfundi Landssambands smábátaeig- enda, sem haldinn var haustið 1986, vakti Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra máls á því að hjá því yrði ekki komist að stjórna veiðum smábáta til samræm- is bátum sem eru heldur stærri, þ.e. bátum sem eru yfir 10 tonn. Við sama tækifæri lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni að óhjákvæmilegt væri að taka málefni smá- bátaútgerðar til sérstakrar athugunar við þá endur- skoðun fiskveiðistefnunnar sem framundan væri. Smábátaeigendur hafa oft haldið því fram að ekki sé þörf á að takmarka veiðar smábáta með lögum eða reglum, einfaldlega vegna þess að veðurfar, afkasta- geta bátanna, veiðarfæri og aðrar aðstæður sjái til þess af sjálfu sér. Stjórnvöld eru ekki sama sinnis, þótt þau viðurkenni að þetta sé um margt rétt. Hins vegar hafi veiðarfæri, aukin tækni í fiskleitartækjum og öðrum bún- aði haft í för með sér að afkastageta þessara báta er miklu meiri en áður var. Þá hafi þær mælireglur, sem til þessa hafa gilt um stærð báta, verið gallaðar og gefið of mikið svigrúm. í dag sé því erfitt að skilgreina hvað séu smábátar og hvað ekki og því brýnni nauðsyn en áður að stjórna veiðum þessara báta til samræmis við báta yfir 10 tonnum, sem til þessa hafa verið innan kvótakerf- isins. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra ræddi fyrir- hugaðar takmarkanir á smábátaútgerð sérstaklega á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem hald- inn var í lok október. Þar benti hann á að þrátt fyrir viðvörunarorð hefðu á þriðja hundrað bátar verið smíð- aðir eða samið um smíði á hér á landi í ár og væri helm- ingur þessara báta mældur á bilinu 9,5 til 9,9 tonn. Síðan sagði sjávarútvegsráðherra: „Það er óumdeilt að fiskiskipafloti landsmanna er of stór og afkastageta hans mun meiri en afrakstursgeta fiskistofnanna við landið. Af því leiðir að nauðsyn hefur borið til að setja takmarkanir á leyfilegt aflamagn. Aukning á afkastagetu flotans, hvort sem það gerist með fjölgun fiskiskipa eða með því að ný og stærri og afkastameiri skip koma í stað gamalla, hefur þau áhrif að heildarkostnaður við að ná þessum takmarkaða afla á land eykst. Það er því nauðsynlegt af hálfu hins opin- bera að setja enn strangari veiðitakmarkanir á hvert skip eigi ekki að ofbjóða fiskistofnunum. Aukin hagkvæmni í sjávarútvegi er nauðsynleg ef skapa á þeim, sem við þennan atvinnuveg starfa, hærri laun. Auk hagrænna sjónarmiða er óæskilegt frá örygg- issjónarmiði að fjölgun skipa í flotanum sé fyrst og fremst í formi smábáta. Smábátaútgerð á ekki að vaxa einungis vegna þess að aðrar veiðar eru takmarkaðar. “ Astæða er til að taka undir þessi sjónarmið sjávarút- vegsráðherra. Jafnframt er rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd að smábátaútgerð er mjög hagkvæm við ýms- ar aðstæður og í reynd undirstaða byggðar í mörgum til- fellum. Sum byggðarlög hafa ekki önnur skip til hráefn- isöflunar en smærri báta. Sem dæmi um það má t.d. nefna Grímsey og Borgarfjörð eystri. Til smábátaútgerð- ar á slíkum stöðum þarf að taka sérstakt tillit og leysa vanda þeirra á viðunandi hátt. Ljóst er að fullur skilning- ur er á því innan sjávarútvegsráðuneytisins. BB. Eru reglur Framleiðnisjóðs fyrir fækkunarsamninga óréttlátar? - færri bændur geta gert fækkunarsamninga en vilja Haustið 1986 var um 12.000 fjár slátrað samkvæmt fækk- unarsamningum Framleiðni- sjóðs og gera má ráð fyrir að töluverðum fjölda hafi þegar verið slátrað á þessu hausti. Þó er vitað að margir bændur eiga bústofn fram yfir fullvirðisrétt sinn og með framlengingu frests til að gera fækkunar- samninga freistar Framleiðni- sjóður þess að ná til þessara framleiðenda. Margir bændur hafa hins vegar lýst óánægju sinni meðþær reglur sem settar eru í fækkunarsamn- ingum Framleiðnisjóðs. Telja þeir sig ekki hafa möguleika á aðlaga fjárfjöldann að fullvirðis- rétti sínum. Reglur Framleiðnisjóðs hljóða upp á að sauðfjárframleiðandi geti aðeins gert fækkunarsamn- ing ef hann á fleira fé á fóðrum en fullvirðisréttartalan er í ær- gildum. Ólafur Vagnsson, sauðfjár- ræktarráðunautur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar sagði í samtali við Dag að þeir bændur sem hefðu góðar afurðir eftir hverja vetrarfóðraða kind hafi ekki kost á fækkunarsamningi en þeir sem hefðu lakari afurðir fyrir hverja kind geti nýtt sér þessa samninga. „Sá bóndi sem hefur fullvirðis- rétt upp á 180 ærgildi en hefur framleitt allt niður undir 160 ærgildi hefur rétt á fækkunar- samningi en sá bóndi sem hefur 180 ær á fóðrum en framleiðir upp undir 200 ærgildi, eins og algengt er hefur ekki kost á að fá samning. Margir bændur hefðu viljað fækka sínu fé en geta það ekki vegna þessara ákvæða í samningum Framleiðnisjóðs. Þess vegna er ekki réttmætt að halda því fram að þeir hafi ekki brugðist við tilboðum Fram- leiðnisjóðs,“ sagði Ólafur. JÓH # Lottóið Gaman verður að fylgjast með því þegar nær dregur helginni hvernig salan í lottómiðum hefur gengið. Um síðustu helgi brást vélin góða sem velur númerakúl- urnar og 3 íslendingar hopp- uðu upp úr stólum sínum af kæti yfir að vera um 7 milljón- um ríkari. En Adam var ekki lengi í Paradís og tíu mínút- um síðar voru vonir marg- millanna orðnar að engu. Og þó. Stjón íslenskrar getspár bjargaði andlitinu og greiddi þessum aðilum tæpa milljón í „sárabætur". Ekki væri nú ónýtt að geta fengið slíkar upphæðir i hvert sinn sem menn verða fyrir vonbrigð- um. En víst er þó um að þetta getur haft mikil áhrif á söluna á þessum talnamiðum, annað hvort snarminnkar salan eða þá að allir fara að kaupa sér lottómiða og bíða fyrir fram- an sjónvarpið grátbiðjandi um bilaða Lottó-vél. # Sítd og olía Margir hafa eflaust tekið eftir fréttum sem bárust laust fyrir síðustu helgi af síldarsölu- samningum við Rússa. Eins og vant er þóttust Rússar ekki geta keypt síld af okkur nema fyrir smánarverð, sem við að sjálfsögðu sættum okkur ekki við. Þegar allt var komið i góðan rembihnút var talsmaður Rússa á íslandi kallaður á fund utanríkisráð- herra og settur í þumal- skrúfu. Manninum var ein- faldlega gert Ijóst að ef ekki yrði keypt síld frá íslandi þá yrði heldur ekkí keypt olía frá Rússlandi. Og viti menn. Gorbi sá sitt óvænna og samdi um síldina og beygði sig þar með fyrir áherslufull- um orðum ráðherra. í þetta skipti má víst segja að Denni hafi skellt rússneska birnin- um með hælkrók og hnykk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.