Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 3
4. nóvember 1987 - DAGUR - 3 Vilberg Ingi Héðinsson og Henning Henningsson. Mynd: ÁÞ. Ætlum að verða fuglafræðingar - örstutt rabb við tvo unga menn í Grímsey Vilberg Ingi Héðinsson og Henning Henningsson voru á hjóli í Grímsey um daginn. Þetta eru ungir og hressir drengir - báðir búsettir í eynni. Strákarnir voru strax tilbúnir til að ræða við Dag og sögðu reyndar að það væri allt í lagi þó að hann eyddi á þá eins og einni filmu. Hvað gera ungir sveinar í Grímsey? Strákunum þótti frek- ar heimskulega spurt en sögðu þó að þeir væru í skóla eins og önnur börn. „Við leikum okkur líka,“ sagði Henning og Vilberg tók fram að það væri mun skemmti- legra að vera í skólanum. Gamlar frænkur spyrja gjarnan börn hvað þau ætli að verða þegar þau vaxa úr grasi. Dagur ákvað að feta þá slóð og spurði strákana þessarar spurningar. „Ég ætla að verða fuglafræðingur," sagði Vil- berg og Henning kvaðst einnig ætla að leggja þá fræðigrein fyrir sig. Nú eru til ýmsir fuglar svo sem blaðamenn svo sú spurning var lögð fyrir þá félaga hvers konar fuglar það væru sem þeir ætluðu að skoða. beir kváðu strúta vera sinn uppáhaldsfugl. „En það er bara enginn í Gríms- ey,“ sagði Henning. „Hér er mest af skeglu og langvíu.“ Nú hjól- uðu þeir félagar af stað í suður- átt. Myndarlegir strákar sem gaman var að hitta. A Múlagöngin: Olafsfjarðarbæ boðið afgangsefni - áætlað að hátt í 100.000 rummetrar af efni falli til við jarðgangagerðina I bæjarráði Ólafsfjarðar var nýlega fjallað um bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem m.a. var boðið upp á nýtingu á efni sem afgangs verður við jarð- gangagerðina í Ólafsfjarðar- múla þegar þar að kemur. Bæjarráð samþykkti að fela bæjartæknifræðingi, Baldri Einarssyni að kanna mögu- ieika á nýtingu á þessu efni. Að sögn Baldurs er hér um að ræða mikið magn af efni eða um 80-100.000 rúmmetra. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum jarðfræðinga væri efni þetta frek- ar í fínna lagi að það væri ekki nothæft við t.d. gerð grjótgarða. Hins vegar mætti nota það til uppfyllingar t.d. vega eða fyrir fyllingu undir hús eins og gert er núna í Ólafsfirði. „Við höfum ekkert skoðað þetta mál en ég geri ráð fyrir að það verði gert þegar þar að kemur. Nýtingu á þessu efni fylg- ir nokkur kostnaður og menn verða að vega og meta hvort þeir vilja kosta einhverju til. Við fáum uppfyllingar frá hafnar- dýpkunum hér á staðnum þannig að okkur leggst til nokkurt efni með því móti en við höfum ekki sérstaka þörf fyrir efni á næstunni og alls ekki svo mikið sem her er verið að ræða um,“ sagði Baldur. JÓH 'wVerslunin #f Úitog t iann nnuhlíð 12, sími 22484. Vegna 5 ára afmælis verslunarmiðstöðvarinnar í Sunnuhlíð, þann 4. nóvember, bjóðum við upp á sérstakt tilboð 4. og 5. nóvember: 20% afsláttur á peysum, jogginggöllum, blússum og pilsum gegn staögrciöslu. Aðeins þessa 2 daga. Akureyringar- Nærsveitamenn Verðum með MMC Minibus L-300 4WD til sýnis og reynsluaksturs næstu daga við bílasölu okkar. Tryggvabraut 10 Símar: 27015 27385 - 21715 Komið, skoðið og reynsluakið. HöUurst Hvernig skó eigum við að fá okkur? Teg. 1827, st. 36-41 Teg. 1839, st. 36-41 Verð 3.490.- Verð 3.570.- / dag veitum við 10% afslátt af öllum vörum vegna afmœlis Sunnuhlíðar Sendum í póstkröfu Sunnuhlíð - Sími: 26399

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.