Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 5
lesendahornið Vissujega er SVFÍ sveit á Akureyri Svar til „áhugamanns“. Vegna lesendabréfs 29. október, þar sem spurt er hvort björgunarsveit Slysavarnafélags íslands sé til á Akureyri, vil ég benda þessum áhugamanni á að hann getur fengið allar upplýsingar hjá undirrituðum í síma 2 53 24, eftir kl. 18. Vissulega er björgunar- sveit SVFÍ starfrækt á Akureyri. Þetta er sjóbjörgunarsveit og starfar því á öðrum vettvangi en Hjálparsveit skáta og Flugbjörg- unarsveitin. Öllum, sem hafa áhuga á því að starfa með okkur, er velkomið að hafa samband við undirritaðan og kynna sér starf- semina. Stefán Heiðarsson 4. nóvember 1987 - DAGUR - 5 Harmonikudansleikur | verður haldinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 7. nóvember frá kl. 22-03. Dansstjóri sér um að allir skemmti sér. Uppákomur - glens og grín. Mætið vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. Hvetjum Þórsara snargeggjuð! til sigurs Reykjahlíð er í Skútu- staðahreppi Lesandi blaðsins í hópi Mývetn- inga hafði samband við blaðið vegna fréttar sem birtist um fimm ára afmæli Kaupþings hf. í Degi 22. október síðastliðinn. Fyrir- tækið bauð til sín nokkrum jafn- öldrum úr hópi barna og í frétt- inni var ekki rétt farið með landafræðina þegar sagt var frá uppruna þeirra því talað var um að Skútustaðahreppur væri, í Reykjahlíð. Hið rétta er auðvit- að að Reykjahlíð er í Skútu- staðahreppi. Lausir hundar Móðir á Brekkunni hringdi og kvartaði yfir lausum hundum í Hrafnagilsstræti og nágrenni. „Sex ára dóttir mín þorir ekki ein í skólann vegna stórra hunda sem ganga lausir og gelta. Ég hef haft samband við lögregluna vegna þessa en hún hefur ekkert gert. Mér skilst að hundar megi ekki ganga lausir og það væri óskandi að eitthvað yrði gert í þessu máli svo börnin geti a.m.k. gengið óhrædd í skólann." Sem gamall og góður Þórsari get ég ekki orða bundist. Strákarnir hafa ekki fengið stig í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik en nú er sannarlega tími til kominn. Þórsarar hafa hvað eftir annað verið nálægt sigri en alltaf hefur óheppnin hellt sér yfir þá. Auðvitað eru þetta ungir strákar, nýkomnir upp úr 2. deild og því ekki vanir stóru köllunum í 1. deild. Þeir hafa þó sýnt að þeir geta staðið í þessum liðum, töp- uðu naumlega fyrir Fram á úti- velli í síðustu umferð. Nú eiga Þórsarar heimaleik gegn KA og þeir bókstaflega verða að vinna. Hvernig væri að áhangendur liðs- ins létu í sér heyra? Mætum í Höllina og hvetjum drengina til sigurs gegn KA. Þórsari Frá björgunaræfingu á vegum SVFÍ á Dalvík. í fyrra var útsalan léttgeggjuð Nú verður hún Og hitt og þetta voða, voða skemmtilegt. PS: Ekki láta það fara lengra en útsalan verður opin í Verslun Iðnaðardeildar. Föstudaginn 6. nóvember kl. 09.00-18.00 og laugardaginn 7. nóvember kl. 10.00-17.00. Iðnaðardeild Sambandsins —>pi frá 10 kr. kg (ertu með eitthvað á prjónunum?). Terylene frá 50 kr. m (nú er að vera sniðugur og sníða). Sokkar og hosur (að vísu ekki grænar). Peysur, jakkar og værðarvoðir (handa Peter Paul og Mary og öllum hinum sem mega ekki fara í jólaköttinn í útlöndum). UH Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 7. nóvember n.k. og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Starfið framundan. Önnur mál. Félagar takið þátt í vetrarstarfinu og fjölmennið á fundinn. Sunnuhlíð 5 ára miðvikudaginn 4. nóv. Af því tilefni bjóðum við 10% afslátt af öllum hljómtækjum, sjónvarpstækjum og myndbands- tækjum á afmælisdaginn. m lUNÁRÚÐIN aupiiAsuMiJfo -----uuuuw s 96.22111 Huld Sunnuhlíð í tilefni 5 ára afmælis Sunnuhlíðar bjóðum við dag- ana 4. nóvember til 6. nóvember 20% afslátt af leik- föngum, gjafavörum, töskum, jólavörum og fleiru. Ýmsar eldri bækur fást á tilboðsverði, verið vel- komin. Bókabúðin Huld Sunnuhlíð. Stórhættulegur ökumaður Ökumaður hringdi, og hafi eftirfarandi sögu að segja! „Það er ekki ofsögum sagt af ökulagi sumra bílstjóra hér á Akureyri. Ég var á leið til vinnu rétt fyrir kl. 13, mánudaginn 2. nóvember og ók sem leið lá ofan af Brekkunni og niður í bæ. Þrem bifreiðum framan við mig ók hvít „station-bifreið" og tel ég vægast sagt að ökumaður hennar, sem reyndist kona, sé stórhættulegur í umferðinni. Það tók hana nákvæmlega átta mínútur að aka frá spennistöðinni við KA-heim- ilið og niður að ljósunum á Drottningarbraut. Konan ók á 10-15 km hraða þessa leið auk þess sem hún stöðvaði bifreiðina af og til á ólíklegustu stöðum, að því er virtist algerlega að ástæðulausu. Á þessum tíma er fjöldi manns á leið til vinnu eftir hádegis- verðarhlé og hafði blessuð konan safnað aftan við sig röð bifreiða svo langt sem augað eygði. Sá framúrakstur sem átti sér stað loks þegar kostur gafst var svo háskalegur að telja má til heppni að ekki skyldi hljótast af árekst- ur. Því miður er það ekki eins- dæmi að ökumenn stöðvi bifreið- ar sínar á akbrautum t.d. til þess að hleypa fólki út, eða spjalla við kunningja sem á leið hjá.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.