Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 4. nóvember 1987 Egilsá í Norðurárdal. hér ’83. Fimm ára reynslutímabili lýkur því í vor.“ - Verður þa gerð einhver úttekt á starfseminni hér? „Pað var talað um að gera úttekt á starfseminni eftir 2 ár, en hún hefur ekki verið gerð ennþá og við eigum síður von á að hún verði gerð úr þessu. En vitaskuld ætti að gera hana.“ - Hvernig er skólavikan hér á Egilsá? „Börnin eru hér heima við, utan miðvikudaga þegar þau fara ásamt kennara í barnaskólann á Ökrum og tveir nemenda okkar, sem eru hvað næst því að geta numið í almennum skólum, eru einnig þar á fimmtudögum. Til- gangurinn með því að vera einn dag í vikunni á Ökrum er mest- megnis af félagslegum toga og með því reynt að koma í veg fyrir indi eða neinir alvarlegir árekstr- ar í samskiptum við foreldrana eða börnin sjálf. Við erum í mjög góðu sambandi við foreldra og hittum þá reglulega." - En hvernig líkar ykkur sjálf- um hérna á Egilsá? Finnið þið eitthvað fyrir einangrun? „Ég kann mjög vel við mig hérna og hef ekki orðið var við þá tilfinningu. Þegar ég bjó í Grjótaþorpinu í Reykjavík heyrði maður músík frá Duus- húsi til eitt og tvö á nóttinni og ef það er andhverfan við einangrun- ina, þá vil ég ekki skipta," sagði Ingvar. Sveinn sagði það alveg ljóst að þau hjónin hefðu ekki verið hér í 4 ár ef þau kynnu ekki vel við sig. Báðir voru þeir sam- mála um ágæti og hjálpsemi ná- granna sinna og létu vel yfir sam- félaginu í Akrahreppnum. -þá Á Egilsá í Norðurárdal í SkagaFirði hefur fjóra undan- farna vetur verið rekið á veg- um Fræðsluskrifstofu Norður- lands vestra og menntamála- ráðuneytisins svokallað skóla- heimili. Eins og marga rekur e.t.v. minni til var Egilsár- heimilið nokkuð í fréttum fyrir nokkrum misserum, vegna deilna sem upp komu við skólayfirvöld í Varmahlíð sem neituðu að taka börnin frá Egilsá í Varmahlíðarskóla. En um starfsemina á Egilsá hefur lítið verið fjallað og til að for- vitnast um hana skrapp Dagur að Egilsá um daginn. A Egilsá eru í vetur 5 nemend- ur en heimilið getur tekið á móti 6 einstaklingum. Þar eru tvenn hjón sem í sameiningu sjá um gæslu barnanna, kennslu og heimilishald. Þau Ingvar Guðna- son, Bryndís Guðmundsdóttir, Sveinn Allan Mortens og Þóra Björk Jónsdóttir. Öll starfa þau sem kennarar, þó að menntun þeirra sé mismunandi. Ingvar er sálfræðingur, Sveinn og Bryndís uppeldisfræðingar og Þóra er kennaramenntuð. Þannig hittist á, þegar blaða- mann bar að garði síðla dags, að kvenfólkið var á fundi í Akra- skóla, Sveinn var að glíma við hross í nágrenninu og því Ingvar einn heima með börnin, sem flest voru úti að leik. En fljótlega kom Sveinn, sem verið hefur á Egilsá alveg frá stofnun heimilisins, heim úr hestastússinu. Konurnar komu svo af fundinum rétt í þann mund sem blaðamaður var að tygja sig til heimferðar. Fyrst var Sveinn spurður um tildrög að stofnun heimilisins, en flestum öðrum spurningum svöruðu þeir félagar í sameiningu. „Þegar menn voru á sínum tíma að gera sér grein fyrir þörf- um þeirra einstaklinga í kjör- dæminu, sem ekki gátu notfært sér þá kennslu sem skólar í þeirra I u -raðendur á Egilsá. Sveinn Allan Mortens, Þóra Björk Jónsdóttir, Ingvar Guðnason og Bryndís Guömundsdótt- ir. Börnin á Egilsá. heimahéruðum buðu upp á, kom fram mikill vilji frá foreldrum þessara einstaklinga og félaginu Þroskahjálp um að komið yrði á fót einhverju slíku heimili á svæðinu, Norðurlandi vestra. Foreldrar barnanna sáu fram á að ef slíkri þjónustu yrði ekki komið á, væri ekkert annað fyrir þá að gera en að flytja suður.“ - Skólaheimili, er þetta eins og venjulegur skóli? „Ekki í þeim skilningi að hér fari fram hefðbundið skólahald. Námið hér fer að miklu leyti fram í gegnum athafnir daglegs lífs, má segja. Vegna þess að nem- endurnir eru misjafnlega staddir og gera þarf mismunandi kröfur til þeirra, verður skólaumgjörðin að vera mjög teygjanleg. Sumir skjólstæðinga okkar eru nálægt því að geta stundað nám í almennum skólum, en til annarra þýðir ekki að gera svo miklar kröfur til náms. í stuttu máli má segja að hlutverk okkar hér sé, að reyna að gera okkur grein fyr- ir þörfum nemendanna í framtíð- inni og gera þá sem hæfasta að mæta þeim þegar þar að kemur." - í hverju eru erfiðleikar skjól- stæðinga ykkar fólgnir? „í fyrstu voru hér að mestu leyti þroskaheftir einstaklingar, en síðan hefur samsetning hóps- ins breyst og í auknum mæli komið einstaklingar sem eiga við sértæka námsörðugleika að etja. Börnin hér hafa ekki lent í ágreiningi við sinn skóla, þau flokkast ekki til þess hóps sem oft er kallaður vandræðabörn, held- ur hafa skólarnir ekki getað sinnt þessum sérstöku þörfum þeirra. Það má segja að þetta heimili leysi alvarlegasta vandann í sér- kennslumálum kjördæmisins og því er sú spurning mjög áleitin hvað taki við að loknum þessum vetri. Því í vor rennur út 5 ára leigusamningur sem Fræðslu- skrifstofan og eigandi Egilsár gerðu áður en starfsemin hófst að krakkarnir einangrist félags- lega. En það var einmitt það sem sumir óttuðust þegar heimilið var stofnað á sínum tíma. Samstarfið við Akraskóla hefur gengið mjög vel, en að vísu setur það okkur skorður að í Akraskóla ganga börn að 12 ára aldri og því getum við ekki tekið eldri krakka til okkar. Skjólstæðingar okkar fara heim um helgar, utan einnar helgar í mánuði. Eru þær helgar ætlaðar til að börnin fái að kynn- ast okkur og við þeim utan skóla- vikunnar. Við förum þá stundum eitthvað með börnin og er það annar þáttur í því að koma í veg fyrir einangrun barnanna." - Hvernig virðist ykkur krökkunum líka hér og hvernig hefur samstarf við foreldra verið? „Við verðum ekki varir við annað en að krökkunum líki hér vel og okkur er sagt að þau hlakki til að koma hingað eftir fríin. Og þegar þau eru hérna alla vikuna fer auðvitað ekki hjá því að foreldrasamband myndast. Það hafa aldrei orðið nein sær- 'éSm - . - „Námið er að niiklu leyti í gegnum athafiiir daglegs W - rætt við Svein Allan Mortens og Ingvar Guðnason á skólaheimilinu á Egilsá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.