Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 7
4. nóvember 1987 - DAGUR - 7 Safnaðarheimiliö: Verkið hefur tafist „Þetta hefur ekki gengið alveg nógu vel því það hefur verið erfitt að fá mannskap í vinnu, bæði iðnaðarmenn og verka- menn. Okkur hefur vantað 3 smiði og 4 til 5 verkamenn til að láta dæmið ganga betur upp,“ sagði Jónas Sigurbjörns- son, framkvæmdastjóri Norð- urverks hf. á Akureyri, en fyr- irtækið sér um byggingu safn- aðarheimilis fyrir Akureyrar- kirkju. Að sögn Jónasar er nær allri steypuvinnu lokið og því litla sem eftir er verður lokið á næstu dögum. Þá er eftir lóðafrágangur og ýmis verk og verður ekki hægt að ljúka þeim öllum fyrr en á næsta ári. „Við eigum eftir að fylla að og græða lóðina upp eftir allt raskið sem þarna verður vegna fram- kvæmda. Þá er eftir að hellu- leggja gangstíga. Við áttum að vera búnir að þessu en verkið tafðist vegna erfiðleika við að fá starfsmenn. Þá var þetta meira verk en ætlað var í fyrstu,“ sagði Jónas Sigurbjörnsson. EHB Siglufjörður: Nokkrar götur fá ný nöfn Á fundi bygginga- og skipu- lagsnefndar Siglufjarðarkaup- staðar í síðasta mánuði voru tekin fyrir ný götunöfn fyrir svæðið Norðurtún - viðbót. Einnig var samþykkt nafna- breyting á einum kafla svo- nefnds Fjarðarvegar (Flugvall- arvegar) og veginum sem ligg- ur frá vegamótum Fjarðarveg- ar við hesthúsin yfir Hólsá að Ráeyri, gefið nafn. Göturnar á Norðurtúni eru fjórar og verður gatan sem liggur „norður - suður“ kölluð Eyrar- flöt. Sú syðsta sem liggur „vestur - austur“ mun heita Tjarnarflöt, nyrsta gatan Bakkaflöt og sú sem liggur þarna á milli, Markarflöt. Nafn það er Fjarðarvegur fékk er Langeyrarvegur og á við kafl- ann frá enda Suðurgötu að Skóg- ræktarhliði. Vegurinn frá vegamótum Fjarðarvegar að Ráeyri heitir nú Ráeyrarvegur. VG Akureyrarbær: Sala hluta- bréfa könnuð „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Nú er verið að kanna viðhorf þeirra sem hugs- anlega eiga forkaupsrétt á bréfunum og hvort þeir myndu vilja kaupa ef bréfin yrðu seld,“ sagði Björn Jósef Arn- viðarson, formaður atvinnu- málanefndar. Nefndinni hefur verið falið að kanna möguleika á sölu hlutabréfa Akureyrar- bæjar í Möl og sandi og Sana hf. Björn Jósef sagði að hlutur Akureyrarbæjar í þessum fyrir- tækjum væri afskaplega lítill, sennilega innan við 1% í þeim báðum. Hann taldi að nafnverð bréfanna í dag væri á milli tvö og þrjú hundruð þúsund krónur í Möl og sandi og líklega eitthvað ámóta í Sana. Fáist kaupendur að þessum hlutabréfum mun atvinnumála- nefnd gera grein fyrir því og leggja fyrir bæjarstjórn þar sem ákvörðun um sölu verður tekin, væntanlega innan skamms, að sögn Björns Jósefs. SS Skúrarnir sem á að fjarlægja. Mynd: IM Húsavík: Skúrar fjarlægðir fyrir áramót Verið er að vinna deiiiskipulag fyrir hluta af svæðinu „neðan við bakkann“ á Húsavík. Eig- endum nokkurra skúra hefur verið gert að fjarlægja þá fyrir áramót. Skúrarnir sem hér um ræðir standa framan og norðan við ver- búðirnar, norður að húsi Vísis hf. „Þessir skúrar eru búnir að standa þarna lengi réttindalausir, margir þeirra eru hálfónýtir og plássið þarna er illa nýtt. Það þarf að skapa útgerðinni aðstöðu til að byggja, yfir sig, í hvaða formi sem það verður,“ sagði Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri. IM Miðvikudag Kynning frá Mjóikursamlagi KEA. Kynning á Bragakaffi frá kl. 2-6 Sérfilboð verður miðvikudag, fimmtudag og föstudag meðan birgðir endast. ★ Nautahakk ★Hvítlaukspylsur ★Sana djús ★Maarud snakk * Santos kaffi. Föstudag Kynning á hvítlaukspylsu frá Kjötiðnaðarstöð KEA frá kl. 2-6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.