Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 4. nóvember 1987 J þá daga var éáns ám makr á mturnkf - spjallað við Erling Pálmason,yfirlögregluþjón á Akureyri Erlingur Pálmason, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, á að baki langan starfsdag sem lögreglumaður. Næsta vor verða liðin fjörutíu ár síðan hann varð fastráðinn lögreglumaður á Akureyri. Erlingur byrjaði sem óbreyttur lögregluþjónn á þeim tíma sem aðeins átta menn voru í lögregluliði Akureyrar og man hann því tímana tvenna. Hann féllst á að ræða við blaðamann um ævi og störf en þróun lögreglumála á Akureyri blandast óhjákvæmilega inn í umræðuna. - Ert þú Akureyringur, Erl- ingur? „Nei, það er ég ekki að upp- runa. Ég er ættaður utan úr Möðruvallasókn, fæddur að Hofi í Hörgárdal. Ég ólst upp í sveit- inni fram undir tvítugsaldur. For- eldrar mínir voru hjónin Halldór Pálmi Magnússon frá Hofi og Elín Indriðadóttir, ættuð úr Kelduhverfi. Ég er því Þingey- ingur að hálfu og hef stundum sagt í gamni mínu að ég hafi flot- ið á því. Það var ágætur búskapur hjá foreldrum mínum að Hofi þótt' búið væri ekki mjög stórt, a.m.k. virðist mér að minna hafi verið kvartað undan ástandinu í landbúnaðarmálum á þeim tíma Lögreglustöðin við Þórunnarstræti. en gerist nú í seinni tíð. Á Hofi var mjólkurframleiðsla og mjólk- in var flutt með bíl til Akureyrar, auðvitað í brúsum að þeirra tíma hætti. Þegar ekki var bílfært - sem gerðist iðulega á vetrum - var mjólkin flutt með sleða tvisv- ar í viku í bæinn. Ég var sjálfur við mjólkurflutningana síðasta veturinn áður en ég hóf störf í lögreglunni." - Hvenær hófst starfsferill þinn í lögreglunni á Akureyri? „Ég byrjaði 13. maí árið 1948. Ég vissi auðvitað ekki þá að ég ætti eftir að vera lögreglumaður í svo langan tíma, það var óráðin gáta á þeim tíma. Ég sótti um auglýsta stöðu og var fastráðinn þegar ég byrjaði, ég hafði ekkert sinnt lögreglustörfum fyrir þenn- an tíma í afleysingum.“ Við vorum átta í lögreglunni - Hvað voru margir starfandi lögreglumenn á Akureyri þegar þú byrjaðir? „Peir voru átta að yfirlögreglu- þjóni meðtöldum, en Jón Bene- diktsson var yfirlögregluþjónn þá. Gamla lögreglustöðin var til húsa að Smáragötu 1, rétt hjá slökkvistöðinni á Akureyri. Gat- an en ennþá á sínum stað sunnan við íþróttavöllinn en ekkert hús stendur við hana eftir að gamla stöðin var jöfnuð við jörðu.“ - Hvernig var starf lögregl- unnar á Akureyri á þessum tíma, var það eins umfangsmikið mið- að við mannfjölda og er í dag? „Nei, starfið var auðvitað ekki eins umfangsmikið og er í dag. Það voru að vísu staðnar vaktir allan sólarhringinn þegar ég byrj- aði en þetta var allt annað en síð- Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn. ar tíðkaðist. Ég get nefnt sem dæmi að í þá daga var aðeins einn pfiaður á næturvakt á lögreglu- stöðinni frá klukkan þrjú á nótt- unni til klukkan hálf átta, en þá kom Aðalsteinn Bergdal venju- lega á morgnana. Ég lenti auðvitað í því eins og aðrir að vera einn á vakt á næt- urnar á þessum tíma. Ef útkall varð þegar maður var á slíkri næturvakt var lögreglustöðinni læst. Ég er hræddur um að slíkt þætti ekki gott í dag en annað var ekki um að ræða í þá daga.“ - Þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki á annan hátt á árum áður en almennt gerist í dag? „Já, og sem dæmi um þetta voru síldarsjómennirnir. Það kom fyrir að hingað komu bátar og áhafnirnar fóru í land. Sumir hverjir gerðust sjómennirnir þá nokkuð fyrirferðarmiklir." Menn reyndu að fara með löndum - Lentuð þið þá ekki stundum í þeirri aðstöðu að erfitt var að hafa áhrif á gang mála? „Þá var hafður sá háttur á að lögreglumenn fóru meira með löndum en tíðkast e.t.v. í dag. Aðstæðurnar voru metnar í hverju einstöku tilviki og farið í þetta eftir því sem tilefni var til. Rætt var við mennina, þeir spurðir að því hvort þeir vildu ekki vera góðir o.s.frv. og ekki farið í neinn stólpa til að byrja með a.m.k. En eitt hefur mikið breyst og það er að áður fyrr voru menn með miklu meiri mótþróa við lögregluna en síðar meir hefur tíðkast. Það voru yfirleitt alltaf átök og bardagar þegar drukknir menn voru fjarlægðir eða við aðr- ar svipaðar kringumstæður. Nú er algengast að menn komi mót- þróalítið með lögregluþjónunum upp á stöð þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona með það eins og annað. Almenn slagsmál eru einnig að verða sjaldgæf miðað við það sem áður var. Að vísu lendir mönnum saman og gefa hvor öðrum á kjaftinn í Miðbænum um helgar en ekki er mikið um slíkt. Nú á dögum er mun algeng- ara að menn séu barðir t.d. í and- lit en hér áður flugust menn meira á og voru í sjálfu sér jafn- góðir eftir slagsmálin fyrir utan rifin föt og óhreinindi. Nú á dög- um berja menn náungann sem oft situr eftir með blátt auga og brot- ið nef, eins og þar stendur. Sjúkrakarfan - Þið höfðuð mjög takmark- aða geymslu á þessum árum fyrir þá sem vildu sofa úr sér eða þurftu að gista fangageymslurnar af öðrum orsökum. „Jú, það er rétt, það var tak- mörkuð aðstaða fyrir slíkt. Við höfðum yfir að ráða þrem fanga- klefum og þeir voru oftast allir setn- ir. Við höfðum líka sjúkrakörfu sem var góð geymsla fyrir þá sem voru alveg meðvitundarlausir af víndrykkju en við lögðum þá í körfuna. Sjúkrakarfa er nokkuð djúp og reimað yfir hana en járn- handrið var allan hringinn. Það fór vel um þá þarna, þeir höfðu að vísu ekki mikið svigrúm til að róta sér en yfirleitt voru þetta menn sem voru ofurölvi og vissu hvorki í þennan heim né annan. Það góða við körfuna var að við gátum tekið við einum manni meira en við annars hefðum getað.“ - Búnaður lögreglunnar, bæði bílakostur og annað, hefur tekið miklum stakkaskiptum gegnum tíðina. Hvernig var bílakosturinn þegar þú hófst störf? „Þegar ég byrjaði var hérna einn lögreglubíll, Dodge-trukkur með drifi á öllum hjólum. Hann hafði verið sjúkrabíll hjá hernum, sennilega upphaflega keyptur af setuliðsgóssi. Þetta var ágætur bíll á sínum tíma en hann hentaði okkur ekki vel því að fyrir kom að við héldum á stýrinu í höndunum þegar við vorum að aka bílnum! Þá varð maður að vera snöggur að bregð- ast við og smeygja því niður aftur í hvelli. Þetta var eini lögreglubíllinn á Akureyri í nokkur ár. Mig minnir að árið 1951 kæmi annar bíll 4. nóvember 1987 - DAGUR - 9 Ekki voru margir lögreglumenn á Akureyri fyrir 25 árum miðað við þann fjölda sem er í dag. Á þessari mynd eru lögregluþjónar, fulltrúar og bæjarfógeti árið 1962. hingað. Það var einnig Dodge en alveg glænýr bíll og það voru geysileg umskipti að fá hann. Hann var með svipuðu sniði og flestir lögreglubílar eru nú á dögum, með sendibifreiðarlagi. Hann reyndist okkur vel.“ Kofínn hélt varla vindi eða vatni - Hvaða ár flutti lögreglan á Akureyri í núverandi húsakynni við Þórunnarstræti? „Það var árið 1968, þann 28. ágúst. Húsið hafði verið nokkur ár í byggingu, fjögur eða fimm ár held ég. Aðstaða okkar í gömlu lögreglustöðinni var þá nánast engin orðin því varla var hægt að segja að kofinn héldi vindi eða vatni. Þar var þó bæði kolakynd- ing og rafmagnsupphitun og þetta var hvort tveggja notað til hins ítrasta þegar kalt var í veðri. Það var oft þröngt á þingi í gömlu stöðinni síðustu árin áður en við fluttum." - Á næsta ári eru þá liðin tutt- ugu ár síðan þetta hús var tekið í notkun. Eruð þið búnir að sprengja utan af ykkur á þessum tíma? „Nei, alls ekki. Þegar húsið var byggt var það haft svo rúmt að það átti að duga til fjölda ára. Mér sýnist þó á öllu að ekki munu líða mörg ár í vibót áður en fer að þrengja að okkur. Möguleikar eru á því að byggja við lögreglustöðina og stækka hana. Bifreiðaeftirlit ríkisins er til húsa hérna og við hugsum okkur að láta umferðardeild fá inni í því húsnæði þegar Bifreiða- eftirlitið flytur. Én fyrir utan þetta má auðvitað lengja báðar álmur hússins til beggja hliða.“ - Hvað eru margir menn í lög- reglunni á Akureyri í dag? „Það eru tuttugu og átta fast- ráðnir lögregluþjónar hérna í bænum núna og tveir á Dalvík. Það eru því þrjátíu lögreglumenn á fullum launum allt árið í þessu umdæmi. Þetta er mikil aukning því við vorum innan við tuttugu þegar við fluttum hingað uppeftir árið 1968.“ - Hefur lögreglustarfið breyst mikið frá því sem áður var? „Já, ekki er hægt að neita því. Löggæslan fer nú miklu meira fram samhliða notkun á lögreglu- bílunum en áður var. Þá voru að vísu sendir menn í göngu niður í Miðbæ eins og enn tíðkast þegar tími er til og svona er það ennþá. En það er auðvitað eftirlit á bíl- um og mótorhjólum sem hefur stóraukist.“ - Er vinnuálagið á einstaka starfsmenn meira eða minna en það var hér áður? „Ég geri mér kannski ekki alveg grein fyrir því en þó finnst mér að álagið sé heldur minna en var því þá hafði lögreglan ekki í nein önnur hús að venda með fólk ef til einhverra átaka kom. Lögregluliðið er miklu fjöl- mennara og sterkara en var og að því leyti held ég að minni spenna og álag sé á mönnum en áður. Að vísu er ýmislegt annað komið til viðbótar við lögreglustarfið. Eitt af þessu er aukið eftirlit með bifreiðum og öðrum farar- tækjum. Á þeim tíma þegar ég byrjaði að starfa í lögreglunni var ekki nema lítið brot af þeim öku- tækjafjölda sem er í dag hér á götunum en ég hef að vísu ekki neina prósentutölu um þetta handbæra.“ - Víkjum aðeins að rannsókn- arlögreglunni. Hefur alltaf verið starfandi sérstök rannsóknarlög- regla hér í bæ? „Nei, það hefur ekki alltaf verið. Yfirlögregluþjónarnir sinntu rannsóknum afbrotamála á árum áður og síðar varðstjórar eftir að þeir komu til sögunnar Fyrsti rannsóknarlögreglumaður- inn sem beinlínis var ráðinn sem slíkur var Ófeigur Baldursson. Hann og Gísli Ólafsson, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn, sáu í mörg ár saman um rannsóknir slíkra mála.“ Ríkisfangelsið á Akureyri - Hér er ríkisfangelsi til húsa? „Já, það er rétt. Hérna eru að staðaldri fjórir til sex gæslufangar auk þeirra klefa sem við erum með fyrir skammtímavistanir, t.d. þegar drukkið fólk þarf að sofa úr sér hérna á stöðinni. En hvað varðar sérklefana fyr- ir gæslufanga þá var þeim breytt og þeir aðskildir frá hinum fanga- klefunum með sérsöku grinda- skilrúmi.“ - Er einhver sérstakur fangels- isstjóri? „Það er bæjarfógetinn á Akur- eyri, Elías I. Elíasson, sem er lögreglustjóri sýslunnar.“ - Finnst þér líklegt að í fram- tíðinni verði gert ráð fyrir auknu rými fyrir fanga á Akureyri? „Ég veit það ekki, það er ákaf- lega takmarkað sem hægt er að hafa hér af föngum og sérstakir menn þurfa að vera við gæslu á þessum fjórum til sex föngum og það er dýrt fyrir ríkið.“ - Eftir hverju fer það hvort menn vistast í fangelsi á Akureyri eða á öðrum stöðum? Fer það eftir óskuni fanganna um stað- setningu? „Það getur farið eftir óskum fanganna en þó þarf þessu ekki að vera þannig varið. Þeir eru stund- um fluttir hingað án tillits til þess hvort þeir vilja það eða ekki.“ - Eru það frekar Akureyring- ar sem vilja sitja af sér dóma hér fyrir norðan? „Akureyringar eru innanum aðra fanga en langflestir koma af Suðurnesjum eða Reykjavík. Það má segja að fangarnir komi af öllu landinu, bæði að austan og vestan, eins og þar stendur.“ - Var ekki eitt sinn á dagskrá að hafa kvennafangelsi hér til frambúðar? „Það var starfrækt um tíma en síðan lagt niður. Kvennafangelsi hefur eftir það verið á bænum Bitru í Árnessýslu." Vaktavinnan er mjög þreytandi - Hvernig finnst þér að hafa starfað þetta lengi í lögreglunni. Hefðirðu kannski viljað gera eitthvað annað? „Ég veit nú ekki með síðar- nefnda atriðið. Þetta hefur ekki verið slæmur tími, maður er auð-' vitað orðinn dálítið leiður á þessu. En eftir að vöktunum sleppti þá er þetta stórum betra en var. Vaktavinnan er mjög erfið, bæði fyrir fjölskyldu lög- reglumannsins og hann sjálfan. Oft vill það verða þannig að þeg- ar aðrir eiga frí þá er lögreglu- maðurinn að vinna en fjölskyldan að öðru leyti heima. Þetta er voðalega þreytandi fyrir börnin og konuna.“ - Er þessi mikla vinna og álag vegna vakta nægilega metið til launa? „Það er greitt sérstakt álag á þá vinnu sem unnin er utan venju- legs vinnutíma sem kallað er vaktaálag. Þetta er dálítil kjara- bót en hvort hún er nægileg vil ég ekki dæma um. Það skiptir talsverðu máli á hvaða aldri lögreglumennirnir eru. Meðan menn eru ungir þá er ekki erfitt fyrir þá að hafa breyti- legan svefntíma en þegar þeir fara að eldast verður þetta mjög erfitt. Menn sofna kannski ekki þegar þeir koma heim af nætur- vakt og óregla kemst á svefntím- ann. Það er margsannað mál að vaktavinnumenn lifa skemur en þeir sem hafa reglubundinn svefn og vinnutíma á daginn." EHB Gamall Ford lögrcglubíll en lögreglan á Akureyri notaði slíka bfla um árabil. Ljósmynd: Gísii óiafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.