Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 11
4. nóvember 1987 - DAGUR - 11 Rómeó á Húsavík í haust var stofnuð ný hljóm- sveit á Húsavík og ber hún nafnið Rómeó. Hljómsveitina skipa fimm hressir náungar sem allir hafa leikið með öðr- um hljómsveitum áður, sumir til fjölda ára. Meðlimir Rómeó eru: Bræð- urnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir sem báðir leika á gítara, Karl Hálfdánarson bassa- leikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll ísfjörð Aðalsteinsson sem leikur á hljómborð en allir í hljómsveit- inni eru liðtækir við sönginn. Það var stuð á liðinu þegar Dagur leit inn á æfingu hjá Rómeó í síðustu viku. „Það er okkar áhugamál að vera í hljómsveit og við höfum allir gaman af þessu nema Kalli sem var píndur til að vera með. En það má koma fram að okkur finnst öllum gott slátur,“ sagði einn í hljómsveit- inni. Þeir félagar sögðust leika góða alhliða dansmúsík fyrir alla aldurshópa. Tíðnirnar væru tvær: 96,4 á rás 1 og 97,8 á rás 2. Hljómsveitin er tilbúin til að leika á árshátíðum, almennum dansleikjum, jólaböllum, ára- mótaböllum og þorrablótum um allt land. Pantanasíminn er 41033, afpantanasíminn er 41657 en að vísu mun hann alltaf vera lokaður. Dagur spurði hvort hljómsveit- in hefði ekki lent í einhverjum ævintýrum á ferðalögum sínum á haust. „Jú, við urðum veður- tepptir á Kópaskeri 9. okt. og okkur langar að senda kveðju til eldhússtúlknanna á salatgerð- inni. Svo lentum við í ævintýri á gönguför með Pétri Skarphéðins- syni hálfum mánuði síðar. Við komumst að því að það er klukkutíma gangur frá Héðins- höfða til Húsavíkur og leggjum til að ruddar verði gönguleiðir þarna á milli, þær þurfa helst all- ar að vera niðrímóti." Nú var pásan hjá hljómsveit- inni orðin nógu löng svo Dagur þakkaði fyrir spjallið, óskaði Rómeó góðs gengis í vetur og hlakkar til að hitta Júlíu næsta haust. IM Ungmennafélag íslands 80 ára: Ráðstefna í Norræna húsinu í tilefni 80 ára afmælis Ung- mennafélags íslands hefur ver- ið ákveðið að gangast fyrir opinni ráðstefnu sem ber yfir- skriftina „Ræktun lýðs og lands“. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu laug- ardaginn 21. nóvember frá 09.00-17.00. Efni ráðstefnunn- ar er: Hlutverk ungmennafé- laganna í nútíð og framtíð. Flutt verða átta framsöguer- indi, um þau fjölþættu verk- efni sem unginennafélög vinna að, á sviði íþrótta, menningar- og félagsmála. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Þórólfur Þórlindsson próf- essor sem fjallar um efnið: „Hef- ur þátttaka í íþróttum fyrirbyggj- andi áhrif á neyslu ávana- og fíkni- efna?“ Árni Johnsen varaþingmaður sem fjallar um það hvert eigi að vera hlutverk hins opinbera og sveitarfélaga í fjármögnun á starfsemi samtaka eins og ung- mennafélaga, einnig flytur erindi um svipað efni Bjarni Ibsen frá Danmörku, sem gjörþekkir fjár- mögnun dönsku ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður mun tala um hlutverk ungmenna- félaganna í náttúruverndar- og útivistarmálum. Óli Þ. Guð- bjartsson alþingismaður fjallar um hlutverk ungmennafélaga í uppeldis- og tómstundastarfi frá sjónarmiði bæjar- og sveitarfé- laga. Pálmi Frímannsson læknir í Stykkishólmi ræðir um þýðingu íþrótta- og æskulýðsstarfs í fyrir- byggjandi heilsugæslustarfi. Arnór Benónýsson leikari flyt- ur erindi um framlag ungmenna- félaganna í menningar- og leiklist- armálum þjóðarinnar. Helgi Gunnarsson hagfræðing- ur flytur erindi um tengsl félags- málafræðslu ungmennafélaganna við menntakerfið. Þráinn Haf- steinsson íþróttakennari og Magndís Alexandersdóttir bæjar- fulltrúi munu fjalla f sínum erind- um um íþróttastarf ungmennafé- laganna frá sjónarhóli keppnis- og almenningsíþrótta. Á þessum tímamótum í sögu UMFÍ er eðlilegt að staldraö sé við og velt fyrir sér hlutverki hreyfingarinnar og verkefnum hennar á komandi árum, Þess vegna er fitjað upp á ráðstefnu sem þessari og er vonandi að þeir sem láta sig einhverju varða æskulýðs- og íþróttamál sjái ástæðu til að sækja þessa ráð- stefnu. Eins og áður segir er ráðstefn- an opin öllum sem áhuga hafa. Innritun ráðstefnugesta fer fram á skrifstofu UMFÍ, Öldu- götu 14, Reykjavík. Síminn er 91-12546. Eggert feldskeri á Akureyri. Verð í versluninni Akurliljunni, Hafnarstrœti 106, sími 24261, áfimmtudag, föstudag og laugardag. Sala á loðfeldum og leðurfatnaði. Pöntunum í sérsaumaða loðfeldi veitt móttaka. Sjáumst. EGGERT i'.fsi ti Sktiltivöit)n.\n\;iiiiin. sinii 11121.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.