Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 13
4. nóvember 1987 - DAGUR - 13 1 íþróttir Heil umferð í 1. deildinni í handbolta í kvöld: Þór og KA mætast í fyrsta skipti í 1. deild - Víkingur og Valur leika í Laugardalshöll í kvöld fer fram heil umferð í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Aðalleikur umferð- arinnar fer fram í Höllinni á Akureyri en þar mætast Þór og KA ki. 20. Annar stórleikur sem fram fer í kvöld er viður- eign Víkings og Vals í Laugar- dalshöll kl. 21.30, á undan þeim leik mætast KR og Stjarnan. ÍR og Fram leika í Seljaskóla og í Hafnarfirði leika FH og Breiðablik. Það hafa margir handknatt- leiksáhugamenn beðið spenntir eftir því að Þór og KA mættust í 1. deildinni. En þetta er í fyrsta skipti cem liðin leika samtímis í 1. deild. Þórsarar hafa enn ekki náð stigi í deildinni og það er fátt sem bendir til þess að liðinu tak- ist að halda sæti sínu. KA-menn hafa heldur ekki gert neinar rósir til þessa. Þó átti liðið ágætan dag gegn FH á sunnudag og Hafnfirð- ingarnir máttu þakka fyrir að sleppa heim með annað stigið. Leikir KA og Þórs í gegnum tíðina hafa oftast verið hörku- Árni Slefánsson varnarmaður- inn sterki úr Þór hefur ákveðið að leika með nýliðum Leifturs í 1. deildinni í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Leiftur hefur þá þegar krækt í tvo snjalla leikmenn en eins og komið hefur fram, hyggst Hörður Benónýsson framherji úr Völsungi einnig leika með Um síðustu helgi fór fram á Sauðárkróki fjölliðamót í b- riðli 4. flokks, það fyrsta af þrem í vetur. Lið Akurnesinga bar sigur úr býtum í mótinu, en lið Tindastóls rak lestina og féll niður í c-grúppu. Akurnesingar unnu flesta leiki sína örugglega og voru með áber- andi besta lið mótsins. Grindvík- ingar urðu í öðru sæti, KR í Ieikir og þá hefur ekki skipt máli þótt annað liðið væri í 1. deild og hitt í 2. deild. Það má einnig búast við fjörugum leik í kvöld og víst er að handknattleiks- áhugamenn á Akureyri munu ekki láta þennan leik framhjá sér fara. liðinu. Árni er einn leikreyndasti leikmaður Þórsliðsins, með yfir 100 leiki að baki í 1. deild og hann kemur til með að styrkja Lciftursliðið mikið. Þetta er að sama skapi mikið áfall fyrir Þórs- ara, þar sem Árni hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfar- in ár. þriðja, ÍR í fjórða og Tindastóll í fimmta sæti. Töpuðu Sauð- krækingarnir öllum sínum leikj- um; 29:40 fyrir UMFG, 52:75 fyrir ÍR, 28:53 fyrir ÍA og 39:61 fyrir KR. Þeir Sigurður Levý og Pétur Vopni Sigurðsson voru þeir einu í Tindastólsliðinu sem eitthvað létu að sér kveða. Sigurður skoraði 61 stig og Pétur 56. -þá Þór - KA í kvöld: Hverju spá þau? I kvöld fer fram stórleikur í 1. deildinni í handbolta í Höllinni á Akureyri. Þar mætast Þór og KA eins og fram kemur hér til hliðar á síðunni. Dagur hafði sam- band við nokkra handknatt- leiksáhugamenn í bænum og fékk þá til að spá um úrslit í leiknum. Reynir Karlsson: „Ég geri ráð fyrir því að Þórsarar vinni þennan leik. Þetta verður hörkuleikur en Þór vinnur 25:23. Ef liðið nær að leika vel í vörninni er þetta ekki spurning. Þórsar- ar hafa skorað mikið af mörkum í undanförnum leikjum en varnarleikurinn hefur ekki verið nógu góður.“ Gunnar Gunnarsson: „KA á að vinna þennan leik samkvæmt öllu en það geta oft skeð óvæntir hlutir í handbolta. Ef KA-liðið nær sér á strik í kvöld vinnur það leikinn með 5 til 6 marka mun og alveg örugglega ef Erlingur verður í formi. Það stefnir því miður allt í það að Þórsarar falli í 2. deild og KA-menn virðast heldur ekki ætla að gera neinar rós- ir í vetur. En það yrði að mínu mati mjög óvænt tæk- ist Þórsurum að sigra í kvöld.“ Ragnar Sverrisson: „Ég vona að þetta verði hörkuleikur en mín spá er sú að hann endi með jafn- tcfli 19:19. KA-menn hafa á að skipa sterkara liði en það nýtist bara ekki í þessum innbyrðisleikjum. Þetta er svipað og það var í gamla daga þegar ég og Leibbi höfðum hár. Þá var alveg sama hvort liðið var sterk- ara, innbyrðisleikir KA og Þórs voru alltaf hnífjafnir og æsispennandi og gátu farið á hvorn veginn sem var.“ Ingyeldur Jónsdóttir: „Ég hef trú á því að KA vinni leikinn 24:18. Liðið hefur á að skipa bæði sterk- ari og reyndari leikmönn- um. Þetta verður mikill bar- áttuleikur eins og alltaf þeg- ar þessi lið mætast. Sigur KA-manna verður ekki átakalaus og Þórsarar munu örugglega láta þá hafa fyrir hlutunum." Halldór Rafnsson: „KA-menn vinna þennan leik, þeir hafa á að skipa betra liði. Þórsarana vantar meiri styrk og reynslu en þó hefur leikur liðsins batnað til muna að undanförnu. Þórsarar hafa það fram yfir KA-menn að það er mun meira barátta í þeim og þeir fara langt á því en það eru betri einstaklingar í KA- liðinu. Þetta verður jafn og spennandi leikur og ég vona bara að bæjarbúar troðfylli Höllina.“ Árni Stefánsson Þórsari átti mjög góðan leik gegn Fram um síðustu helgi og hann á örugglega eftir að reynast KA-mönnum erfiður í kvöld. Mynd: Róbert 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Þoivaldur vann og skorar á Ingibjörgu Þorvaldur Þorvaldsson er enn á sigurbraut í getraunaleiknuin. Um helgina sigraöi hann Hauk Valtýsson tannlækni og þjálfara KA í blaki. Þorvaldur var með 5 leiki rétta en Haukur aðeins 1 leik, enda voru mörg úrslitin óvænt að þessu sinni. Þorvaldur heldur því áfram enn eina ferðina og hann hefur snúið sér að kvenfólkinu á nýjan leik og að þessu sinni skorað á Ingibjörgu Gísladóttur starfsmann í KA-heimilinu. Ingibjörgu leist ekkert allt of vel á að taka þátt í leiknum en lét þó tilleiðast. Hún segist ekki hafa nokkurt vit á ensku knattspyrnunni en á þó sitt uppá- haldslið, sem er Manchester United. Oft er það nú þannig í get- raunum, að þeir sem minnst hafa vit á hlutunum, standa sig best. Spá þeirra lítur annars þannig út: Þorvaldur: Ingibjörg: Charlton-Norwich x Luton-Newcastle 1 Wimbledon-Southampton 1 Barnsley-Bradford 2 Blackburn-Bradford 1 Bournemouth-C.Palace x Hull-Birmingham 1 Ipswich-Reading 1 Leeds-Shrewsbury 1 Leicester-Swindon 1 Sheff.Utd.-Middlesbro 2 Stoke-W.B.A. x Charlton-Norwich 1 Luton-Newcastle x Wimbledon-Southampton 1 Barnsley-Bradford 2 Blackburn-Bradford 1 Bournemouth-C.Palace 2 Hull-Birmingham 2 Ipswich-Reading 1 Leeds-Shrewsbury 1 Leicester-Swindon 1 Sheff.Utd.-Middlesbro x Stoke-W.B.A. 2 Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Pétur Vopni Sigurðsson leikmaður Tindastóls í körfubolta í baráttu við varn- armenn Grindvíkinga í leik liðanna um helgina. Mynd: -þá Knattspyrna: Árni leikur með Leiftri Körfubolti 4. flokkur: Tindastóll féll í c-riðil

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.