Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 04.11.1987, Blaðsíða 16
DACKJE Akureyri, miðvikudagur 4. nóvember 1987 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavík Hötel ________ Húsavik sími 41220. The M.dmghtiun Hote! Alþýðubandalagið: Valdabaráttan í algleymingi Nú styttist í landsfund Alþýðu- bandalagsins þar sem heitasta málið verður án efa kosning nýs formanns. Á laugardaginn kl. 10 munu landsfundarfull- trúar kjósa formann flokksins og úrslitin eiga að liggja fyrir skömmu síðar. í framhaldi af því, eða eftir hádegi, verður gengið frá kjöri stjórnar. En hvernig standa leikar í for- mannsslagnum? Sá kvittur hefur komist á kreik að búið væri að sætta stríðandi fylkingar í flokknum með því að semja um úrslitin. Ólafur Ragnar á þannig að fá formannssætið en Sigríður verður varaformaður. Þeir alþýðubandalagsmenn sem blaðið hefur haft samband við laginu hefur haft veruleg áhrif á fylgi flokksins, eins og fram kom í skoðanakönnun Hagvangs. Þar segjast aðeins 8,9% aðspurðra styðja Alþýðubandalagið en flokkurinn fékk 13,3% atkvæða í síðustu alþingiskosningum. Alþýðubandalagsmenn eru þó handvissir um það að fylgið muni aukast strax eftir landsfundinn, hvernig sem formannsslagurinn endar. Þeir segja það líka alls- endis óvíst hvort sá sem verður undir í formannskjörinu verði kjörinn varaformaður. En við get- um ekki treyst neinum spádóm- um, úrslitin ráðast á landsfundin- um um næstu helgi og víst er að margir bíða hans með óþreyju. SS Bátar á legunni í Grímsey. Mynd: ÁÞ. segja þetta rakinn uppspuna. Engir samningar hafi verið gerðir heldur verður um hreina kosn- ingu að ræða á landsfundinum. Stuðningsmenn Sigríðar láta í það skína að sögusagnir sem þessar séu frá Ólafsmönnum komnar og til þess fallnar að freista þess að hafa áhrif á úrslit- in. Þeir segja jafnframt að Sigríð- ur njóti stuðnings meirihluta landsfundarfulltrúa, en sá meiri- hluti sé mjög naumur og því grípi stuðningsmenn Ólafs til ýmissa ráða. Burtséð frá þessu er ljóst að gauragangurinn í Alþýðubanda- Dagvistun á Akureyri: Stefnu- mótun á lokastigi Um þessar mundir er félags- málaráö Akureyrar að leggja síðustu hönd á uppkast að stefnumótun í dagvistarmál- um. Að sögn Jóns Björnssonar félagsmálastjóra er tilrauna- verkefnið í Síðuhverfi liður í þessari stefnumótun á þann hátt að ef tilraunin tekst vel þá gæti hún markað framtíðarfyr- irkomulag í dagvistarmálum. Jón sagði að stefnumótunin væri á lokastigi en unnið hefur verið við hana allt frá því í janú- ar. Hann sagði að mikilvægt hefði verið að meta dagvistar- þörfina og í því sambandi að kanna hve mikill hluti hvers ár- gangs væri í hverri tegund dag- vistar. „Þá gerum við áætlanir um uppbyggingu út þetta kjörtíma- bil, hvernig næstu skref í dagvist- un verði, hvar verði byggt o.s.frv. Við setjum fram ansi ítarleg ákvæði um starfshætti allra dagvistarformanna, bæði eru þar eldri reglur sem við söfn- um saman og ýmis nýmæli. Eins erum við með tillögur um nýtt fyrirkomulag varðandi mönnun dagvista,“ sagði Jón meðal annars. SS Sameinast Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið í eitt? - segir Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins pólitík því forsendan fyrir svona blaði er sú að flokkarnir geti séð af sínum málgögnum, með öðru móti verður ekki hægt að byggja þetta upp sem „professional" blað. Ég tel að svona hugmynd verði að koma frá formönnum flokkanna þriggja en því miður tel ég litlar líkur á að svo verði,“ sagði Ingólfur. ET Þref um girðingarmál í Skagafirði: „Hefði klippt girð- inguna með naglbit" - segir Dúddi á Skörðugili „Þetta eru nú ekki beint deil- ur. Þetta er miklu frekar mein- ingarmunur og ég hef bara gaman að þessu,“ sagði Dúddi á Skörðugili um þref vegna girðingarmála við bændur í Sæmundarhlíð, sem staðið hef- ur í haust. Brotinn hliðstaur í síðustu viku er það síðasta sem gerðist í málinu. Hross bændanna á Syðra- Skörðugili hafa um árabil getað farið óheft yfir Sæmundará í land Skarðsár, þar sem einbúinn Pálína Konráðsdóttir býr. Þaðan hafa þau getað leitað hvort heldur til fjalls eða farið eftir veginum út Sæmundahlíð. Bændur í Sæ- mundarhlíð voru orðnir lang- þreyttir á þessu og tóku sig til fyr- ir göngurnar í haust og girtu meðfram Sæmundará, í samráði við Vegagerðina sem útvegaði efnið. Seyluhreppingar sem þurfa að fara þarna um í göngur gerðu strax athugasemdir við staðsetn- ingu hliðs og af þeim sökum var komið fyrir öðru hliði á girðing- unni. Við heimasmölun í haust varð svo aftur ágreiningur út af girðingunni. Þá sögðu Hlíðar- menn bændurna á Syðra-Skörðu- gili hafa farið inn í Skarðsárland til að smala. Kærðu þeir til sýslu- manns og fóru fram á að fénu yrði skilað. Fyrir nokkru var öðru hliðinu læst með keðju og lás og fékk fjallskilastjóri í Stað- arhreppi samþykki fjallskilastjór- ans í Seyluhreppi fyrir því. í síð- ustu viku var svo hlið þetta brotið upp. „Ég var þarna á ferð og opnaði hliðið sem var búið að læsa. Mér finnst það ekkert stórvægilegt. Ég hef ekkert út á girðinguna að setja, en ég læt þá ekki loka hlið- inu. Það eru engin lög fyrir því að loka hliðum á þennan hátt og ef ég hefði verið með naglbít á mér hefði ég klippt girðinguna í sund- ur suður með ánni þar sem gamli vegurinn lá, frekar en brjóta hlið- staurinn. Ég átti allt eins von á því að þeir mundu kæra mig en það hafa þeir ekki gert ennþá,“ sagði Dúddi. Bjarni Jónsson fjallskilastjóri á Hóli sagði að annað hlið ólæst væri á girðingunni og ætti Dúdda að vera vel kunnugt um það. Seg- ir hann Dúdda ekkert eiga með að rjúfa girðinguna hvort heldur að norðan- eða sunnanverðu. Hún sé einfaldlega ekki í hans landi. -þá Fyrir um 10 árum kom sú hug- mynd fyrst upp að flokksmál- gögnin þrjú Tíminn, Þjóðvilj- inn og Alþýðublaðið samcin- uðust í eitt stórt og sterkt dagblað til mótvægis við Morg- unblaðið. Hugmyndin hefur alltaf af og til skotið upp koli- inum að nýju og nú síðast í tilefni af væntanlegum búferla- flutningum þessara þriggja blaða þegar öll starfsemi þeirra þar á meðal sameiginleg prent- smiðja, flyst í tvö samliggjandi hús að Lyngháisi í Reykjavík. „Það er áhugi fyrir þessu hjá sumum en öðrum ekki og því er ekki að neita að málið hefur lifn- að að nýju með þessum áformum um flutninga," sagði Ingólfur . Margeirsson ritstjóri Alþýðu- blaðsins aðspurður um hvort sameining blaðanna stæði fyrir dyrum. „Mér finnst það mjög spenn- andi hugmynd að slá þessum blöðum saman í eitt sterkt ár- degisblað sem væri einhvers kon- ar félagshyggjublað. Markaðs- lega séð mælir allt með þessu því þessi blöð berjast nú öll fyrir fjár- hagslegri tilveru sinni og samein- ing myndi auka hagkvæmnina mikið. Þetta er bara spurning um í dag verður Aldís Einarsdótt- ir, elsti núlifandi íslendingur- inn, 103ja ára. Aldís er vist- maður á Kristnesspítala þar sem hún hefur dvalið um tveggja ára skeið. Aldís Einarsdóttir er fædd á Gnúpufelli í Saurbæjarhreppi árið 1884. Foreldrar hennar voru Einar Sigfússon, ættaður frá Gnúpufelli og Guðríður Brynj- ólfsdóttir sem var Skagfirðingur að ætt. Fjölskyldan tluttist að Stokkahlöðum I í Hrafnagils- hreppi árið 1891 en eftir að for- eldrar Aldísar féllu frá tók hún, ásamt tveimur systkinum sínum, við jörðinni. Á Stokkahlöðum bjó Aldís ein eftir að systkini hennar, Bjarni og Rósa, létust. Fyrir tveimur árum flutti hún á Kristnesspítala Elsti núlifandi íslendingurinn, Aldís Einarsdóttir. þar sem hún er nú vistmaður, sem áður segir. Dagur óskar Aldísi innilega til hamingju með 103ja ára afmælið. JÓH „Bara spurning um pólitík“ Aldís Einarsdóttir 103 ára í dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.