Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 11
6. nóvember 1987 - DAGUR -11
Akureyri:
Píanótónleikar
í Borgarbíói
Það reynir verulega á innviði hjónabandsins í Lokaæfingu Svövu Jakobsdóttur.
Leikfélag Akureyrar:
Lokaæfi ng og E i narÁskel I
Valgeir
stuðmaður
í Zebra
Aðdáendur Valgeirs Guð-
jónssonar Stuðmanns með
meiru, ættu að kætast nú,
því hann kemur í bæinn um
helgina og skemmtir gestum
veitingahússins Zebra.
Valgeir verður í Zebra á
morgun, laugardaginn 7.
nóvember kl. 22.00.
Hann mun mæta með
kassagítarinn sinn og leika
gamla slagara eins og t.d.
„taktu í nefið“ og fleira.
Þess má geta nú, fyrir
aðdáendur þessarar tegund-
ar hljómlistar, að viku
seinna, 14. nóvember, kem-
ur Bubbi Morthens og verð-
ur með tónleika í Zebra.
Hörður Torfa-
son í tón-
leikaferð um
Norðurland
Hörður Torfason, stundum
kallaður faðir trúbadoranna
á íslandi, mun verða á tón-
leikaferð um Norðurland
næstu vikuna. Hörður mun
spila lög af nýútkominni
plötu sinni og einnig mun
dagskráin verða krydduð
gömlum og góðum lögum
hans.
Hörður hefur ferðina í
Safnahúsinu á Sauðarkróki
á morgun kl. 21. Á sunnu-
dagskvöld kl. 22 verða tón-
leikar í Hótel Höfn á Siglu-
firði, á mánudag kl. 21 í
Samkomuhúsinu á Akur-
eyri, á þriðujudagskvöld á
sama tíma verða tónleikar í
Tjarnarborg í Ólafsfirði, á
miðvikudagskvöld kl. 21
verður Hörður í Víkurröst á
Dalvík og lokapunkturinn
verður síðan á Ákureyri á
fimmtudagskvöld. Þá mun
Hörður spila í Mánasal
Sjallans og hefjast þeir tón-
leikar kl. 22.
Á tónleikum Harðar mun
verða .hægt að kaupa nýút-
komna plötu hans. Að-
göngumiðaverð á tónleik-
ana verður 500 kr. nema á
tónleikunum í Sjallanum en
þar kostar miðinn 600 kr.
Golfmót
Mótanefnd Golfklúbbs
Akureyrar hefur ákveðið að
skella á 18 holu golfmóti á
morgun, laugardag, og hefst
það kl. 13.00.
Þarna gefst kylfingum
kærkomið tækifæri til að
leika „einn hring“ áður en
kylfurnar verða settar í
geymsluna. Völlurinn er
sagður „góður miðað við
árstíma".
Á morgun, laugardag 7.
nóvember kl. 16.00 heldur
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleika* tónleika í Borg-
arbíói á Akureyri. Hann er
einn okkar fremstu píanó-
leikara af yngri kynslóðinni.
Þorsteinn Gauti er fæddur
árið 1960 og lauk einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík árið 1979. Hann
stundaði framhaldsnám
bæði í New York og Róm og
hefur komið fram á tónleik-
um á Norðurlöndunum,
Bandaríkjunum, Þýskalandi
og Rússlandi.
Sem einleikari hefur hann
komið fram með útvarps-
hljómsveitinni í Helsinki,
Krinkasthljómsveitinni í
Osló og Sinfóníuhljómsveit
íslands.
Á tónleikunum í Borgar-
bíói mun Þorsteinn Gauti
leika verk eftir .1. S. Bach,
F. Chopin, S. Rachmaninoff
og A. Skrjabin.
Villibráðar-
Helgina 13.-15. nóvember
verður haldið villibráðar-
kvöld sælkerans í Smiðjunni
á Akureyri. Margt girni-
legra rétta verður á boð-
stólum og er ekki að efa að
bragðlaukarnir verða kitlað-
ir. Vert er að minna fólk á
að panta borð í tíma því í
fyrra komust færri að en
vildu.
Leikfélag Akureyrar sýnir
Lokaæfingu Svövu Jakobs-
dóttur nk. föstudag og laug-
ardag kl. 20.30. Sýningar
þessar eru númer 5 og 6 en
Íeikritið hefur vakið mikla
athygli og hlotið lofsamlega
dóma. Þá er Einar Áskell
kominn í hús eftir ferðalag
um Norðurland og heim-
sóknir í grunnskóla á Akur-
eyri.
Barnaleikritið Halló Ein-
ar Áskell verður sýnt í
leikhúsinu laugardaginn 7.
nóvember og sunnudaginn
I kvöld leika Þór og UMFN
í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Leikurinn fer
,1'ram í Hölllinni á Akureyri
og hefst kl. 20.30.
Kvennalið Þórs leikur tvo
leiki um helgina í 2. deild-
inni í handbolta. Báðir eru
þeir gegn ÍBK og fara fram í
Skemmunni á Akureyri.
Fyrri leikurinn fer fram í
kvöld og hefst kl. 21 en sá
síðari á morgun laugardag
kl. 15.15.
Kvenna- og karlalið KA í
blaki leika gegn Þrótti fyrir
8. nóv. kl. 15. Þetta er
skemmtilegt leikrit með
söngvum og hefur það vakið
mikla hrifningu, sérstaklega
hjá yngstu kynslóðinni. For-
eldrar, sem gjarnan lesa
bækurnar um Einar Áskel
fyrir börnin sín á síðkvöld-
um, ættu einnig að hafa
gaman af sýningunni.
Pétur Einarsson leikhús-
stjóri sagðist í stuttu spjalli
vera mjög ánægður með þá
dóma sem Lokaæfing hefði
fengið. Hann sagðist hafa
sunnan um helgina. Leikið
verður í íþróttahúsi Voga-
skóla og hefst kvennaleikur-
inn kl. 13.30 en karlaleikur-
inn kl. 14.45.
Um helgina lýkur fyrstu sýn-
ingu Gluggans, samsýningu
átta listamanna, þeirra Rósu
fregnað það að Svava Jak-
obsdóttir hefði lýst því yfir
að henni þætti sýning Leik-
félags Akureyrar best af
þeim þremur uppfærslum
sem hún hefði séð. Ekki
slæmt hrós þetta.
Vert er að minna á það að
enn er hægt að kaupa
aðgangskort hjá LA. Þau
gilda á 4 sýningar; Lokaæf-
ingu, Pilt og stúlku. Horft af
brúnni og Fiðlarann á þak-
inu. f Ijósi væntanlegra
verðhækkana á leikárinu fær
maður eina sýningu ókeypis
ef maður kaupir sér aðgangs-
kort. Þau gilda á tiltekið
númer á sýningu og ákveðin
sæti. En geti korthafi ekki
nýtt sér kortið á þá sýningu
er hægt að fá sæti í staðinn á
aðra sýningu. Þannig heldur
kortið gildi sínu.
Júlíusdóttur, Kristins G.
Jóhannssonar, Guðmundar
Ármanns, Heiga Vilberg,
Margrétar Jónsdóttur, Jóns
Laxdal, Haraldar Inga og
Jónasar Viðars.
Verkin sem nú eru sýnd
eru af ýmsu tagi, svo sem
keramik, olíu- og akrylmál-
verk, bótasaumur og papp-
írsmyndir.
Aðsókn hefur verið góð
og nokkur verkanna selst.
Sýningin verður opin frá
kl. 14.00-20.00 fram til
sunnudagsins 8. nóvember.
Bókmennta-
félag MA 10 ára
Sunnudaginn 8. nóvember
kl. 15 verður 10 ára afmæli
Bókmenntafélags M.A.
haldið hátíðlegt í Möðru-
vallakjallara. Af því tilefni
munu hjónin Kristín
Jóhannesdóttir, kvikmynda-
leikstjóri og Sigurður
Pálsson, skáld koma í heim-
sókn og fjalla um verk sín.
Á boðstólum verður kaffi
og kökur (gestum til handa)
gegn vægu verði. Af sama
tilefni verður mynd Kristín-
ar „Á hjara veraldar" sýnd í
Borgarbíói á laugardag kl.
17.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari
Ijósvakarýni
„Gott að geta valið“
Þá hefjum við Ijósvakarýnina á
nýjan leik og af enn meiri krafti
en áður. Hér verður rifið og
tætt, lofað og hælt og allt (par á
milli. Byrjum á þætti sem fjallar
um erjur og ástir yfirstéttarfólks
í Þýskalandi. Þetta er Arfur
Guldenbergs, nokkurs konar
Dallas/Schwarzwald bræðing-
ur, sem er á dagskrá Sjón-
varpsins á þriðjudagskvöldum.
Meö hálfum huga settist ég
fyrir framan nýja sápuþáttinn á
þriðjudagskvöldið og bjóst við
hinu versta. Og það gekk eftir,
eða hvað? Vissulega eru tóm-
stundir yfirstéttarinnar mauk-
soðið sjónvarpsefni og ekki var
söguþráðurinn í Guldenberg
ýkja frumlegur. Persónu-
sköpunin einhæf, vondar og
spilltar manneskjur annars veg-
ar og góðar og saklausar hins
vegar. Afþreying á lágu plani. Á
móti kemur að landslagið í
Þýskalandi er afar fallegt og
kvenfólkið ekki slðra en mikiö
bar á fáklæddu kvenfólki í
Guldenberg, sennilega f því
skyni að höfða til lægstu hvata
karlpenings, sem svo eru kall-
aðar.
Annars siglir Sjónvarpið frek-
ar lygnan sjó. Það á sína góðu
og slæmu daga, en fátt kemur
manni á óvart. Hvað heldurðu?
heitir nýr spurningaþáttur sem
er að mörgu leyti hinn skemmti-
legasti. Spurningarnar eru af
léttara taginu og þátturinn
gengur vel. Því miður er stjórn-
andi þáttarins, Ómar Ragnars-
son, orðinn ansi útþvældur.
Hneggið í honum er verulega
þreytandi og það er eins og
hann megi ekki heyra ferskeytlu
án þess að taka bakföll, hrína
og góla á afkáralegan hátt.
Dagskrá Sjónvarpsins hefur
lengst. Þessi íhaldssama stofn-
Stefán
Sæmunds-
son
skrifar
un hóf útsendingar á fimmtu-
dögum fyrir skömmu og nú byrj-
ar dagskráin fyrr á daginn og
varir yfirleitt lengur en áður. Mér
finnst gott að geta valið og því
er óg meö myndlykil á mínu
heimili. Á Stöð 2 ægir saman
efni af öllu tagi, aöallega þó
bandarísku afþreyingarefni. En
þar sem dagskrá stöðvarinnar
er mjög löng kemst maður ekki
hjá því að finna eitthvað áhuga-
vert. Góðar bíómyndir eru
gjarnan í boði, íþróttir, fram-
haldsþættir, fræðsluefni og
barnaþættir. Aukið framboð
finnst mér vera af hinu góða en
auðvitað verða menn aö geta
stillt sig og láta ekki sjónvarps-
skjáinn glepja sig um of.
íþróttir um helgina
Samsýning í
Glugganum