Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 6. nóvember 1987
Hundaeigendur
Akureyri
Lögboðin hundahreinsun á Akureyri verður
föstudaginn 6. nóv. kl. 16-18 og laugardaginn 7.
nóv. kl. 10-12 í áhaldahúsi Gróðrarstöðvarinnar.
Greiða ber leyfisgjald fyrir 1987, kr. 2.600.- og
framvísa skal kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af
ábyrgðartryggingu.
Árangur hreinsunar er betri ef hundarnir eru fast-
andi þegar hreinsun fer fram.
Munið að skila inn umsóknum um leyfi til hunda-
halds.
Heilbrigðisfulltrúi.
niir
Aðalfundur
Framsóknarfélags Dalvíkur
verður haldinn sunnudaginn 8. nóv. kl. 15.00 í
kaffistofu Frystihússins.
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra mætir á fundinn.
Stjórnin.
Flokksstjóii
Óskum eftir að ráða
flokksstjóra
við gæruklippingu
í Blautsal Skinnaiðnaðar.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
IÐNAÐARDEILD
SAMBANDSINS
GLERÁRGÖTU 28 AKUREYRI SÍMI (96)21900
Smiðir óskast
sem fyrst
★ Mikil vinna ★
byggir hf.
Símar: 96-26277, 96-26172 og 96-26270.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA
FATLAÐRA AUSTURLANDI
Stólpi - verndaður
vinnustaður Egilsstöðum
Staða forstöðumanns við vinnustaðinn
Stólpa er laus til umsóknar.
Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi áhuga á að
starfa eða hafi starfað með andlega eða líkamlega
fötluðu fólki og hafi reynslu á sviði verkstjórnar.
Ráðningartími er sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skuli send Svæðisstjórn Austurlands, Kaup-.
vangi 6, 700 Egilsstöðum fyrir 17. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í símum
97-11833 og 97-11443 alla virka daga frá kl. 13-17.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi.
Lægsta tilboðið í Egilsstaða-
flugvöll frá Héraðsbúum
-Samstarfsfélag tækja- og bíleigenda bauð 10 milljónum undir áætlun
Opnuð hafa verið í tilboð
framkvæmdir við fyrsta áfanga
flugvallar á Egilsstöðum.
Lægsta tilboðið var frá Sam-
starfsfélagi tækja- og bfleig-
enda á Héraði og var það um
10 milljónum lægra en kostnað-
aráætlun gerði ráð fyrir. Auk
Héraðsbúa buðu fjögur önnur
fyrirtæki í verkið.
Tilboð Samstarfsfélagsins
hljóðaði upp á 8,5 milljónir króna
en kostnaðaráætlunin gerði ráð
fyrir um 18,6 milljónum til
verksins. I þessum fyrsta áfanga
við Egilsstaðaflugvöll er gert ráð
fyrir uppgreftri úr hluta af flug-
brautarstæðinu og gerð vegar frá
malarnámunum í Mýneslandi,
eftir fljótsbakkanum, að flugvall-
arstæðinu.
Að sögn Jóhanns H. Jónssonar
hjá Flugmálastjórn á eftir að fara
yfir tilboðin og meta þau
nákvæmlega. Hann sagðist ekki
geta sagt nákvæmlega til um
hvenær ákvörðunin yrði tekin um
hver fengi verkið en það yrði að
öllum líkindum gert í þessari
.viku. Ekki var hægt að fá uppgef-
ið hjá Jóhanni hverjir hinir fjórir
aðilarnir hefðu verið sem buðu í
verkið og sagði hann að það væri
regla hjá Flugmálastjórn að gefa
einungis upp þann
lægsta tilboðið ætti.
aðila
sem
AP
Hellusteypan
með fullt hús
Sveit Hellusteypunnar er með
fullt hús stiga að loknum
tveimur umferðum í Akureyr-
armóti Bridgefélags Akureyrar
en 2. umferð var spiluð á
þriðjudaginn.
Úrslit urðu þessi:
Sv. Hellusteypunnar -
sv. Sigurðar Víglundssonar: 25-5
Sv. Kristjáns Guðjónssonar -
sv. Sporthússins: 24-6
Sv. Ragnhildar Gunnarsdóttur -
sv. Zarioh Hamadi: 23-7
Sv. Gunnars Berg -
sv. Sveinbjörns Jónssonar: 20-10
Sv. Stefán Vilhjálmssonar -
sv. Ormars Snæbjörnssonar: 17-13
Sv. Gunnlaugs Guðmundssonar -
sv. Gylfa Pálssonar: 17-13
Sv. Grettis Frímannssonar sat yfir og
hlaut 18 stig.
Staða
framkvæmdastjóra
við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er
hér með auglýst laus til umsóknar.
Framkvæmdastjóri skal sjá um fjárhagslegan rekstur
stofnunarinnar og hafa umsjón meö daglegum rekstri.
Áskilið er aö umsækjandi hafi menntun og starfsreynslu á
rekstrarsviði.
Laun samkv. kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu deild fyrir málefni
fatlaðra - fyrir 1. desember n.k.
Staðan veitist frá 1. janúar 1988 eöa eftir samkomulagi.
Félagsmálaráðuneytið 3. nóvember 1987.
|||| Aðalfundur
Framsóknarfélags Akureyrar
veröur haldinn á Hótel KEA laugardaginn 7.
nóvember n.k. og hefst kl. 14.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Starfið framundan.
Önnur mál.
Félagar takið þátt í vetrarstarfinu og fjölmennið á
fundinn.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Norðurgötu 47, neðri hæð,
Akureyri, þingl. eigandi Jóhann Kr. Sigurðsson ofl., fer fram á
eigninni sjálfri miðvikud. 11. nóvember ’87 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Keilusíðu 12b, Akureyri, talinn
eigandi Konráð F. Svavarsson, fer fram á eigninni sjálfri mið-
vikud. 11. nóvember '87 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóður
Akureyrar og Iðnaðarbanki (slands hf.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Alls taka 13 sveitir þátt í
keppninni og er spilaður einn
32ja spila leikur á kvöldi.
Keppnisstjóri er Albert Sig-
urðsson.
Sv. Hellusteypunnar er sem
fyrr segir efst með 50 stig, sv.
Kristjáns Guðjónssonar er önnur
með 47 stig, í 3. sæti er sv. Grett-
is Frímannssonar með 43 stig.
3. umferð fer fram n.k. þriðju-
dag og hefst kl. 19.30 í Félags-
borg.
Kristniboðshúsið ZION.
Sunnudaginn 8. nóvember. Kristni-
boðsdagurinn. Kl. 15.00 kaffisala
til ágóða fyrir kristniboðið.
Hjálpræðisherinn.
Föstud. 6. nóv. kl. 20.00.
Æskulýðsfundur.
Sunnud. 8. nóv. kl. 13.30. Sunnu-
dagaskóli.
Kl. 17.00. Almenn samkoma.
Mánud. 9. nóv. kl. 16.00. Heimila-
samband.
Þriðjud. 10. nóv. kl. 17.00. Yngri-
liðsmannafundur.
Takið eftir.
Flóamarkaður í dag föstudag kl.
10-12 og 14-16.
Hreinsuð jörð - Muntu lifa til að
sjá hana?
Opinber fyrirlestur sunnudaginn
8. nóvember kl. 14.00 í Ríkissal
votta Jehóva, Sjafnarstíg 1, Akur-
eyri.
Ræðumaður: Kjell Geelnard.
Guðveldisskólinn og þjónustusam-
koman alltaf á fimmtudögum kl.
19.30 á sama stað. Vottar Jehóva.
K.F.IJ.M.
og
íK.F.U.K., Sunnuhlíð
Síðustu samkomur í
samkomuviku.
Föstudagur 6. nóv. kl. 20.30.
Myndbandasýning frá Eþíópíu.
Ræða: Jónas Þórisson, kristni-
boði.
Laugardagur 7. nóv. kl. 20.30.
Ræða: Þorvaldur Halldórsson.
Kl. 24.00, miðnætursamkoma.
Þorvaldur Halldórsson talar og
syngur.
Sunnudagur 8. nóvember. Kristni-
boðsdagurinn.
Kl. 14.00. Guðsþjónusta með alt-
arisgöngu í Akureyrarkirkju.
Ræða: Jónas Þórisson, kristni-
boði. Séra Birgir Snæbjörnsson
þjónar fyrir altari.
Kl. 15.00. Kaffisala verður í kristni-
boðshúsinu ZION eftir guðs-
þjónustuna.
Kl. 20.30. Samkoma í Sunnuhlíð.
Myndbandasýning frá Eþíópíu.
Ræða Jónas Þórisson, kristniboði.
HVÍTASUnmiRKJAM nsmnsHtíB
Föstud. 6. nóv. kl. 18.00.
Æskulýðsfundur fyrir 11-14 ára.
Laugard. 7. nóv. kl. 20.30.
Brauðsbrotning.
Sunnud. 8. nóv. kl. 11.00.
Sunnudagaskóli.
Sama dag kl. 14.00. Almenn sam-
koma. Ræðumaður: Vörður L.
Traustason. Mikill og fjölbreyttur
söngur.
ATH. barnagæsla á meðan á sam-
komu stendur.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan.