Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 2. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Upphlaup Al þýðuf lokksi ns Þingmenn Alþýðuflokksins hafa allt á hornum sér vegna þeirra frumvarpsdraga sem fyrir liggja um stjórnun fiskveiða næstu fjögur árin. Það er engu lík- ara en að kratar vilji ólmir finna ástæðu til að slíta núverandi stjórnarsamstarfi, þótt því verði ekki trúað fyrr en í fulla hnefana. Reyndar segja forystumenn Alþýðuflokksins að sú sé ekki ætlun þeirra. Samtímis hafa þeir samt uppi stór orð um að drögin að kvóta- frumvarpinu svonefnda verði ekki samþykkt óbreytt af þeirra hálfu og fái þeir ekki fram ákveðnar grund- vallarbreytingar, verði það alls ekki lagt fram sem st j órnarfrumvarp. í þeim kafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem fjallar um sjávarútveg segir orðrétt: „Fiskveiðistefnan verði tekin til endurskoðunar og stefna mörkuð, sem taki gildi þegar í upphafi næsta árs. Endurskoðunin verði falin sérstakri nefnd sem hafi samráð við helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fiskiðnaði, svo sem fulltrúa útgerðar, fiskvinnslu, sjómanna og fisk- vinnslufólks og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar." Síðan eru talin upp þau atriði sem nefndinni er m.a. ætlað að taka afstöðu til. Sjávarútvegsráðherra hefur í einu og öllu unnið eftir þessum ákvæðum stjórnarsáttmálans. Sérstök nefnd stjórnarþingmanna hefur átt ítarlegar viðræður við hagsmunaaðila í sjávarútvegi undanfarnar vikur og unnið að endurskoðun fiskveiðistefnunnar í nánu samráði við þá. Niðurstaða þeirra viðræðna er sú að umræddir hagsmunaaðilar sjá ekki ástæðu til að víkja frá þeirri grundvallarstefnu, sem fylgt hefur verið við stjórnun fiskveiða s.l. fjögur ár. Samt sem áður rjúka alþýðuflokksmenn upp til handa og fóta nú og setja hnefann í borðið. Þeir virð- ast núna fyrst vera að átta sig á því að mótun fiskveiði- stefnunnar til næstu fjögurra ára er að mestu lokið. Þeir tóku þátt í þeim viðræðum sem fram hafa farið undanfarnar vikur, án þess að leggja fram eina ein- ustu mótaða breytingatillögu. En á elleftu stundu vilja þeir breyta stefnunni - í grundvallaratriðum! Enn er fáum ljóst hvaða breytingar þeir vilja gera, enda vita þeir það ekki fyllilega sjálfir né eru þingmenn flokks- ins samstíga í afstöðu sinni til einstakra atriða frum- varpsins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokks- ins hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra fyrir að hafa haft náið samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi við mótum frumvarpsins. Það hefur hingað til ekki talist löstur hjá ráðamönnum þjóðarinnar að hafa samráð við fólkið í landinu en kratar virðast ekki alls kostar hrifnir af slíkum vinnubrögðum. Slík afstaða stjórn- málaflokks hér á landi heyrir til tíðinda. Upphlaup alþýðuflokksmanna nú er mjög alvarlegs eðlis. Afstaða þeirra í þessu máli brýtur í bága við ákvæði stjórnarsáttmálans sem flokkarnir þrír gerðu með sér í vor. Ef kratar sitja fast við sinn keip getur það auðveldlega leitt til stjórnarslita. Það væri ábyrgð- arleysi að slíta stjórnarsamstarfinu nú en ef svo færi yrði það algerlega á ábyrgð Alþýðuflokksins. BB. Leikklúbburinn Saga: Hinn eini sanni Seppi Augnablikshlé á inilli morðtilrauna. Myndír: TLV Símon Grafsteinn sýnir Lafði Sælu Moldá grimmd og miskunnarleysi. „Skondið verk og skemmtilegt" - segir Skúii Gautason leikstjóri Næstkomandi laugardag frum- sýnir Leikklúbburinn Saga leikritið „Hinn eini sanni Seppi“, eftir breska leikrita- skáldið Tom Stoppard. Stopp- ard þessi er raunar fæddur í Tékkóslóvakíu en hefur skap- að sér nafn sem einn fremsti leikritahöfundur Breta. Leik- klúbburinn Saga ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ég spurði leikstjór- ann, Skúla Gautason, hvort hér væri ekki um erfitt við- fangsefni að ræða. „Jú, þetta er erfitt viðfangsefni og tíminn mjög naumur. Við setjum verkið upp á 5 vikum, sem verður að teljast knappur tími. Hins vegar eru krakkarnir í Sögu orðnir vanir leikarar, það er gott og gaman að vinna með þeim og þau eru brennandi af áhuga.“ - Segðu mér aðeins frá verk- inu. Um hvað fjallar „Hinn eini sanni Seppi"? „Þetta er einþáttungur, þótt vissulega séu kaflaskipti í því, en verkið er sýnt í einni samfellu. Þetta er skondið verk og skemmtilegt, en annars get ég lít- ið sagt frá því. Áhorfendur verða að koma að mestu leyti óupplýst- ir á sýninguna því hún á að koma þeim á óvart. Uppbyggingin er mjög sérkennileg. Ég get þó sagt að hér er á ferðinni sakamála- leikrit af flóknustu gerð. Flestar, ef ekki allar persónurnar leika tveim eða fleiri skjöldum. Það er sterk ádeila í verkinu og í raun- inni er leikritið umgjörð um hár- beitta ádeilu.“ - Hvernig er að leikstýra svo ungum leikurum? Mótar þú krakkana eins og leir eða gefur þeim færi á eigin túlkun? 1 „Krakkarnir hafa flestir þá tækni sem þarf til að bera. Ég hef farið þá leið að leikstýra sterkt í byrjun en láta þá síðan fylla upp í persónusköpunina og þeir hafa gert það mjög skemmtilega." - Valdir þú þetta leikrit? „Nei, leikhópurinn valdi þetta sjálfur. Krakkarnir komu síðan að máli við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að setja þetta til- tekna verk upp. Ég hef alltaf ver- ið sérstaklega veikur fyrir Afskipt kona er verri en allir árar vítis... Stoppard. Hann er geysilega skemmtilegur og skrifar af mikl- um sannfæringarkrafti eins og sést glöggt í þessu verki. Krakk- arnir spurðu mig hvort þetta væri einhver vitfirringur, en ég held þvert á móti að hann sé einhvers konar ofurheili. Ég sá eitt sinn sjónvapsviðtal við hann og þá var spyrillinn hvað eftir annað kom- inn í sjálfheldu því Stoppard sneri svo skerrimtilega út úr spurningunum. Þetta er mjög klár náungi.“ - Hver þýddi þetta verk? „Hann heitir Guðjón Ólafsson og mér skilst að hann sé mennta- skólakennari á ísafirði. Ég er ánægður með þýðinguna. Það er mikið af orðaleikjum, eins og Bretar eru þekktir fyrir, breskum misskilningi og útúrsnúningum. Guðjóni tekst mjög vel að koma þessu til skila.“ „Hinn eini sanni Seppi“ verður frumsýndur laugardaginn 5. des- ember. Leikklúbburinn Saga ætl- ar síðan að keyra á sýningar ann- an hvern dag fram eftir mánuðin- um. Leikritið verður því sýnt í mjög skamman tíma, en leikhóp- urinn er stórhuga og ætlar að ráð- ast í annað verk eftir áramótin. í kringum 15 manns vinna að „Seppanum“ og þar af eru 9 leikarar, eða 8 leikarar og 1 lík! Skúli sagðist hafa trú á því að fólk myndi flykkjast á verkið til að slaka á jólastressinu. „Seppinn" á heldur ekki að vera neinn tímaþjófur. Það tekur ekki nema rúman klukkutíma í flutn- ingi og er þar að auki bráð- skemmtilegur. Aðspurður sagðist Skúli hafa í nógu að snúast þessa dagana. Hann er nýbúinn að gera það gott sem Einar Áskell, hann tek- ur þátt í Pilti og stúlku hjá Leik- félagi Akureyrar, hann leikstýrir í Freyvangsleikhúsinu, en þar er samlestur hafinn á leikritinu „Mýs og menn“ eftir John Stein- beck. Auk þess er Skúli með ieiklistarnámskeið í Verkmennta- skólanum á Akureyri, cn þessa dagana er það „Hinn eini sanni Seppi“ sem er í sviðsljósinu og það verður fróðlegt að sjá hvern- ig til tekst hjá hinum ungu leikur- um í Leikklúbbnum Sögu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.