Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 02.12.1987, Blaðsíða 11
2. desember 1987 - DAGUR - 11 Minning: yGunnar Þór Jóhannsson skipstjóri Fæddur 2. desember 1926 - Dáinn 7. nóvember 1987 Elsku pabbi. Þessi hinsta kveðja frá okkur hefði átt að vera afmæliskveðja til þín. En skjótt skipast veður í lofti: Nú eru augun þín aftur lögð á eilífðarbraut ertu genginn. Orðin síðustu við þig sögð sanna, hugprúða drenginn. Já, þú hefur oft fengið að reyna það á löngum starfsferli þínum sem sjómaður og skipstjóri, hve veður geta skipast skjótt í lofti. En hugstyrkur þinn og ró streymdu frá þér, þótt fá orð væru sögð og þú stýrðir skipi þínu ætíð farsællega í höfn. Heima voru eiginkona og börn, sem elskuðu þig og virtu og biðu komu þinnar eftirvæntingarfull hvert sinn. Það var hátíð í bæ, er þú komst heim. Húsið fylltist af nærveru þinni, sem var okkur öll- um svo mikils virði. Ótal minningar koma í hugann á kveðjustundu. Nú þegar jólin fara senn í hönd, leitar hugurinn aftur til bernskujólanna. Við átt- um því láni að fagna að fá að hafa þig heima öll jól, þrátt fyrir starf- ið sem þú gegndir. Fjölskyldan sameinaðist öll við undirbúning, hver fékk sinn starfa. En mesta virðingarstaðan var þó að fá að vera „aðstoðarjólaskreytinga- stjóri“ með pabba. Virðingar- staða sem gekk til okkar koll af kolli, eftir því sem við uxum upp. Það er erfitt að ganga nú inn í jól- in án þín, elsku pabbi. Þegar við kveðjum þig nú, þökkum við allar dýrmætu stund- irnar sem við áttum með þér. Þökkum þér styrka og farsæla handleiðslu alla tíð. Barnabörnin þín þrjú þakka afa fyrir allt. Guð blessi góðan dreng. Valla, Jói, Hulda, Gunni, Edda. Þegar nafn mitt var kallað upp á fjölmennum fundi í Reykjavík, að morgni 7. nóvember 1987 og sagt að áríðandi símtal biði mín, vissi ég að eitthvað hafði komið fyrir. Hvað það var fékk ég að vita þegar Ásta sagði mér í símanum að þú værir dáinn. Slík- um fréttum á maður alltaf erfitt með að trúa. Ég held að ég hafi tæpast gert mér grein fyrir þessu, meðan ég leitaði þær systur uppi til þess að flytja þeim áfram þá frétt að þú værir dáinn. Pabbi þeirra, sem þeim þótti svo vænt um. Síðan lá leið okkar allra norð- ur á Dalvík og það komu margar myndir í hugann, margar góðar minningar um þig. Margar tengj- ast þér og náttúrunni. Þó að þú ættir að baki 45 ára starf sem sjómaður, þá varstu náttúrubarn í þér, næstum bóndi. Svipur þinn og látbragð leyndu aldrei hvað þér leið vel úti í náttúrunni. Ég man alltaf þegar ég var að veiða í Reykjadalsá og þú varst að koma úr einni af þínum feng- sælu veiðiferðum á Baldri og við höfðum mælt okkur mót við ána. Þar var ég búinn að vera eina tvo tíma þegar þú komst um morgun- inn. Þrátt fyrir þreytu eftir sjó- ferðina, þá hljópst þú með mér um árbakkann, stór glaðlyndur maður í veiðihug. En í hléinu unt miðjan daginn, lögðumst við í hátt júlígrasið á árbakkanum. Þó norðanstrekkingur væri, var logn í grasinu. Við horfðum í himin- inn og grasrótina og töluðum saman og árniðurinn og vindur- inn samstilltu hörpur sínar. Allt í einu uppgötvaði ég að þú varst sofnaður á árbakkanum. Þarna svafstu eins og barn. Ég man að það hvíldi yfir þér ró og þér leið vel. Já okkur leið oft vel saman. Þú gafst mér líka góðar gjafir og þá bestu, er þú sumarið 1979 leiddir elstu dóttur þína upp að altarinu til mín með hátíðlegum svip, þegar þið genguð inn gólfið í Dalvíkurkirkju. Oft síðan var ég stoltur af því að vera tengda- sonur þinn. Bæði af verkum þín- um á sjónum og því sem menn sögðu um þig. Á sumrin þegar ég var á togurunum frá Húsavík og þú að trolla á Ólafi Magnússyni, fylgdumst við hvor með annars skipum. Það gladdi mig alltaf þegar skipstjórar mínir, sem höfðu verið að tala við þig í stöð- inni, báru mér kveðju þína. Já oft var borið lof á þig í mín eyru. Þegar ég var með þér á Ólafi Magnússyni, sagði mér maður sem var búinn að vera lengi með þér til sjós, að það væri svo gott að vera með þér, þú værir svo ljúfur í skapi og traustur. Hann talaði sérstaklega um það hvað framkoma þín veitti mikið öryggi. Hann sagði mér jafnframt að þið hefðuð einu sinni verið í aftakaveðri og hættu. Hann hefði verið uppi í brú hjá þér og verið hræddur. En þegar hann hafði fundið hve þú varst öruggur og óttaiaus, þrátt fyrir hættuna, þá hefði það fyllt hann öryggi. Já hann sagði þig einstakan skip- stjóra. Þessi lýsing er svo sönn af þér, traustum og staðföstum, glaðlyndum, stórum manni. Manni sem hvikaði ekki frá sinni skoðun, þótt hún væri ekki sam- hljóða skoðunum annarra. Manni sem á sjálfsagðan hátt naut virðingar þeirra sem þekktu og umgengust. Þannig varst þú. Tengdafaðir minn, Gunnar Þór Jóhannsson, var fæddur 2. desember 1926 á Kleif í Þorvalds- dal við Eyjafjörð. Hann var son- ur hjónanna Ástríðar Margrétar Sæmundsdóttur og Jóhanns Sig- valdasonar. Þau bjuggu síðar á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. Ólst Gunnar þar upp ásamt níu systkinum. Snemma beygðist krókurinn og 15 ára fór Gunnar að stunda sjómennsku, fyrst frá Hauganesi og var það upphaf far- sæls sjómanns- og skipstjóra- ferils. Hann lauk skipstjórnar- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1951. Árið 1954 tók hann við skipstjórn á Baldri EA 770, sem gerður var út á síld- veiðar og flutninga. Síðan var hann lengi skipstjóri á Sæfaxa NK 102 frá Neskaupstað. Undir miðjan sjöunda áratuginn var hann um tíma með Helgu Guð- mundsdóttur BA frá Patreks- firði. Árið 1965 tók hann við Akraborgu EA 50 og fljótlega eftir það við Ólafi Magnússyni EA 250 og var með hann sam- fleytt í 15 ár á síld, loðnu og tog- veiðum. Árið 1982 tekur Gunnar aftur við skipi með nafninu Baldur. En nú er það skuttogari, sem hann sótti til Englands og ber nafnið Baldur EA 108. í frítúr af sjónum lentu Gunn- ar og Ásta í alvarlegu bílslysi þann 25. maí 1986. Hann hlaut mænuskaða sem leiddi til lömun- ar. Síðan þá gekk hann í gegnum erfiða sjúkralegu, sem sá einn þekkir, er reynir. En Gunnari tókst með dugnaði, viljastyrk og stöðugum æfingum að ná meiri framförum en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Eftir rúmlega árslanga sjúkra- dvöl og endurhæfingar í Reykja- vík, komstu aftur norður. Ég tók á móti þér á flugvellinum á Akur- eyri. Það var í sumar leið og við keyrðum rólega út Eyjafjörðinn. Þú varst glaður yfir því að vera að koma heim á Bárugötuna. En á Bárugötu 7 á Dalvík höfðu tengdaforeldrar mínir, þau Gunnar og Ásta Sveinbjarnar- dóttir búið heimili sitt. Þar ólust systkinin Valgerður, Jóhann, Hulda Sveinbjörg, Gunnar og Edda upp við gott atlæti. Sonur Huldu, Gunnar Þór Aðalsteins- son, hefur löngum átt þar skjól hjá afa og ömmu. Þar hófstu nú handa við að láta breyta heimil- inu í samræmi við breyttar aðstæður. Oft ræddum við hluti í því sambandi. Meðal annars um sólpall, sem þú varst að hugsa um að láta gera suður úr stofunni. Ég frétti það kvöldið áður en þitt hinsta kall kom, að þú hefðir ver- ið að kaupa hurð, sem átti að vera fyrir dyrunum út á fyrirhug- aðan sólpall. Enginn veit hvenær kallið kemur. Það urðu þannig aðrar dyr, sem opnuðust þér fyrr í sólina. Um leið og ég votta öðrum aðstandendum þínum samúð, ber ég þér þakkir fyrir allt, sam- verustundir og kynni. Barna- börnin þín, Emilía Ásta og Örlygur Hnefill bera afa sínum þakklætiskveðjur. Far þú í friði. Orlygur Hnefill Jónsson. Jólagjaífr Jólagjafir! Peysur, joggingpeysur, frottesioppar, vYerslunin náttkjólar, treflar, jgf r vettlingar, hálsfestar, MaM 1 Ifi ort eyrnalokkar, SrM mALM C Ug hárskraut og ' m margt fleira. M \vLS Sunnuhlíð 12, sími 22484. Ódýri markaðurinn Strandgötu 23 Ný sending af handklæðum, dúkum, kertastjökum, hvítum bollapörum. Jóladúkaefni frá 165 kr. pr/m. Sængurveraefni 165 kr. pr/m. Opið kl. 1-6 virka tlaga og laugardaga kl. 10-12 Ódýri markaðurinn Strandgötu 23. VfSA AKUREYRARB/ÍR Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni við dagvistina Sunnuhlíð frá 1. febrúar 1988. Dagvistin er ein deild meö 20-25 börnum, fyrirhugað er aö taka hana í notkun í mars 1988. Skriflegar umsóknir skuli berast til dagvistardeiidar, Eiösvallagötu 18, fyrir 31. desember 1987. Ennfremur auglýsum við eftir forstöðu- mönnum við dagvistirnar Flúði og Síðu- sel frá 1. janúar 1988. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1987. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 96-24600 alla virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. Fjöltækni auglýsir Fyrirtæki sem hyggja á tölvuvæðingu hafið sam- band við okkur. Við bjóðum tölvur á hagkvæmasta verði á íslandi í dag. Einnig útfærum við hugbúnað við hæfi hvers og eins ef óskað er. Væntanlegt er forrit fyrir smærri fyrirtæki, sem sér um lager, viðskiptamenn, starfsmenn, kostnaðarliði, vinnulaun, stað- greiðslu, uppsafnaða reikninga, mánaðarreikninga, útskriftfyr- ir á víxla, skuldabréf og yfirlit svo eitthvað sé nefnt. Þessi pakki verður seldur við vægu verði með okkar tölvum og sérhæfður að þörfum hvers og eins kaupanda. Frá Digitalvörum hf. bjóðum við hinar vinsælu og ódýru ACER PC/AT/og 32ja bita tölvur frá Multitech. T.d. 640Kb vélar með tveim diskadrifum 360k, rauntímaklukku, runutengi, sam- hliðatengi og Herculesupplausn á 12" skjá (14x9 matrixa) frá kr. 46000.00 með söluskatti. Einnig hina frábæru Brother prentara í öllum stærðum og verðflokkum á mjög hagstæðu verði. Frá ístel hf. bjóðum við ykkur símastöðvar fyrir stór og smá fyrirtæki, símsvara, talstöðvar, friðþjófa, bátastöðvar, telex- búnað fyrir tölvur, farsíma (NEC), telefaxtæki og margt fleira. Gerið verðsamanburð. Nú þegar eru um 300 aðilar á landinu komnir með símstöðvar frá ístel. Frá Fjölval hf. bjóðum við Mita Ijósritunarvélar í öllum stærð- arflokkum. Önnumst einnig viðgerðir á allskonar rafeinda- búnaði, tæknifræðilega ráðgjöf og hönnun. Reynið viðskiptin. Fjöltækni Gránufélagsgötu 4, III. hæð Pósth. 790, Akureyri. Sími 96-27375. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góða ferð! ||X FEROAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.