Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 3. desember 1987 231. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI „Berjumst fyrir útflutningnum" - segir Sveinn Kristinsson, togarasjómaður á Dalvík Togarasjómenn á Dalvík telja að samningar við vinnslu hafí á engan hátt verið brotnir með gámaútflutningi í haust. Sveinn Kristinsson, skipverji á Björg- Nýtt fiskiskip á næsta ári Bliki hf. á Dalvík hefur gengið frá samningi við Auðbjörgu hf. í Þorlákshöfn um skipti á fiskiskipum fyrirtækjanna, þ.e. Blika EA12 og Arnari ÁR 55. Um leið gengur Bliki hf. inn í samning sem Auðbjörg hafði gert í Svíþjóð varðandi smíði á nýju frystiskipi. Að sögn Ottós Jakobssonar, framkvæmdastjóra Blika hf. munu fyrirtækin skipta á skipum í mars n.k. Samkvæmt samningi mun síðan nýja skipið verða til- búið til afhendingar í ágúst og er ætlunin að Arnar gangi upp í kaupverð þess. Nýja skipið er tæplega 300 tonna frystiskip en Bliki EA 12 er tæplega 150 tonna skip. Ekki mun verða um neinn kvótatilflutning að ræða samhliða þessum kaupum og mun því fiski- kvóti Blikans færast yfir á Arnar og þaðan á nýja skipið. JÓH úlfi og trúnaðarmaður áhafn- arinnar segist ekki kannast við að samið hafi verið við frysti- húsið um meira en 50-70 tonn af físki á viku og hafi það magn verið ósk frystihússins. „Ég vil benda frystihússtjóra á að þegar frjálst fiskverð tók gildi var samið um að frystihúsið fengi allan fisk sem það og gerði og verð miðaðist við verð á Fisk- markaðinum í Hafnarfirði. Síðan sagði frystihúsið þessu verði upp í haust og nýir samningar voru gerðir sem tóku mið af meðal- verði á Hafnarfjarðarmarkaði. í þessum samningum var samið um að eitthvað færi í gáma og þá sagðist frystihússtjóri ekki þurfa nema 50-70 tonn á viku fyrir húsið. Ég held að ég geti fullyrt að þetta magn hefur húsið fengið," segir Sveinn. Sveinn segir að veiði hafi verið léleg í haust og því sé eðlilegt að sjómenn og útgerð reyni að fá sem best verð fyrir fiskinn enda beri þeim það samkvæmt sjó- mannalögum. Frystihúsið sjálft hafi boðið sjómönnum að þeir mættu ráðstafa öðrum tegund; um en þorski og við það hafi sjó- menn staðið. „Ég held að hægt sé að komast að samkomulagi í þessum málum og sjómenn eru tilbúnir til að ræða þetta. Hins vegar munum við aldrei gefa gámaútflutninginn eftir því að hann skiptir okkur verulegu máli hvað tekjur varðar. Útflutningurinn er búinn að bjarga okkur í haust og.fyrir honum munum við berjast," seg- ir Sveinn. _ JÓH * . Fjölskyldan á Asláksstöðum gróðursetti plöntur í gær í sannkallaðri vorblíðu. Heimilishundurinn lét ekki sitt eftir liggja eins og sjá má. Mynd: tlv Gróðursetning á jólaföstu - Bóndinn á Ásláksstöðum hamast við vorverkin Tíðarfarið þykir ekki einleik- ið um þessar mundir og í stað þess að moka snjó af tröpp- um eru menn nú að gróður- setja plöntur! Já, Gylfi Sig- urðsson bóndi á Ásláksstöð- um í Glæsibæjarhreppi og fjölskylda hans voru að planta í skjólbelti í túnjaðrin- um í gær þegar við heilsuðum upp á þau. Sannarlega óvenjulegt og sjálfsagt eins- dæmi norðanlands á þessum árstíma. Gylfi sagðist ætla að gróður- setja um 140 plöntur í þessu skjólbelti sem er í þremur sam- hliða rásum. Hann sagðist nota Alaskavíði syðst og nyrst en ösp í miðjunni. „Þetta fer að gera gagn eftir um 5 ár," sagði hann og benti á túnin norðan við land Ásláksstaða þar sem skjólbelti hafa aukið sprettuna og gert grasið jafnara. „Ég hef unnið mikið við gróðursetningu á undanförnum árum en aldrei á þessum árstíma. í vor setti ég niður um 2.000 trjáplöntur og gerði skjól- belti við túnið hér fyrir neðan," sagði Gylfi. Hann viðurkenndi það fúslega að þetta væri eitt helsta áhugamálið hans, en vissulega bæði erfitt og tíma- frekt. Varla var vottur af frosti í moldinni þar sem .Gylfi var að búa til skjólbeltið. Efst á hryggjunum var jarðvegurinn eilítið harðari, en lungamjúkur þar undir. Úrvals aðstæður til gróðursetningar. SS Álafoss - Iðnaðardeild SÍS: Flestir vilja vinna áfram hjá okkur „Auðvitað eru flestir óánægðir með að vera sagt upp, það geta menn sagt sér sjálfir. Hins veg- ar skilur meginþorri starfs- manna þá stöðu sem fyrirtækin eru í. Margt af þessu fólki vill - segir Birgir Marinósson, starfsmannastjóri vinna hjá okkur áfram undir breyttum kringumstæðum og við nýtt fyrirtæki," sagði Birgir Marinósson, starfsmannastjóri Iðnaðardeildar SÍS á Akur- eyri. Veðurfar í nóvember: Það næstbesta á öldinni „Þetta var í alla staði afskap- lega óvenjulegur nóvember," sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur í samtali við Dag, en nýliðinn nóvember var sá næst- hlýjasti á öldinni. Meðalhiti mánaðarins var 3,9 gráður sem er 3,7 gráðum umfram meðaltal áranna 1951- 1980. Hiti nóvembermánaðar hefur ekki verið svona hár síðan 1956 en þá var hlýjasti nóvember aldarinnar með meðalhita 4,8 gráður. Hitinn í mánuðinum fór hæst í 13,4 gráður og neðst niður í mín- us 5 gráður sem er að sögn Trausta, hvortveggja fremur óvenjulegt. Úrkoma á Akureyri var í nóvember 2/3 af meðalúrkomu, og varð jörð aldrei alhvít, sem mun frekar óalgengt. Aðspurður sagði Trausti að þetta veðurfar segði ekkert um áframhaldandi góðviðri. „Ég get nefnt sem dæmi að veturinn 1956-1957, þegar hlýjasti nóvember aldarinnar var, og vet- urinn '68, þegar nóvember nálg- aðist að vera eins góður og nú, reyndust ákaflega leiðinlegir eftir áramót. Gerði þá mikinn snjó þegar leið á veturinn," sagði Trausti að lokum. VG Sextíu og einum iðnverka- manni sagt upp, aðallega í loð- bandsdeild, auk fimmtán félaga í Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks, verkstjórum o.fl. sem tengdust deildinni á ýmsan hátt. í dag mun atvinnumiðlun taka til starfa, sérstaklega fyrir þá sem sagt var upp, og munu þrír aðilar starfa við hana. „Við munum reyna að útvega fólki önnur störf og komast að því hvaða ^törf henta því best. Við munum leita eftir störfum bæði innan og utan Sambandsfyr- irtækjanna. Eg ræddi við marga starfsmenn þegar ég afhenti þeim uppsagnirnar og benti þeim á að hafa samband við okkur þegar atvinnumiðlunin færi af stað. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að útvega fólkinu vinnu," sagði Birgir Marinósson. Birgir var spurður að því hvort einhverjir starfsmenn á Akureyri færu til starfa í verksmiðjunni í Mosfellsbæ. Sagði hann það allt óráðið ennþá en ef menn hefðu aðstöðu til að flytja suður væru þeir velkomnir í loðbandsdeild- ina þar._________________EHB Góð sala hjá Björgúlfi Togarinn Björgúlfur EA 312 frá Dalvík seldi tæplega 131 tonn í II ii II í gærmorgun. Gott meðalverð fékkst fyrir aflann eða 80,36 kr. fyrir kflóið. Afli Björgúlfs var aðallega þorskur en einnig eitthvað af grálúðu og kola. I heild fengust 158.753,80 pund eða 10,5 millj- ónir króna fyrir aflann sem teljast verður góð sala. Björgúlfur er eini íslenski togarinn sem selur í Hull í þessari viku. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.