Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 3
3. desember 1987 - DAGUR - 3 21900 - Iðnaðardeildin og Álafoss, góðan dag. . . Þessa setningu endurtaka þær Margrét J. Þorsteinsdóttir t.v. og Guðfinna Ingólfsdóttir oft á dag. Mörg hundruð símtöl fara gegnum þetta skiptiborð á hverjum degi en símastúlk- urnar eru alltaf jafn elskulegar, þrátt fyrir mikið álag. Mynd: EHB Sjálfsbjörg: Vill aukna þjónustu á akstri fyrir fatlaða Stjórn Sjátfsbjargar hefur sent stjórn Strætisvagna Akureyrar bréf um aukna þjónustu við mest fatlaða félaga sína. Hefur stjórn SVA lagt til að í þrjá mánuði fari fram reynsluakstur vegna útkalla til aksturs fótks bundnu hjólastólum, alla daga vikunnar til kl. 23.00 á kvöldin til þess að kanna þörf á þessari þjónustu. Ingi Þór Jóhannsson sagði í samtali við Dag að fram að þessu hefði þessi þjónusta eingöngu farið fram innan dagvinnutíma strætisvagnastjóra á virkum dögum. Á kvöldin og um helgar hefur lögreglan reynt að sinna akstri fatlaðra en oft væri erfitt að koma því við, bæði vegna anna og hversu erfitt er að koma hjólastólum í lögreglubílana því á þeim er ekki til þess gerð lyfta. Ljóst er að notkun bíls ferli- þjónustunnar hefur aukist mikið og hefur þurft að neita mörgum um þjónustu hans. Ferliþjónust- an hefur einnig þjónað öldruðum sem eru í dagvistun á Dvalar- heimilinu Hlíð. Vegna fyrirsjáan- legrar aukningar í dagvistun aldraðra, er ljóst að hún mun ekki geta sinnt sínu hlutverki þar sem skyldi nema til korni önnur bifreið. Ingi Þór sagði að ef til kæmi, að akstursþjónusta yrði veitt alla vikuna, myndu viðkomandi vænt- anlega þurfa að panta akstur um helgi fyrir kl. 18.00 á föstudögum. VG Piltur og stúlka: Forsala aðgöngu- miða hafin Ofsagt var í föstudagsblaði Dags að Guðmundur Jónsson óperusöngvari myndi stjórna söngæfíngum leikara í Pilti og stúlku. Guðmundur er hins vegar með tvo leikara í radd- þjálfun, en Jón Hlöðver Askelsson stjórnar söng og raunar er búið að stofna sér- stakan leikhúskór sem syngur í verkinu undir stjórn Jóns Hlöðvers. Að sögn Péturs Einarssonar leikhússtjóra er forsala aðgöngu- miða hafin. Frumsýning á Pilti og stúlku verður 26. desember og næstu sýningar verða 27., 29. og 30. desember. Á nýja árinu hefj- ast sýningar 7. janúar. SS Skák: Sveitakeppni grunnskóla Skákfélag Akureyrar heldur sveitakeppni grunnskóla á Akur- eyri og í Eyjafjarðarsýslu í skák. Keppni í yngri flokki (nemendur í 1.-6. bekk) hefst laugardaginn 5. desember kl. 13.30 í Skák- heimilinu Þingvallastræti 18 Akureyri, og einnig verður teflt laugardaginn 12. desember kl. 13.30, en þá Iýkur mótinu með verðlaunaafhendingu. Keppni í eldri flokki (nemendur í 7.-9. bekk) hefst á sama stað sunnu- daginn 6. desember kl. 13.30 og einnig verður teflt fimmtudaginn 10. desember, og hefst taflið kl. 20.00. Þá verða tefldar síðustu umferðirnar og að þeim loknum, fer fram verðlaunaafhending. Umhugsunartími í yngri flokki er 20 mínútur á keppanda, en í eldri flokki 30 mínútur á keppanda. Hver skóli má senda frá 1-4 sveitir í hvorn flokk, en hver sveit er skipuð fjórum keppend- um, má hafa tvo varamenn. Efsta sveitin í yngri og eldri flokki vinnur sér rétt til að keppa á íslandsmóti grunnskólasveita sem fer fram í Reykjavík í vor. Þetta er ein fjölmennasta keppnin hjá félaginu ár hvert. Þarna mæta 15-20 sveitir til keppni og eru keppendur því á bilinu 60-90 talsins. í fyrra sigraði sveit Gagnfræða- skóla Akureyrar í eldri flokki en sveit Lundarskóla í þeim yngri. „HEIMSIMS BE5TA Má bjóða þér reglulega gott hangiKjöt í matinn? Viltu fá það úrbeinað eða með beini? 5tarfsmenn Kjötiðnaðarstöðvarinn- ar leggja metnað sinn í úrvals framleiðslu — eKki 5Í5t hangikjötið. Eflaust hefur einn af viðskiptavinum fyrirtækisins haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að hangikjötið frá Kjötiðnaðarstöð KEA væri HEIMSIMS BE5TA HAMQIKJÖT.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.