Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 4
 4 - DAGUR - 3. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÚTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðbólga og vaxtafár Verðbólgueinkennin hafa látið á sér kræla í æ rík- ari mæli síðustu mánuði eftir nokkuð langt tímabil jafnvægis og festu. Þensla hefur aukist jafnt og þétt, sérstaklega á suðvesturhorninu, og þar með eftirspurn eftir lánsfé. Af sömu orsökum hefur dregið úr sparnaði og bankarnir séð sig knúna til að hækka innláns- og útlánsvexti til að sporna við þessari þróun. Vaxtaprósentan er nú smám saman að nálgast það mark sem þekktist á versta verðbólguskeiðinu og svo virðist sem ráðamenn hafi lítinn lærdóm dregið af þeirri dýrkeyptu reynslu sem við hlutum þá. Verðbólgan og vaxtafárið eru svo sannarlega komin á kreik að nýju. Það liggur í augum uppi að hækkandi fjármagns- kostnaður kemur sér afar illa fyrir atvinnuvegina í landinu. Útgjaldaaukningin er gífurleg, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Á sama tíma og vextir fara hækkandi kreppir verulega að útflutn- ingsgreinunum vegna kostnaðarhækkana innan- lands og óhagstæðrar gengisþróunar erlendis. Með sama áframhaldi getur einungis illa farið. Víxlverkun vaxta og verðbólgu er þegar fyrir hendi, þótt stundum sé erfitt að sjá hvort vextirnir auki verðbólguna eða verðbólgan hækki vextina. Við þurfum ekki að fara langt aftur í sögunni til að finna hliðstæðu í efnahagslífinu. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum á síð- asta kjörtímabili var þessi víxlverkun í algleymi en með markvissum og samhæfðum aðgerðum tókst ríkisstjórninni að snúa þróuninni við. Undir lok síð- asta kjörtímabils létu framsóknarmenn hins vegar undan þrýstingi sjálfstæðismanna um að hækka vexti og gefa fjármagnsstofnunum aukið sjálfræði í vaxtaákvörðunum. Þar má e.t.v. marka upphaf þess vaxtafárs sem nú er á góðri leið með að sliga atvinnulífið. Endurteknar vaxtahækkanirnar upp á síðkastið hafa ekki náð þeim tilgangi að draga úr þenslu. Lánsþörfin virðist sú sama eftir sem áður. Og þótt innlánsvextir hafi hækkað hefur innlánsaukningin í viðskiptabankana svo til stöðvast. Það er ekki svo undarlegt, þegar tekið er tillit til þess að sparifé á almennum innlánsreikningum hefur rýrnað á undanförnum mánuðum, þrátt fyrir gylliboð og fögur fyrirheit helstu peningastofnana landsins. Almenningur ratar ekki lengur um vaxtafrumskóg efnahagslífsins og telur öruggara að fjárfesta en að stunda sparnað. Verðbólgan er óðum að ná fótfestu á nýjan leik og nú duga engin vettlingatök. Við henni verður að bregðast á viðeigandi hátt. BB. „Rúntarar": „Auðvitað erum við að kíkja á stelpumar - segja Bjössi og Ingvi sem vilja fá rusladalla innan seilingar „Rúntmálið“ svokallaða hefur verið mál málanna á Akureyri undanfarna daga og raunar leit út fyrir það síðastliðið föstu- dagskvöld að ungmenni víðar að en frá Akureyri tækju þátt í að mótmæla þessari aðgerð sem flestir virðast vera sam- mála um að hafí verið sérlega vanhugsuð frá upphafí. Síðast- liðinn föstudag var hið fræga hlið sem lokað hafði fyrir kvöldumferð um Ráðhústorg, tekið niður. Flestir telja að ástæðan hafí verið hræðsla bæjaryfírvalda við enn frekari mótmæli og jafnvel óeirðir, því heyrst höfðu allrosaiegar sögur af því sem í vændum væri. Bæjaryfírvöld segja að hliðið hafí verið tekið niður til við- gerðar enda hafí álag á því ver- ið verulegt. Gunnar Jóhannes- son tæknifræðingur hjá Akur- eyrarbæ segir svo vera og að viðgerð lokinni viti hann ekki betur en að hliðið verði sett upp að nýju. En hverjir eru þessir unglingar sem í síðustu viku stóðu fyrir svo kröftugum mótmælum að íbúum bæjarins var ekki svefnsamt. Er þetta ekki bara einhver götulýður sem ekkert mark er á takandi, „algjörir vitleysingar" eins og einn af íbúum Miðbæjarins kall- aði hópinn í símatíma einnar útvarpsstöðvarinnar í vikunni sem leið? Vitanlega er misjafn sauður í mörgu fé og svo hlýtur einnig að vera með þennan hóp sem taldi vel á annað hundrað ungmenni. Það vita hins vegar allir sem verið hafa ungir að rúnturinn er fyrir alla, skólafólk og vinnandi, pilta og stúlkur, ruglaða og normal. Til þess að fá innsýn í það hvað vakir fyrir „rúnturunum" fékk Dagur tvo þeirra til að sitja fyrir svörum í viðtali dagsins, þá Frið- björn Benediktsson og Ingva Þór Björnsson sem báðir eru nítján ára gamlir. - Er hasarinn búinn? „Á meðan ekkert hlið er. Ætli krakkarnir haldi ekki áfram um leið og það verður sett upp aftur, og þá verður ástandið sjálfsagt miklu verra. Það kippir sér eng- inn upp við 1000 eða 5000 króna sektir og þeir geta varla staðið á því að taka af mönnum skírteinin fyrir að flauta.“ - Getur þetta versnað hjá ykkur? „Versnað? Við höfum verið mjög stilltir og á meðan elliheim- ilið og sjúkrahúsið eru látin í friði þá sýnum við lit. Þessir staðir verða alveg látnir vera.“ - Eruð þið ánægðir með árangurinn af þessum mótmæl- um? „Að sjálfsögðu erum við það. Samstaðan í hópnum hefur verið mikil og hún varð til þess að hlið- ið var tekið niður eins og við vildum." - Voruð þið ekki jafnframt hálfsvekktir þegar hliðið var tek- ið niður? „Að sjálfsögðu vorum við það. Ánægðir og svekktir. Það var svo mikið sem stóð til að maður ætl- aði varla að þora að fara á bíln- um inn í bæ á föstudagskvöldið.“ - Nú segja bæjaryfirvöld að hliðið hafi verið tekið niður til viðgerða? „Það er náttúrlega bara brand- ari því hliðið var ekkert skemmt," segja þeir félagar og hlæja ógurlega þegar blaðamaður stingur upp á því að ætlunin sé að gera hliðið stærra og rammger- ara. „Ef hliðið var bilað þá hefðu þeir bara getað lokað rúntinum áfram með bílum eins og þeir höfðu gert bæði á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Það getur náttúrlega vel verið að bæjarstjórinn hafi einfaldlega viljað fá svefnfrið en sennilega hefur margt fleira spilað inn í. Maður var búinn að heyra um ýmislegt sem átti að gerast og til dæmis að von væri á óaldarlýð frá Sauðárkróki. Ef eitthvað hefði svo komið upp á þá hefði það komið vondu orði á okkur. Þetta lið grýtti Bjössa Mikk í lögreglustöðinni á staðnum svo þú sérð hvað við erum rólegir. Nú ef það er rétt sem við heyr- um og lesum að fólk hafi ætlað að koma og sparka og jafnvel skjóta á bílana þá hefði náttúrlega ein- hver lamið einhvern.“ - Ykkur finnst þið ekki hafa gengið of langt? „Að sjálfsögðu ekki. Og þó. Það var í lagi að aka flautandi um bæinn eitt kvöld en mér fannst persónulega að á fimmtudags- kvöldið hefði verið sniðugra að taka einn rúnt yfir í Vaðlaheiði til að sýna bæjarbúum samstöðuna í hópnum. Sýna 100 bíla röð.“ - Þið hafið ekkert reynt að ræða málin við yfirvöld og íbúa Miðbæjarins. Eruð þið tilbúnir til þess? „Það væri gaman ef hægt væri að boða til fundar um það hvort það á að loka torginu aftur eða ekki. Þetta er allt í óvissu og maður er í viðbragðsstöðu á hverju kvöldi." - Hafið þið einhvern skilning á þeim kvörtunum sem íbúar Miðbæjarins bera fram? „Auðvitaö höfum við það. Það mun hins vegar alltaf verða ein- hver hávaði í miðbæ, vegna bíla eða gangandi fólks, og þeir sem ætla að búa þar verða bara að þola þetta. Því má ekki gleyma að það er líka mikill kostur að búa í Mið- bænum. Fólkið getur sótt alla skapaða hluti fótgangandi. Áð halda að rúnturinn hætti er svo mikil heimska að ég veit bara ekki hvað á að segja. Einhvers staðar verður þetta fólk að hittast. Með lokun torgsins, og kannski stærra svæðis, beinist umferðin bara út á „hraðari" göt- ur og slysahætta eykst. Rúntur- inn gæti til að mynda orðið upp Gilið og niður Oddeyrargötuna." - Munið þið ekki mótmæla þegar að þessu kemur? „Það verða engar óeirðir þó að torgið verði hellulagt en við vilj- um gjarnan koma þeirri hug- mynd á framfæri, til dæmis með söfnun undirskrifta, að þá verði það opið fyrir akandi umferð á kvöldin og næturnar. Eitt finnst okkur líka athygl- isvert og það er tímasetning lok- unarinnar. Af hverju er lokað klukkan tíu? Skyldi það eiga nokkuð skylt við lokunartíma kaupfélagsbúðarinnar í Brekku- götu 1. Af hverju var ekki lokað klukkan 11.30 þegar Borgarsöl- unni er lokað?“ - Til hvers eruð þið að rúnta? „Sýna okkur og sjá aðra. Fyrir þá sem ekki eru í íþróttum eða stunda eitthvað annað þá er það segja þeir Ingvi Þór Björnsson og Friðbjörn Benediktsson, rúntarar. Myndir: tlv ,Við höfum verið mjög stilltir,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.