Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. desember 1987 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn fimmtudaginn 10. desember kl. 20.00 í Glerárskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. knattspyrnudeild Þórs. Samkór Arskógshrepps heldur skemmtun í Árskógi n.k. laugardag 5. desember. Söngur, grín og gaman. Dagskráin hefst kl. 22.00. Hljómsveitin Casablanca leikur fyrir dansi. í desember verða verslanir opnar utan venjulegs verslunartíma sem hér segir: x-' Laugardagur 5. Laugardagur 12. ' Fimmtudagur 17. Laugardagur 19. Miðvikudagur 23. Fimmtudagur 24. Fimmtudagur 31. desember desember desember desember desember desember desember frá kl. 10-16 frá kl. 10-18 frákl. 9-22 frá kl. 10-22 frá kl. 9-23 frá kl. 9-12 frákl. 9-12 Kaupmannafélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirðinga. |/ATH: Sjá þó auglýsingu hér að neðan opnunartíma matvöruverslana. Undir húfu tollarans - eftir Kristján Jóhann Jónsson Iðunn hefur gefið út nýja íslenska skáldsögu eftir Kristján Jóhann Jónsson. Nefnist hún Undir húfu tollarans og er önnur skáldsaga Kristjáns. Sú fyrsta, Haustið er rautt, kom út áriö 1981. I kynningu útgefanda á bók- inni segir: Undir húfu tollarans er samtímasaga úr Reykjavík, fjöl- skyldusaga, dæmisaga úr íslensku þjóðfélagi. Segja má að hér eigi ólíkar stéttir og samfélagshópar sína fulltrúa. Aðalpersónur eru bræður tveir, Karl kennari og Björn iðnaðarmaður. Karl og fjölskylda hans er í forgrunni. Ymis skyldmenni og vandamenn þeirra bræðra koma hér við sögu og er óhætt að segja að samskipti þessa fólks gangi mjög á misvíxl. Þjóðfélagið beinir fólki í ákveðna farvegi sem örðugt er að rífa sig upp úr. Öllu þessa margbreyti- lega mannlífi og samspili lýsir höfundur af kunnáttu og alúð svo að lesandinn fylgist með af lifandi áhuga frá upphafi til enda... Hljómplata með samleik gítars og orgels Út er komin hljómplata með samleik gítars og orgels. Á henni leika Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunner verk eftir Bach, Vivaldi og Rodrigo. Platan var tekin upp í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. vetur, og annaðist Halldór Víkingsson hljóðritunina með stafrænni tækni (digital), en platan er pressuð hjá Teldec í V- Þýskalandi og skorin með DMM- aðferð (Direct Metal Mastering). Á hlið 1 eru verkin „Wachet auf“ (Vaknið, Síons verðir kalla) og tríósónata í G-dúr eftir J.S. Bach og konsert í D-dúr eftir Vivaldi, en á hlið 2 er verk eftir Joaquin Rodrigo, Fantasia para un gentilhombre, sem byggt er á barokk-dönsum eftir Gaspar Sanz. í plötutexta segir m.a.: „Hér mætast tvö ólík hljóðfæri, sem hingað til hafa gegnt mismunandi hlutverki í tónlistarsögunni. Org- elið hefur verið helsta hljóðfæri kirkjunnar á meðan gítarinn var að mesu leyti í höndum alþýðu. Hér tengist því hið kirkjulega og veraldlega í samspili þessara hljóðfæra.“ Útgefandi er Fermata, en dreifingu annast Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Platan kostar 899 kr. Frá Matvörudeild KEA Afgreiðslutími Kjörbúða KEA í desember 1986 Laugardagur 5. desember: Opið frá kl. 10-16 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúö KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir lokaðar. Laugardagur 12. desember: Opið frá kl. 10-18 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir lokaðar. Fimmtudagur 17. desember: Opið frá kl. 9-22 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Aðrar kjörbúðir opnar eins og venju- lega frá kl. 9-18. Laugardagur 19. desember: Opið frá kl. 10-22 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir opnar frá kl. 10-16. Matvörudeild KEA Þorláksmessa 23. desember: Opið frá kl. 9-23 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Kjörbúð KEA Sunnuhlíð 12 Kjörbúð KEA Höfðahlíð 1 Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Aðrar búðir opnar frá kl. 9-18. Aðfangadagur 24. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Annar í jólum 26. desember: Sölulúgur opnar frá kl. 10-16. Gamlársdagur 31. desember: Allar kjörbúðir opnar frá kl. 9-12. Jólaplata með aðventu- og jólalögum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent frá sér sína elleftu hljómplötu, er það jólaplata með 14 aðventu- og jólalögum sem ber nafnið Vetrarperlur. Ragn- heiður Guðmundsdóttir syngur, en með henni leika Þórarinn Sig- urbergsson á gítar og Jóhannes Georgsson á kontrabassa. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson útsetti lögin. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup samdi Ijóð við þrjá aðventusöngva með hliðsjón af upprunalegum þýskum textum sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Hljóðritun fór fram stafrænt í Neskirkju í sumar, og annaðist hana Halldór Víkingsson, en platan er skorin með DMM- aðferð (Direct Metal Mastering) og pressuð hjá Teldec í V.-Þýska- landi. Húsfreyja í Húnaþingi - Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur Þriðja bindi æviminninga Huldu Stefánsdóttur er komið út hjá Erni og Örlygi. Undirtitill bókar- innar er Húsfreyja í Húnaþingi! Hulda varð húsfreyja á Þingeyr- um 1923 og átti þar heima röska fjóra áratugi. Á bókarkápu segir m.a.: „Útsýni er mikið og fagurt af Þingeyrahlaði og sér þaðan vítt um söguríkt hérað. Þangað leiðir Hulda Á. Stefánsdóttir lesanda sinn og svipast um með honum í Vatnsdal og Þingi, bendir honum á bæina og segir deili á þeim sem þar áttu heima þegar eyfirska stúlkan kynntist fyrst högum og háttum Húnvetninga. Hún lýsir Blönduósi og íbúum hans fyrir meira en sextíu árum. Gamalt og nýtt fléttast saman og ýmist segir Hulda frá samtíðarmönnum sín- um og atburðum á eigin æviskeiði eða sest á gamla traðarbakkann á Klaustrinu með lesanda sínum og hrífur hann með sér langt inn í liðna tíð við svanasöng á Húna- vatni og dularfullum hófadyn gróinna gatna í haustblíðunni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.