Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 3. desember 1987 Síðastliðið föstudagskvöld brá ég mér í bæinn dulbúin sem umsjónarmaður ALLT-síðunnar og með Ijósmyndara í eftirdragi. Þetta varð eiginlega hálfgert klúður, því að ég var búin að undirbúa mig með það í huga að torgið yrði lokað. Þegar ég kom í bæinn sá ég mér til mikillar hrellingar að það var ekki lengur neitt hlið til að röfla um og flauta á. En það varð ekki aftur snúið. En ekki voru öll mín vandræði á enda. Ég var búin að plana það að tala við nokkra virka „rúntara", en þeir sem ég reyndi að tala við neituðu alfarið að láta hafa nokkuð eftir sér. Svo ætlaði ég að reyna að ná tali af einni löggu eða tveim, en þeir lögregluþjónar sem voru á vakt niðri í bæ neituðu alfarið að tala við mig eða gefa nokkrar upplýsingar um það við hvern ég gæti þá talað. En hér á eftir kemur uppskera kvöldsins. Við vorum ekki búin að leita lengi þegar við fundum einn sem vildi tala við okkur. Hann var að vísu dálítið tregur fyrst, en lét þó tii leiðast. Óli Valur Jónsson er 22ja ára Akureyringur og þegar við hittum hann var hann að keyra fyrir nokkra vini sína. - Hvað ferðu oft á rúntinn, ÓIi? „Það er voða misjafnt, ég er farinn að minnka þetta, held að ég sé að vaxa upp úr þessu. Ef ég fer, þá er það aðallega um helgar, á fimmtudagskvöldum kannski. Ég hugsa að maður sé aðallega að þessu til að eyða tímanum. Annars er þetta voða- lega vitlaust." - Hvað finnst þér um að torg- inu hafi verið lokað í síðustu viku? „Mér finnst persónulega að það ætti að loka því. Mér finnst að fólk ætti frekar að vera meira gangandi í staðinn fyrir að hring- sóla hér í kring, gangandi vegfar- endur skipta það miklu máli.“ - Heldurðu að það verði ein- hver rúntur þegar torginu verður lokað til frambúðar? „Já, ég held að menn finni sér bara einhverja aðra leið, fram og aftur um Skipagötuna, til dæmis. Annars finnst mér þetta heldur stutt miðað við t.d. í Reykjavík. Maður getur náttúrlega alveg far- ið eitthvað lengra, ekki endilega hringsólað bara hér. Það væri vel hægt að fara eitthvað meira um bæinn, jafnvel út úr bænum.“ - Hvað finnst þér um kvartan- ir íbúanna í Miðbænum? „Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð fyrir þá að vera að ybba sig. Þeir geta bara flutt eitthvað í burtu ef þeir þola þetta ekki. Sjálfur mundi ég ekki vilja búa hér, það er sjálfsagt enginn friður.“ - Hvað finnst þér um mót- mælaaðgerðir „rúntaranna“? „Þetta er allt í lagi, þeir hafa gaman af þessu. Sjálfur tók ég ekki þátt í látunum, mér fannst það ekki hafa neitt upp á sig. Ef þeir ætla sér að loka þessu þá eiga þeir að gera það. Mér fannst líka voðalega vitlaust að vera að keyra upp í íbúðahverfi og vekja upp fólk með látunum." - Hvernig finnst þér þá að þeir hefðu átt að vekja á sér athygli? „Það hefði sjálfsagt ekki verið hægt öðruvísi en með einhverjum svona látum. Það er ekkert tekið eftir manni nema maður sé með einhver læti og hávaða. Það hefði allt orðið brjálað hér um helgina ef hliðið hefði verið lokað, það er það mikil samstaða í þessum hópi.“ - Hvað finnst þér um aðgerðir lögreglunnar á mánudagskvöld- ið? „Ég veit náttúrlega ekki hvern- ig þeir hafa hagað sér, t.d. þeir sem missa prófið, þeir hljóta að hafa hagað sér illa. Ég er samt ekki viss um að lögreglan sé neitt á móti krökkunum, þannig lagað. Það eru bara sumir sem haga sér ég er lengi? Venjulega er ég kominn heim svona tólf - hálf eitt. Maður er náttúrlega lengur um helgar, til svona fimm.“ - Hverjir fara á rúntinn? „Bara alls konar fólk, held ég, ekkert frekar skólakrakkar held- ur en þeir sem eru að vinna.“ - Til hvers ferð þú á rúntinn, Guðjón? „Bara til þess að skoða fólk og tala við fólk.“ - Hvað fannst þér um það þegar torginu var lokað? „Hvað á maður að segja? Þetta er náttúrlega bilun. Mér fannst bara að þetta skipti engu máli. Það leysir líka engan vanda þó að hliðið verði sett upp aftur, a.m.k. ekki ef þetta verður svona. Rúnt- urinn verður til áfram, hann verður bara hérna í kring ein- hvers staðar.“ - Hvar vilt þú hafa rúntinn? „Ég vil bara hafa hann hér þar sem hann er. Hann er kannski fulllítill, svona um helgar.“ - Af hverju heldurðu að torg- ið hafi verið opnað aftur? „Ja, það virtust allir vera óánægðir með að þessu hafi verið lokað, eftir því sem þeir sögðu. Það voru náttúrlega allir rúntar- arnir sammála um að halda rúnt- inum lifandi, þess vegna myndað- ist líka góð samstaða í liðinu. Það eru bara einn og einn sem vilja hafa þetta lokað.“ - Hvað finnst þér um aðgerðir rúntaranna? „Mér finnst náttúrlega gott hjá þeim að berjast í þessu. Mér fannst samt óþarflega gróft að Óli Valur sést oft á gulum Skóda í bænum. hálfvitalega og eyðileggja fyrir hinurn." Þeir sem stunda það eitthvað að vera í bænum á kvöldin hafa eflaust orðið varir við það að mikið er af utanbæjarbílum á rúntinum. Þess vegna ákváðum við að reyna að ná tali af a.m.k. einum utanbæjar„rúntara“. Guðjón Arnar Þörsteinsson var ekki alveg á því að vilja tala við okkur, a.m.k. ekki fyrst. Eft- ir að ég var nærri því búin að grátbiðja hann um að tala við mig, renndi hann upp á stæði og sagðist vera frá Bárðartjörn (ekki langt frá Grenivík) og vera fædd- ur árið 1968. - Hvað gerir þú, svona þegar þú ert ekki- á rúntinum? „Ja, ég er í skóla eins og er. Ég er að læra vélvirkjun á Greni- vfk.“ - Hvað ferðu oft á rúntinn og hvað ertu lengi? „Ja, ætli ég fari ekki svona tvisvar til þrisvar í viku og þá eru oftast einhverjir með mér. Hvað vera að fara út um allan bæ og vekja fólk. En þeir hafa samt náð settu marki, það var hlustað á þá. Ég var ekkert að flauta sjálfur. Maður mætti í bæinn til að skoða þetta og fór svo strax aftur.“ - Hvað finnst þér um aðgerðir lögreglunnar? „Þetta hefur sjálfsagt verið allt í lagi með suma. Þetta er samt ábyggilega ekki fyrir það að þeim sé svo illa við krakkana. Auðvit- að getur samt vel verið að ein- hverjum sé illa við einn og einn einstakling." - Að lokum, Guðjón, er rúnt- urinn félagslegt fyrirbæri? „Já, ég held að ef rúnturinn væri ekki, þá væri miklu meiri rígur á milli hverfa, og maður þekkti líka sjálfsagt miklu færri.“ Næst ákvað ég að reyna að dobla eina stelpu upp á stæði í viðtal. Ég réðist á bílrúðuna hjá Þorgerði og bankaði og barði þangað til hún opnaði fyrir mér. Hún ætlaði nú ekkert að vilja tala við okkur en eftir smástund lét hún til leiðast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.