Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 9
3. desember 1987 - DAGUR - 9 mf Texti: Hildur Elísabet Pálsdóttir og Solveig Sturlaugsdóttir Myndir: Kjartan Þorbjörnsson Guðjón Arnar var með beltin spennt og allt á hreinu - Hver ert þú? „Ja, ég heiti Porgerður Krist- insdóttir, og er frá Akureyri. Ég er 20 ára og vinn í banka hér í bænum, frá 9 til 5.“ - Hverjir heldurðu að fari á rúntinn? „Ég hugsa að það séu yfirleitt svona 17-18 ára skólakrakkar sem koma til að hitta félagana. Annars fer ég sjálf ekki á rúntinn nema einu sinni í viku í mesta lagi. Ef ég fer þá er það aðallega til að sjá fólk og svoleiðis.“ - Hvað finnst þér um að torg- inu hafi verið lokað í síðustu viku? „Mér finnst þetta mjög vit- laust. Það er enginn tilgangur í því. Þeir sem eiga heima hér eru svo fáir og þó að þeir loki torginu heldur rúnturinn áfram að vera Þogga í bankanum! hér. Skipagatan er opin áfram og ekkert mál að keyra hana. Hávaðinn minnkar líka ekkert þó að torgið sé lokað. Hraðinn eykst líka örugglega, þegar menn geta keyrt Skipagötuna beint út.“ - Hvað finnst þér um kvartan- ir íbúanna hérna í kring? „Það er náttúrlega hávaði, en þeir verða bara að sætta sig við það, þeir völdu sjálfir að eiga heima hér. Þetta er bara svona, hefur verið lengi, og verður áfram, þeir verða bara að sætta sig við það. Sjálf mundi ég alls ekki vilja búa hér nálægt, mér finnst of mikill hávaði hér til þess. Þetta venst eflaust eitthvað, en það er meiri hávaði sum kvöld en önnur, t.d. eftir böll um helgar, og þá aðallega af fullu fólki og slagsmálum." - Hvað finnst þér urn mót- mælaaðgerðir rúntaranna. „Mér fannst þetta bara flott, nema það að fara út í íbúðahverf- in og vekja aðra. Það er samt hæpið að þeir hefðu getað vakið á sér athygli öðruvísi.1' - Er þá hlustað á það sem rúntararnir hafa að segja? „Já, þetta hefur a.m.k. borið árangur. Mér finnst samt fárán- legt að ætla að setja upp eitthvert bílaleiksvæði, t.d. fyrir utan bæinn. Ég efast um að það verði nokkur þar. Ballstaðirnir eru náttúrlega hér og fólk nennir ekkert að fara að ganga einhverja meiriháttar vegalengd eftir ball.“ - Hvað finnst þér um aðgerðir lögreglunnar á mánudagskvöld- ið? „Það er náttúrlega allt í lagi ef menn hafa verið að brjóta lögin, keyra í öfuga átt eftir einstefnu- götum og svona. Ég er samt viss um að löggan er ekkert á móti krökkunum hér. Þetta er bara þeirra vinna, og þeir verða að sinna henni eins og annað fólk. Ég myndi sjálf ekki vilja vera lögga. Ég held að það sé ekkert skemmtilegt, þeim finnst sjálf- sagt ekkert gaman að þurfa að vera að rífast í krökkunum hérna.“ - Er rúnturinn félagslegt fyrir- bæri? „Já, það er enginn annar stað- ur fyrir þessa krakka, 15, 16 og 17 ára. Ég efast samt um að þau myndu mikið nota sér það þó að einhver salur yrði keyptur úti í bæ, þetta hefur alltaf verið hér.“ Við þökkuðum Þorgerði fyrir spjallið og héldum áfram að hitta fólk. Sá seinasti sem við töluðum við er hress stelpa með mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum, þó svo að hún hafi notað orðið „bara“ dálítið oft. Sigrún Harpa Ingadóttir er 15 ára og er í Gagg- anum. - Hvað ferðu oft í bæinn og hvað ertu lengi í einu? Sigrún Harpa er þrælhress, og stundar „bæinn“ af krafti. „Ég er í bænum alla daga vik- unnar, oftast frá svona 10 til 12. Ég er samt alltaf lengur unt helgar, svona ca. frá 10 til 3, 4, 5, 6. . . stundum kem ég líka ekk- ert heim til mín.“ - Ertu alltaf labbandi? „Nei, nei, ég er oft að rúnta með einhverjum sem ég þekki, kærastanum mínum, a ha ha ha! Nei, nei.“ - Hvað ertu að gera í bænum? „Bara . . . sýna mig og sjá aðra.“ - Hvað finnst þér um að torg- inu hafi verið lokað í síðustu viku? „Mér finnst þetta bara svo fár- ánlegt, að það er ekki hægt að lýsa því, þetta er svo heimskt. Það er náttúrlega margt rétt í því sem íbúarnir hér hafa verið að segja, en þetta er bara svo klikk- að fólk sem hann kvartaði.“ - Hvað heldurðu að gerist ef torginu verður lokað aftur? „Það verður bara allt vitlaust hérna. Og þessi Ragnheiður þarna á náttúrlega heima þarna í Skipagötunni, og það verður allt- af flautað þar fyrir framan.“ - Verður áfram rúntur þegar torginu verður lokað til frambúð- ar? „Ég veit það ekki, jú þetta venst sjálfsagt eins og annað. Þá verður rúnturinn sjálfsagt hér eft- ir Skipagötunni, það verður snú- ið við á bílastæðinu fyrir neðan Verkalýðshöllina og svo verður farið út fyrir Sjalla. Þeir sem eru gangandi verða sjálfsagt bara hér á labbinu, fram og til baka eftir Skipagötunni." - Hvað fannst þér um mót- mælaaðgerðirnar? „Mér fannst þetta bara alveg meiriháttar. Að vísu tók ég ekki þátt í þessu sjálf, en ég held að það sé hlustað á krakkana. T.d. held ég að það hafi skipt miklu máli að þau fóru svona mörg út í bæ. Mér fannst það meiriháttar, mér fannst það frábært, samstað- an var svo rosaleg.“ - Veistu hvort það var einhver sem stóð fyrir þessu meira en annar? „Já, það var einn sem sá um að smala liðinu saman og hann sá líka um allan undirbúning. Mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel.“ - Hvað finnst þér um aðgerðir lögreglunnar? „Mér finnst þetta alveg fárán- legt. Það var kannski í lagi að sekta þá, en mér finnst algjör óþarfi að klippa af bílum og taka prófið af fólki.“ - Að lokum Sigrún, er rúntur- inn félagslegt fyrirbæri? „Já, hér hittast allir. Ég er líka ekki frá því að það hafi orðið til hjónabönd á rúntinum." spurning vikunnar Gunnhildur Helgadóttir: Nei, varla neitt. Eg er örlítið byrjuð aö kaupa gjafir en fer fljótlega í fullan gang í undir- búningnum. Ingibjörg Árnadóttir: Nei, ég er ekki neitt byrjuð að undirbúa jólin enn. Ætli ég byrji ekki eftir viku eða svo. Díana Lind Rúnarsdóttir: Nei, ég er ekkert byrjuð að undirbúa en ég fer örugglega að byrja fljótlega að kaupa jóla- gjafir og þess háttar. Steingrímur Eggertsson: Nei, ég þarf ekki að undirbúa jólin. Ég fæ jólamatinn sendan frá Félagsmálastofnun þannig að ég þarf ekkert að hugsa um þess háttar. Elísabet Bjarnadóttir: Já, ég er komin (fullan gang í jólaundirbúningnum. Nei, ég er ekki búin að kaupa mikið en ég er byrjuð að baka og laga til. Síðan koma gjafirnar á eftir. Ert þú byrjuð (aður) að undirbua jolin?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.