Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 3. desember 1987 af erlendum vettvangi Léttvagn Faraos Tut-Ankh-Amons. Vagninn veg- ur aðeins 30 kg. Vagnbotninn var strekkt net. Borgin Úr við fljótið Efrat, er stærsta borg súmera. Hún hefur verið umsetin flökkuþjóðflokki dögum saman. Fótgöngulið hins herskáa þjóðflokks (á 4. öld f.Kr. kunnu menn ekki að ríða hrossum) hefur laumast yfir fljót- ið um nóttina og stendur nú fyrir framan borgarhliðin. Skyndilega opnast hliðin með skerandi háv- aða. Umsátursmenn halda að borgarbúar hafi gefist upp og reka nú upp siguróp. Áður en árásarmenn ná að ryðjast fram, sjá þeir nokkuð, sem fær þá til að þagna. Á móti þeim í gegn um aðalhliðið, koma vagnar á hjólum og eru þeir dregnir áfram af undarlegum ferfættum dýrum. Hver vagn er mannaður nokkrum hermönn- um, sem láta nú rigna örvum og spjótum yfir umsátursmenn. Hræddir og ráðlausir leggja þeir á flótta, hver um annan þveran. Hátækni súmera: Sjálfsmurður hjólöxull Þannig hefur þessi nýja, en þung- lamalega stríðsvél hugsanlega notast gegn herskáum þjóðflokk- um, á 4. öld f. Kr. Hún varð til, vegna þess að komin var fram sú uppfinning, sem var í þann veg- inn að breyta heiminum. Þessi uppfinning var hjólið. Fyrir þessa þungu tréskrjóða, sem skröltu yfir vígvelli í Austur- löndum nær, var beitt léttfættum villiösnum. Þeir eru nú útdauð dýrategund. í þessum „bryndrek- um“ voru hermennirnir vel varðir, en samt hreyfanlegir, í það minnsta meðan dráttardýrin urðu ekki fyrir áfalli. Öll meiri- háttar borgríki urðu sér brátt úti um þetta nýja vopn. Frá borginni Úr er til varðveitt móssaik-mynd af þessum merki- lega, forna stríðsvagni. Fyrstu' hjólin undir þeim, voru stórir, grófir diskar. Þeir hafa snúist um öxul sinn með braki og brestum, hvorki fóðraðir né smurðir. Þannig útbúið, klunnalegt með hálfföst hjólin, náði stríðsvélin ekki útbreiðslu. En þetta var uppfinningamönnum hvatning til frekari dáða. Fundist hafa textar frá súmer- um, sem sýna að þeir gerðu til- raun með sjálfsmurðan öxul. Menn notuðu fóðringar úr birki- hólkum innan í hjólnafir. Birkið inniheldur töluverða feiti, sem losnar við núning og smyr þannig öxulinn. Þá var nóg að skipta um hóikinn, þegar hann hafði slitnað, en hægt að nota sömu nöfina. Þótt þessi fyrstu skref í þróun hjólsins væru ekki stór, gerðu þau lífið léttara. Fram til 5. aldar f.Kr., var eina leiðin til að flytja vörur á landi, annað hvort sú að bera þær á bakinu, eða setja þær upp á burðardýr, en seinna líka svokallaðar drögur. Þannig tæki sáu frumherjar villta vestursins hjá indíánum, sem notuðu þau (og þannig tæki þekktust hér á landi fram á þessa öld). Menn bundu tvö löng tré upp á hestinn, þannig að þau lágu aftur með síð- um hans og endarnir drógust á jörðinni. Pallur hvíldi á trjánum og þar var hlassið bundið fast. Þannig dró hesturinn varninginn yfir stokka og steina. Þetta hent- aði aðstæðum, þar sem ekki lá mikið á og engir vegir voru. í Mesópótamíu, landinu milli fljót- anna Eufrat og Tígris, hafa þar að auki fundist minjar um lúxus- sleða. Aðeins höfðingjar hafa ferðast með þeim. Þessir lúxussleðar hafa verið grunnur undir fyrstu kenningar um tilurð hjólsins. Menn reikn- uðu með þannig þróun, að fyrst hafi verið sett kefli, sívalir drumbar, undir sleðana. Sam- kvæmt kenningunni fundu menn svo upp á því síðar, að saga fjór- ar sneiðar af trjádrumb og festa þær á sleðann - þar með var til- búinn vagn á hjólum. Eini gallinn við þessa kenningu er sá að hún stenst ekki. Áður en hægt er að leysa gát- una um hjólið, verðum við fyrst að skyggnast um á annarri öld fyr- ir Krist: Um alllangt skeið hafa engir stríðsvagnar verið í notkun. Allt í einu er farið að smíða nýja tvíhjóla vagna, sem fara sigurför um alla Evrópu og Asíu. í samanburði við þessa léttu, tví- hjóla stríðsvagna, sem dregnir Uxakerra úr leir. Gerð á Indlandi fyrir 4000 árum. Hjóliö er ein stærsta uppfinning mannkyns, ásamt skriftinni og notkun eldsins. Nú geta menn í fyrsta sinn fylgt þróun hjólsins skref fyrir skref. Þótt halda megi að fyrst hafi hjólið verið fundið upp og vagninn daginn eftir, eða því sem næst, er það misskilningur. Þróunin var bæði löng og ströng. Ef til vill hafa byggingameistarar pýramídanna í Egyptalandi þekkt og notað hjóJið. Hafi það verið svo, eru menn nær því að geta útskýrt, hvernig þeir gátu leyst svo ótrúleg verkefni, sem bygging þeirra er. Vagnreið í Rómaríki hinu forna. Stríðsvagninn hafði hjól með pílárum, en var enn ekki útbúið felgu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.