Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 11
töldu að ef til vill hefðu þeir verið notaðir í sleða. Busch komst að þeirri óvæntu niðurstöðu, að ef fjögur pör af meiðum eru fest á steinblokk, eins og notaðar voru í pýramíd- ana, geta sex menn auðveldlega flutt tveggja tonna þungan stein, vegna þess að steinninn verður eins og hjól í laginu. Ef kenning Busch reynist rétt, hefur ekki þurft 100.000 þræla til að byggja einn egypskan pýramída, (eins og fyrri hugmyndir reikna með) heldur aðeins 10C0. kosti tvær uppfinningar. Önnur gengur út á að taka hringlaga borð, (þar sem hægt er að snúa borðplötunni) og leggja það út á hlið. Par með er hafin. bylting í flutningatækni. Hin uppfinningin þróaðist tvö þúsund árum síðar, Snúningur var næstum óþekkt fyrirbæri Grundvallarspurning sem þarf að finna svar við, þegar rætt er um uppruna hjólsins, er: Hvenær fóru menn að hagnýta sér fyrir- bærið snúning? Snúningur er næstum óþekktur í náttúrunni. Engin dýr aka á hjólum. Engir fuglar eða fiskar nota skrúfublöð til að koma sér áfram í lofti eða vatni. Eina fyrirbrigðið af þessu tagi í náttúrunni, sem hægt er að fylgjast með, eru hringiður í vatni og fræ á bifhárum, sem snúast er þau falla til jarðar. Leit- in að uppruna hjólsins færir okk- ur nú inn á annað svið tækni og enn tvö þúsund ár til baka í tímanum. Fyrsta skref þróunar í átt til hjóls með pílárum. menningu Egypta. Sem verk- fræðingur, gat hann ekki ímynd- að sér hvernig menn gátu flutt steinblokkirnar, sem hinir óhemjustóru pýramídar eru byggðir úr. í gömlum egypskum handritum, sá hann myndir af tvöföldum, hálfmánaformuðum meiðum. Enginn sérfræðingur á þessu sviði gat sagt honum til hvers þeir voru notaðir. Menn Mercuraga (Parma á Ítalíu). Enn frekari þróun í átt til pflára- hjólsins. Meðal fornleifa frá yngri stein- öld í Austurlöndum nær, hafa fundist lítil leirhjól. Þau eru nokkrir sentimetrar í þvermál og eru með litlu gati í miðju. Með því að setja sívalt prik í gatið, er kominn snældusnúður. Getur verið að einhver steinaldarmað- ur, scm hafði gaman af að leika sér, hafi sett tvö hjól á eitt prikið og þa séð að hægt var að láta það rúlla eftir gólfinu? Það er ekki erfitt að ímynda sér að hjól og öxull hafi verið fundið upp á þennan hátt. Þcgar Spánverjarnir komu fyrst til Suður-Ameríku, sáu þeir sér til undrunar, að þótt engir vagnar fyndust þar, voru til leikföng sem Mósaikmynd frá Ur. Elsta þekkta mynd af þungum stríðsvagni. Greinilega má sjá gróf hjólin. <■' •'ni samsett úr mörgum hlutum. eru áfram af hestum, er gamla gerðin frá Súmerum eins og jarð- ýta við hliðina á Porsche. Yoru fyrstu hjólin sagaðar sneiðar af trjábolum? Hjólskífan og pílárahjólið eru eins og tveir hornsteinar í rann- sóknum á uppruna hjólsins. Sú almenna hugdetta að fyrsta hjól- ið hafi verið söguð sneið af trjábol, hefur orðið að víkja. Til- raunir sýna að slík hjól standast ekki álag. Timbur er því aðeins sterkt efni, að það sé sagað langsum. Kringla, söguð þvert á árhringi trjábols, verður strax ónýt, sem hjól undir vagni. Hjólið hlýtur sem sagt að vera uppfinning, sem tengd er annarri notkun en þeirri að láta það rúlla undir vagni. Leitin að undanfara hjólsins, þessari stóru uppfinn- ingu mannkynsins, hefur leitt rannsóknirnar inn á allt annað svið, en það er framleiðsla á leirkerum. Allt fram til ársins 5000 f.Kr. höfðu menn gert leirker í hönd- unum einum. Þeir byrjuðu með leirklump og sléttuðu yfirborð hans með höndunum eða með spaða. Til þess svo að losna við að snúa klumpinum með hönd- unum, eða ganga í kringum hann, datt einhverjum forsögu- legum snillingi það í hug að setja leirinn á disk. Hann gat nú notað aðra höndina til að snúa diskin- um, en hina til að slétta leirinn. Það undraverða er, að hlutir úr leir gerðir á rennidiski, eru eldri en elstu hjólin á súmerskum vögnum. Var steinblokkum í pýram- ídana ekið á hjólum? Það er víst engin tilviljun, að hinn hægfara rennidiskur til leirmunagerðar, kom fram á sjónarsviðið á sama tíma og elsta gerð af hjóli. En þetta hafa nákvæmar fornleifarannsóknir staðfest. Sagnfræðingar könnuðu fyrst þetta tímabil í kringum 4000 f.Kr. Þeir báru saman upp- lýsingar fengnar með rannsókn- um á leirkerum og aðrar upplýs- ingar tengdar fyrstu rituðu heim-: lildum. Næst rannsökuðu þeir upplýsingar frá því 2000 f.Kr. Einnig frá þeim tíma, fundu þeir undraverðar hliðstæður. Samtímis nýjum hraðskreiðum stríðsvögnum, útbúnum hjólum með pílárum, kemur fram ný teg- und af leirkerum. Þessi nýja teg- und var framleidd á rennidiski, sem gat snúist hratt. Sams konar áhald er notað til leirmunagerðar enn í dag. Þess vegna er ekki hægt að finna hver það var, sem fann upp hjólið. Um er að ræða að minnsta Fullþróað hjól með pflárum. Felgan er samsett úr nokkrum hlutum. Hjóla- nöfin og felgan tengjast með tiltölulega grönnum pflárum. en það var hraðvirka hjólið, sem gaf mannkyni möguleika á algjörlega nýrri þjóðfélagsþróun. Onnur jafn heillandi kenning um tilurð hjólsins, er sett fram af John Busch, amerískum verk- fræðingi og áhugamanni um 3. desember 1987 - DAGUR - 11 runnu á fjórum litlum hjólum. Reiknað er með því að langur tími hafi liðið frá því að hjólið sem slíkt var fundið upp, þar til tæknilegir möguleikar þess voru nýttir. fími sérþekkingar hefst með pílárahjólinu Þegar hjól með pílárum hafði lit- ið dagsins ljós, tileinkuðu helstu menningarríki fornaldarinnar sér nýjar bardagaaðferðir á skömm- um tíma. Til dæmis kynntust Egyptar stríðsvagni dregnum af hesti hjá innrásarher Asfuþjóðar 1500 árum f.Kr., en þessi her náði að leggja undir sig landið og stjórna því um hríð. En það var alls ekki eins einfalt og það leit út, að tileinka sér þessa nýju bardagatækni. Þetta var ekki bara hraðskreiður vagn, heldur flókin hernaðaraðferð. Ekki var nóg að eignast vagn, þótt hann væri með pílárahjól- um. Renniskífa til leirkerasmíða. Var hún fyrirmynd allra hjóla? Hér gat ekki hver sem var haldið Um tauma. Það þurfti að læra nýja bardagalist. Keyrarinn þurfti að geta ekið vegleysur og við erfiðar aðstæður og samtímis hafa fullkomna stjórn á tveim eða fjórum hestum. Hinir her- mennirnir í vagninum, boga- skyttur eða þeir sem báru burt- stengur, þurftu líka að uppfylla ströng skilyrði. í bardaga þurftu þeir að fóta sig á litlum palli vagns með lélega fjöðrun. Svona „áhafnir“ sýndu stund- um þvílíkan dugnað, að með ólíkindum er. Til eru sannanir fyrir því, að ekki aðeins skyttan heldur líka keyrarinn, tók þátt í bardögum. Annar skaut af bog- anum meðan hinn hélt skildin- um. Keyrarinn hafði þá taumana um mjaðmirnar. Það var sama sagan hjá hestum og mönnum. Það var ekki nóg að fara í hesthúsin, taka þar bestu hestana og spenna þá fyrir svona stríðsvagn. Þessi nýi vopnabún- aður krafðist þjálfaðra hesta, sem gátu unnið saman og hægt var að treysta fullkomlega. Það er ljóst af hverju sagn- fræðingar líta á þróun pílára- hjólsins og stríðsvagnsins, sem eftir fylgdi, sem mikilvæga í söguþróuninni. Það er vegna þess að þetta hefur krafist sérþekking- ar á mörgum sviðum og sýnir, að samfélögin höfðu náð ákveðnu þroskastigi. Auk þeirra sem stjórnuðu vagninum, hefur þurft marga menn með ólíka sérþekk- ingu, til að smíða vagninn og tækin sem fylgdu. Með hjólinu komu líka fyrstu riddararnir Það að samhæfa fagmenn með ólíka þekkingu, var þannig ekki aðeins spurning um konunglega dagskipun. Auk nauðsynlegrar tækniþekkingar, krafðist sam- hæfingin félagslegs og efnahags- legs þroska samfélagsins. Smíði stríðsvagnsins hefur því hraðað þróun borgarmenningar á bronsöld. Það var ekki aðeins hönnun og smíði vagnsins sem var dýr, held- ur líka viðhaldið. Þar að auki þurftu bæði menn og skepnur að vera í góðri þjálfun og alltaf til taks og gátu því ekki tekið þátt í arðbærri vinnu. Umfang þessarar starfsemi má t.d. sjá í hallarskjalinu í Knossos á Krít. Samkvæmt því var í geymslu hallarinnar einnar rúm fyrir yfir 1000 pílárahjól og meira en 350 vagnkassa. Og ólíklegt er að Krít hafi verið stærsta vígi stríðsvagna á þeim tíma. Þessi vopnabúnaður var, auk þess að vera dýr og krefjast mikillar þjálfunar, tákn nýrra tíma, tíma lénsskipulagsins Kannski voru stríðsvagnarnir líka orsök þess að fram kom ný stétt - nokkurs konar riddara- stétt, eða réttara sagt keyrarstétt. Stríðsvagnahermennirnir voru hærra settir en aðrir hermenn. I Egyptalandi, t.d. var þeim út- hlutað stórum landsvæðum og voru menntaðir, sem sendiboðar konungs. Fyrir þessa eðal-„riddara“ voru vagnarnir ekki aðeins stríðstól, heldur líka nokkurs konar stóðutákn í daglega lífinu. Þeir sýndu djarfar ökulistir sínar á veiðum, óku með brúði sína í brúðkaupið á vagninum og óku reglulega á fund hirðarinnar. Við sjáum þetta líka endurspeglast á leikunum í Ólympíu. Sú íþrótta- grein sem var dýrast að stunda, og þótti virðulegust var vagnreið. Hæst launaði íþróttamaður í heimi var uppi fyrir 1850 árum Hjá Rómverjum var vagnreið meðal vinsælustu sýningaratriða í hringleikahúsunum. Margir kannast eflaust við vagnreiðina frægu í kvikmyndinni „Ben Hur“. Þessari íþrótt má líkja við „Formúlu 1", frægustu r.útíma kappaksturskeppnina. Þeir sem keyrðu vagnana, voru sérþjálfað- ir og væru nú taldir til atvinnu- íþróttamanna. Menn sem hafa kannað sögu íþróttanna, hafa líka komist að því að hæst launaði íþróttamað- urinn fyrr og síðar var vagnridd- arinn Gaius Apuleius Diokles. Á árunum 122-146 e.Kr., keppti hann á vagni sínum í Cirkus Maximus og vann í 1.462 skipti. Fyrir þessa sigra vann hann sér inn 35 milljónir sestertsa, en það svarar til 2085 milljóna ísl. kr. - og það voru skattfrjálsar tekjur! Sesar varð hrifínn Það hlýtur að hafa verkað á Júlíus Sesar eins og ferðalag í tímanum, þegar hann 200 árum fyrir þessa atburði, ferðaðist til Englands og sá herflokka á stríðsvögnum. Hann skrifaði: „Fyrst keyra þeir í allar áttir á stríðsvögnunum og kasta spjót- unum. Að sjá hestana og heyra hávaðann frá hjólunum veldur strax óróa og ruglingi í röðum óvinanna. Ef þeim heppnast svo að þrengja sér að riddurunum, stökkva þeir af vagninum og berjast þannig. Á meðan keyrir vagnstjórinn vagninn afsíðis og bíður, svo bardagamennirnir geti hörfað til þeirra. Þannig samein- ar þessi bardagaaðferð hreyfan- leika riddaraliða og úthaldi fót- gönguliða í bardaga.“ Blómaskeið stríðsvagnsins var stutt tímabil. Það sem leysti vagnsveitir fljótlega af hólmi reyndist láta betur að stjórn, vera fljótara í förum og síðast en ekki síst mun ódýrara í rekstri: Hér er átt við riddaralið, sem fram til þessa hafði ekki verið í sérlega miklu áliti. En hjólið, sem var forsenda stríðsvagnsins, hvarf ekki með honum. Þvert á móti sigraði það heiminn og hefur nú á tölvuöld alls ekki lokið hlutverki sínu. (Úr FAKTA 7/87, eftir Franz Stephan, þýð. 1» J.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.