Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 03.12.1987, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 3. desember 1987 fþróttir Uppskemhátíð Tindastóls Uppskeruhátíð Tindastóls var haldin nýlega. Um 100 krakkar mættu á hátíðina þar sem afhent voru 35 verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun í knattspyrnu, körfuknattleik, frjálsum íþróttum og sundi. Myndin sýnir þá verðlaunahafa sem mættir voru til að veita verðlaunum sínum viðtöku. Mynd: -þd Frjálsar íþróttir: Sigurður og Cees þjálfa hjá UMSE Siguröur P. Sigmundsson einn snjallasti langhlaupari okkar Islendinga fyrr og síðar, hefur tekið að sér þjálfun hjá UMSE. Sigurður býr nú á Akureyri og starfar sem fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands. Cees Van de Ven er aðalþjálfari UMSE og mun sjá um tækniæfingar og sprettæfingar en Sigurður mun verða honum til aðstoðar og hafa umsjón með þrekæfíng- um og langhlaupum. Sigurður á íslandsmetið í bæði maraþonhlaupi og hálfmara- þonhlaupi og er auk þess marg- reyndur landsliðsmaður í frjáls- um íþróttum og keppti mikið fyr- ir íslands hönd í 50Ó0 og 10000 m hlaupi og í 3000 m hindrunar- hlaupi. íslandsmetið í maraþon- hlaupi sem er 2:19:46, setti hann í Berlín árið 1985 og í hálfmara- þonhlaupinu sem er 1:07:09, í Haag árið eftir. Sigurður hefur tekið þátt í 11 maraþonhlaupum víðs vegar um heim og hann sigr- aði m.a. í fyrsta Reykjavíkur- maraþoninu árið 1984. Þá varð hann breskur háskólameistari í 10000 m hlaupi er hann var við nám í Skotlandi árið 1982. Sjónvarp Akureyri 11. desember verður SJÓNVARP AKUREYRI 1 árs og af tilefninu hljóta tveir áskrifenda stöðvarinn- ar glæsilega Mallorcaferð á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Dregið í beinni útsendingu 7. janúar þannig að nýir áskrifendur í desember verða með í pottinum. Ókeypis afmælisáskrift í desember til nýrra áskrifenda. Kannaðu greiðslukjörin á mynd- lyklum I Akurvík. Það er gott að geta valið! Sjónvarp Akureyri Þá er Sigurður margfaldur íslandsmeistari en hann vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil árið 1971 og þá í 600 m hlaupi pilta. Sigurður hefur verið í fremstu röð síðan þá og það yrði því mikill styrkur fyrir UMSE ef hann færi einnig að keppa undir merki félagsins. „Ég ætla að starfa sem hluta- þjálfari hjá félaginu í vetur og sjá um þrek og langhlaup. Lang- hlaupin hafa ekki verið hátt skrif- uð hjá UMSE síðustu ár og verið reyndar með eindæmum dauf frá því um og fyrir 1960. En á þeim tíma átti félagið mjög liðtæka langhlaupara og öll Éyjafjarðar- metin eru frá þeim tíma,“ sagði Sigurður í samtali við Dag. „En ég hef mikinn áhuga á því að rífa þessa grein upp á ný og ná Akur- eyringum og öðrum Eyfirðingum sem eru 15 ára og eldri, af stað með mér,“ sagði Sigurður einnig. - En er ekki nóg að þú gangir úr FH í UMSE og bætir þessi Eyjafjarðarmet sjálfur í vor? „Ja þú segir nokkuð. Þetta hef- ur að vísu ekki komið til tals en það er aldrei að vita. Það er kannski eðlilegt að ég geri það en ég hef nú ekki hugsað þetta mál til enda. Það eru fjölmörg félög innan UMSE og í sumum þeirra er unnið töluvert starf. Og það sem ég hef áhuga á að gera svona til að byrja með, er að ná upp sterku liði í öllum flokkum og taka þátt í víðavangshlaupi íslands sem fram fer í byrjun apríl. Það ætti að vera hægt að ná góðum árangri í yngri flokkunum en það er aftur erfiðara í þeim eldri. En kannski verð ég búinn að skipta yfir í UMSE í vor og keppi þá með liðinu,“ sagði Sigurður að lokum. Æfingar undir stjórn þeirra Sigurðar og Cees eru þegar hafnar. Á sunnudögum kl. 11 er hlaupið frá Sundlaug Akureyrar undir stjórn Sigurðar og á mánu- dögum kl. 18 er hann með inniæf- ingu í Skemmunni, þar sem áhersla er lögð á þrek. Á þriðju- dögum kl. 19.15 er útiæfing á Akureyrarvellinum undir stjórn Cees Van de Ven þar sem aðal áherslan er lögð á hraðaæfingar. Á fimmtudögum kl. 18 er einnig skokkað frá sundlauginni með Sigurði og á laugardögum kl. 9 er inniæfing í Höllinni þar sem áhersla er lögð á tæki og þeim stjórnar Cees. Þarna gefst því Akureyringum og öðrum Eyfirð- ingum gullið tækifæri til þess að æfa undir stjórn tveggja frábærra íþróttamanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.