Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. desember 1987 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUF. ‘ SMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. K' Landsbyggðarfólk standi saman! Samtök um jafnrétti á milli landshluta eru hægt og bítandi að rétta úr kútnum eftir það áfall sem þau urðu fyrir í síðustu alþingiskosningum. Framboð fyrrverandi forystumanna samtakanna dró mjög máttinn úr S.J.L. og var raunar ekki við öðru að búast. Segja má að það sé einna merkilegast að Þjóðarflokknum skuli ekki hafa tekist að murka líf- ið úr S.J.L. - svo harkalega var að samtökunum vegið. Það má lesa á milli línanna í blaðinu Útverði sem samtökin gefa út, að ýmsir telji sig eiga rétt á eign- um í búi þeirra og umgangast þau rétt eins og liðið lík, þrátt fyrir að S.J.L. séu bráðlifandi. í sjálfu sér þarf ekki mikið ímyndunarafl til að finna þá sem telja sig eiga arf í annars ágætt og vaxandi bú. Það skiptir landsbyggðina miklu máli að samtök- in haldi áfram að vera þverpólitískt afl. Innan þeirra á fólk í strjálbýli, hvar svo sem í flokki það stendur, að geta hist og markað stefnu um mál sem skipta landsbyggðina miklu. Þórarinn Lárus- son, stjórnarmaður í samtökunum, segir m.a. í grein sem hann skrifar að „mikilvægt sé að hefja viðræður sem fyrst við fólk innan stjórnmálaflokk- anna sem vill beita sér sérstaklega að byggðamál- um innan síns flokks, um stofnun sérstakra „sam- ráðsdeilda“ innan hvers stjórnmálaflokks." Þessi hugmynd Þórarins er um margt athyglisverð. Ljóst er að landsbyggðin á afar mörg sameiginleg hagsmunamál og að best er að vinna að þeim inn- an núverandi flokkakerfis. Með því móti er mun lík- legra að landsbyggðin geti náð ýmsum réttlætis- málum fram. Reynslan sýnir að smáflokkar eða flokksbrot ná sjaldnast öðru fram en að auka á glundroðann í flokkakerfinu. Flokkur sem ein- göngu hefur málefni hluta landsmanna á sinni könnu er dæmdur til eyðimerkurgöngu. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hagur þjóðarinnar allrar að fólk vinni saman. Annað er markleysa. Forystumenn Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta segja í blaði sínu Útverði, að nú verði að fjölga til muna í samtökunum. Dagur tekur undir þetta og hvetur fólk í öllum stjórnmálaflokkum sem áhuga hefur á raunhæfri byggðastefnu að ganga til liðs við samtökin. Þar gefst því tækifæri til að ganga sameinað til verks. Eflaust mun fólk greina á um ýmislegt af því sem fram fer innan samtakanna. En eftir umræður á vettvangi þeirra er líklegt að landsbyggðarfólk með ólíkar stjórn- málaskoðanir geti sameinast um lausn sem nær fram að ganga. Slík vinnubrögð eru af hinu góða. ÁÞ. 30 ára afmæli Oddeyrarskólans í dag eru liðin 30 ár frá því Oddeyrarskóli á Akureyri tók til starfa. Upphaf skólans má rekja til þess að húsnæði Barnaskóla Akureyrar rúmaði illa þann fjölda nemenda sem bættist við eftir því sem íbúum fjölgaði á Akureyri á árunum eftir stríð. Bygging Oddeyrar- skóla hófst árið 1955 og 7. des- ember tveimur árum síðar var byggingu fyrsta áfanga að mestu lokið og skólastarf hófst í skólahúsinu. Aðeins tveir menn hafa gegnt skóiastjóra- starfi við Oddeyrarskóla þessi 30 ár, Eiríkur Sigurðsson og Indriði Ulfsson. Indriði Úlfsson, skólastjóri, svaraði nokkrum spurningum blaðamanns um skólastarfið og aðra þætti skólamála í tilefni af afmæli skólans. - Hvenær hófst starfsferill þinn við Oddeyrarskóla? „Veturinn 1965-1966 starfaði ég sem skólastjóri í forföllum Eiríks Sigurðssonar, en hann dvaldist þá erlendis í orlofi. Eiríkur starfaði næsta vetur við skólann en ég tók alfarið við embætti skólastjóra hér frá haustinu 1967.“ - Hvernig var nemendahópur skólans samsettur á þeim tíma? „Þá voru hér eingöngu börn frá 7-12 ára aldri, í 1. til 6. bekk. Það breyttist ekki fyrr en laust eftir 1970 að skólinn varð jafnhliða unglingaskóli og kennsla 7. bekkjar hófst. Tildrög þess voru að ákaflega þröngt var orðið um nemendur í öðrum skólum í bænum. Gagn- fræðaskólinn var t.d. fullsetinn, því þá voru framhaldsdeildir við hann. Glerárskólinn var ekki fullbyggður og enginn Síðuskóli til. Því skapaðist ákveðið vanda- mál með tilliti til unglinga á aldr- inum 13-16 ára og það varð úr að Oddeyrarskólinn tók við hluta þessara árganga." - Þjónaði skólinn þá stærra svæði en hann gerir nú? „Svæðið var aðeins stærra en þó svipað og er enn í dag. Þó hafði kennsla unglingadeilda við skólann það í för með sér að mun þrengra varð um allt skólastarf því ekki er heppilegt að tvísetja í þær stofur sem ætlaðar eru eldri Indriði Úlfsson. árgöngunum. Einnig bættist það við að hluti 9. bekkjar Glerár- skóla sótti nám sitt hingað í tvö ár. Á þeim tíma vorum við með meirihluta 16 ára unglinga Gler- árhverfis hérna, þó ekki alla því sumir sóttu 9. bekkjar námið í Gagnfræðaskólann. “ - Þurfti ekki að fjölga kennur- um mikið þegar unglingadeild- irnar voru settar á laggirnar hér? „Jú, að sjálfsögðu þurfti að fjölga kennurum mikið, einkum stundakennurum. Um árabil voru þeir 32-35, en nú starfa hér um 20 kennarar. Fjölgun kennara varð í áföngum, því fyrst byrjuðum við með 7. bekk, síðan fóru unglingarnir í þeirri deild í 8. bekk o.s.frv. þannig að þetta gerðist stig af stigi. Þegar sú skólanefnd, sem nú situr, tók til starfa, varð sú breyt- ing á að ákveðið var að tveir skólar, Glerárskólinn og Gagn- fræðaskóli Akureyrar, tækju að sér alla kennslu 7., 8. og 9. bekkja í bænum. Þó þótti ekki heppilegt að láta þá unglinga, sem höfðu verið í 8. bekk Oddeyrarskóla, skipta um skóla fyrir einn vetur og luku þau því sínu 9. bekkjar námi hérna.“ - Hvernig var námsárangur unglingadeilda skólans? „Þær hafa komið vel út og flest árin hafa u.þ.b. 73-76% þeirra, sem luku samræmdum prófum 9. bekkjar, náð framhaldseinkunn. Sl. vor náðu 83% nemenda til- skildu lágmarki og er sú útkoma með því besta, sem þekkist. Skólar með tvær hliðstæður, barna- og unglingadeildir, koma vel út því kennarar hafa góða yfirsýn yfir nemendur og geta fylgt þeim vel eftir í námi.“ - Hvernig finnst þér þróun skólamála hafa verið hér í umdæminu undanfarna áratugi? „Þróunin hefur verið nokkur, þótt deila megi um hvað af henni sé gott. Nokkrar breytingar hafa t.d. orðið á kennsluefni og í sum- um tilvikum jafnvel á kennslu- þáttum. Húsnæði hefur að sjálf- sögðu vaxið og ég hygg að það hafi í heildina batnað. Þó er nokkuð langt frá því að skólarnir á Akureyri hafi það viðmiðunar- húsnæði sem ætlast er til.“ - Rýmkaðist ekki mikið um nemendur og kennara eftir að kennslu unglingadeilda var hætt við Oddeyrarskóla? - Upphaflega var skólinn byggður fyrir u.þ.b. 300 nemend- ur í 1.-6. bekk. í skólanum eru núna um 230 nemendur og því er þokkalega rúmt um okkur og góð aðstaða til kennslu þeirra nemenda sem sækja skólann. Við getum ekki kvartað undan þrengslum en hér áður hefði vissulega verið ástæða til þess. Það eina, sem okkur skortir verulega, er íþróttahús við skólann. Við höfum orðið að sæta því að láta nemendur sækja íþróttakennslu í íþróttaskemm- una, en hún er nokkuð langt frá skólanum. Þetta er hættulegt því bæði er yfir umferðargötur að fara og svo myndast stórir snjó- skaflar við Skemmuna. Okkur finnst varasamt að senda litla krakka þessa leið í stórhríðum en við getum því miður lítið við þessu gert. Þá ber að nefna það atriði að stundaskrá getur síður orðið samfelld, því helst þurfa að vera lausir tímar báðum megin við íþróttakennsluna. Upphaflega átti að byggja íþróttahús við skólann en um 1960 samþykkti Eiríkur Sigurðs- son að fresta byggingu þess þar til nýtt íþróttahús risi á öðrum stað í bænum. Þetta dróst og ekkert hefur gerst í okkar málum síðan, og er ég mjög ósáttur við þessa þróun mála. Nýtt íþróttahús er nauðsynjamál, ekki síst frá sjón- armiði öryggis barnanna.“ - Finnst þér börnin nú á tím- um vera ólík þeim börnum sem voru í skólanum hér áður fyrr? „Mér finnst börn síst fyrir- ferðarmeiri nú en áður. Að vísu eru alltaf til undantekningar frá góðri hegðun og þær verða alltaf til. Börnin eru frjálsleg og skemmtileg, ekki síður en áður. Kröfur tímans breytast að vísu og nokkuð er um að börnin geri kröfu um vissa afþreyingu í skólanum. Þetta verður að vega og meta á skynsamlegan hátt en okkur skortir aðallega tóm- stundaaðstöðu í sambandi við íþróttahús. Ef slíkt væri fyrir hendi myndi það vera bæði börn- um og foreldrum í hverfinu mjög til hagsbóta því þörfin er brýn. Kröfur til skóla eru nokkuð aðrar en áður, þegar skólarnir áttu fyrst og fremst að sjá um menntunarhlið uppeldis. í seinni tíð er uppeldisþátturinn miklu sterkari og auknar kröfur eru gerðar um fræðslu á sviði reyk- inga, áfengismála, sjúkdóma, jafnréttis o.fl. þjóðfélagslegra þátta. Ætlast er til að þessum málum sé sinnt en þó eru ekki ætlaðir til þess tímar á stunda- skrá, samkvæmt viðmiðunar- stundaskrá skólanna." EHB Nemendur Oddeyrarskóla fögnuðu afmæli skóla síns í gær. Myndin var tek- in við það tækifæri. Mynd: tlv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.