Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. desember 1987 fþróttir Handbolti 3. deild: A Völsungur lagöi topplið IH - sigraði Ögra 31:4 daginn áður Völsungar fóru góöa ferð suð- ur um helgina og héldu heim á leið með fjögur stig í poka- horninu. Á laugardag sigruðu þeir Ögra, eins og við mátti búast, örugglega 31:4, en á sunnudag kom liðið mjög á óvart og lagði efsta lið deildar- innar IH með 22 mörkum gegn 17 mörkum Hafnfirðinga. „Loksins náði liðið að sýna sitt rétta andlit," sagði Arnar Guð- laugsson þjálfari Völsunga eftir leikinn í Hafnarfirðinum.„Mót- staðan var engin í gær, en í dag spilaði liðið góða vörn og mark- varslan var í mjög góðu lagi. Þetta gefur liðinu byr undir báða vængi og ég á von á því að við séum komnir yfir erfiða sálfræði- lega hindrun." Eins og Arnar sagði þá var leikurinn gegn Ögra hálfgerður skrípaleikur og þar að auki þurfti að bíða eftir dómurum í rúmar fjörutíu mínútur. Sama var uppi á teningnum á sunnudeginum, en þá mætti annar dómarinn allt of seint. En leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik. Hafn- firðingarnir virkuðu sterkari í byrjun og skoruðu þá létt mörk. En Völsungarnir, drifnir áfram af góðum leik Helga Helgasonar, náðu að jafna leikinn og var jafnt á flestum tölum til leikhlés. í leikhléi var staðan 10:10. í seinni hálfleik komu Völs- ungarnir grimmir til leiks og Bjarni Pétursson í markinu varði nokkur mikilvæg skot. Þetta fór í taugarnar á ÍH-mönnum sem ekki bjuggust við þetta mikilli Imótspyrnu frá Húsvíkingunum. Þeir fóru að skjóta í tíma og ótíma og Völsungur skreið fram úr jafnt og þétt. Staðan breyttist úr 12:11 í 20:15 og var þá sigur- inn í höfn hjá þeim grænídæddu. Þetta var að öllum líkindum besti leikur Völsunga á þessu tímabili. Vörnin var mjög góð og Bjarni varði vel í markinu. Sókn- arleikurinn var yfirvegaður, sér- staklega í seinni hálfleik. Þetta var sigur liðsheildarinnar, en að öllum ólöstuðum átti Helgi Helgason bestan leik. Gamla kempan Pálmi Pálmason var góð- ur í seinni hálfleik. Einnig átti Skarphéðinn ívarsson góðan leik og skoraði falleg mörk úr horn- inu. Bestur Hafnfirðinga var Jóhannes Pálsson, en þetta var ekki þeirra dagur. Mörk Völsungs: Helgi Helga- son 6/1, Skarphéðinn ívarsson 5, Pálmi Pálmason 4, Haraldur Haraldsson 3, Sigmundur Hreið- arsson 2, Ásmundur Arnarsson 1, Sigurður Illugason 1. Mörk ÍH: Jóhannes Pálsson 6, Ingvar Rafnsson 4, Sigfús Jóhannsson 2, Viðar Sigurðsson 2, Ásgeir Ólafsson 2, Þórarinn Þórarinsson 1. Mörk Völsunga gegn Ögra: Pálmi Pálmason 8, Helgi Helga- son 6, Skarphéðinn ívarsson 6, Birgir Skúlason 4, Sveinn Freys- son 3, Ásmundur Arnarsson 3, Gunnar Jóhannsson 1, Sigmund- ur Hreiðarsson 1. Mörk Ögra: Daði Hreinsson 2, Olgeir Jóhannsson 1, Þröstur Friðjófsson 1. AP Pálmi Pálmason Iék vel í seinni hálfleik gegn ÍH í gær og skoraði 4 mörk. Mynd: KK Körfubolti 1. deild: Léttismenn Stólun- um auðveld Ekki bauð leikur Tindastóls og Léttis á Króknum á föstudags- kvöldið upp á mikla spennu. Til þess var munurinn á þess- um liðum allt of mikill og ef minnið brestur ekki er þetta stærsti sigur sem Tindastóll hefur unnið á heimavelli sínum. Heimamenn byrjuðu af mikl- um krafti og með hröðum leik náðu þeir fljótt 15 stiga forskoti. Héldu menn þá að hér yrði um algjört rótbust að ræða. En Stól- arnir gerðu sig þá seka um að slaka á og léku ekki nema á hálfri ferð fram að hléi. Þá var staðan 42:32, þeim í hag. Seinni hálfleikurinn byrjaði með sama doðanum og Léttismenn sigu um tíma á. Heimamenn tóku þó kippi annað slagið en slökuðu svo á þess á milli. Þannig að það var ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiksins, þegar úthald gest- anna sem aðeins mættu 6 til leiks var á þrotum, að Stólarnir náðu að rífa sig frá þeim fyrir alvöru. í lokin var svo munurinn orðinn mikill, 94:60. Eins og áður segir var leikur Tindastólsliðsins ákaflega köfl- óttur, enda kannski ekki gott að halda dampinum uppi þegar mót- staðan er ekki meiri. Þeir bræður bráð Eyjólfur Sverrisson og Sverrir Sverrisson voru bestu menn liðsins. Þá lék Kári geysivel þann tíma sem hann var inn á og Björn Sigtryggsson var einnig góður. Eyjólfur skoraði 30, Sverrir 21, Björn 13, Jón Jósefsson 8, Kári og Ágúst Kárason 6 hvor, Har- aldur Leifsson 4 og Jón Már Guðmundsson, Kristinn Bald- vinsson og Jóhann Magnússon 2 hver. Þeir Stefán Árnason og Þröst- ur Gunnarsson voru atkvæða- mestir Léttismanna, með 13 stig hvor. Indriði Jósafatsson og Vil- hjálmur Stefánsson dæmdu auð- veldan leik þokkalega. -þá Jón Jósefsson skoraöi 8 stig gegn Létti á fÖStudagskvÖId. Mynd: -þá. Þýska knattspyrnan: W. Bremen enn á toppnum - Hlé gert á keppninni í 2 mánuði Körfubolti: Staðan 1. deild Úrslit leikja í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik um helgina urðu þessi: UMFS-Reynir 67:69 UMFT-Léttir 94:60 Staðan í deildinni er þessi: UMFl' 8 8-0 667:499 16 UÍA 7 7-0 491:382 14 HSK 5 2-3 324:330 4 ÍS 4 2-2 234:241 4 Léttir 6 2-4 374:422 4 Reynir 5 1-4 291:359 2 ÍA 6 1-5 343:429 2 UMFS 5 0-5 312:374 0 Werder Bremen styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu á laugar- dag, er liðið sigraði Karlsruher á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma tapaði Köln á útivelli fyrir Kaiser- slautern 0:3 og var orðið nokk- uð langt síðan að Kaiser- slautern vann síðast leik. í Hamborg léku HSV og Bayern Munchen og lauk þeirri viðureign með jafntefli, hvort lið skoraði tvö mörk. Stuttgart tap- aði illa 0:1 á heimavelli fyrir Nurnberg og virðast leikmenn Nurnberg í miklu stuði um þessar mundir. Gladbach gefur ekkert eftir í toppslagnum og á laugardag sigr- aði liðið Bayer Uerdingen á úti- velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Bochum fékk Frankfurt í heimsókn og sigruðu heima- menn með einu marki gegn engu. Mannheim sigraði Dortmund í Dortmund með einu marki gegn engu, Hannover lagði Schalke að velli heima með þremur mörkum gegn einu og þá sigraði Leverkus- en Homburg heima með tveimur mörkum gegn einu. Nú verður gert hlé á keppni í þýsku knattspyrnunni í um tvo mánuði og eins og áður sagði er Werder Bremen í efsta sæti deildarinnar, með 30 stig að loknum 18 leikjum. Næstu fjögur lið hafa öll leikið 19 leiki en þau eru, Köln með 28 stig, Bayern 27, Gladbach 26, Nurnberg 24 og Stuttgart 21 stig. Körfubolti Úrvalsdeild Úrslit leikja í 8. umferð úrvalsdeildarinnar í körfu- bolta urðu þessi: ÍBK-UBK 106:49 UMFG-UMFN 94:92 Haukar-KR 71:70 Valur-ÍR 73:50 Staðan Staðan í deildinni er þessi: UMFN 8 7-1 722:574 14 ÍBK 7 6-1 556:417 12 Valur 7 4-3 556:479 8 KR 7 4-3 557:513 8 Haukar 7 4-3 496:485 8 UMFG 7 4-3 529:529 8 ÍR 7 2-5 469:572 4 Þór 7 1-6 550:647 2 UBK 7 0-7 372:591 0 Blak 1. deild karla Úrslit leikja í deild karla í blaki um heigina urðu þessi: Þróttur-Víkingur 3:1 Fram-ÍS 1:3 Þróttur N-KA 2:3 Staðan í deildinni er þessi: ÍS 7 7-0 21: 5 14 Þróttur R 8 7-1 22:10 14 HK 9 6-3 21:11 12 KA 7 5-2 15:12 10 Víkingur 7 2-5 12:15 4 Fram 8 2-6 13:19 4 HSK 61-5 3:15 2 Þróttur N 8 0-8 5:21 0 1. deild kvenna Úrslit leikja í 1. deild kvenna í blaki um helgina urðu þessi: Þróttur-Víkingur 0:3 Þróttur N-KA 1:3 Staðan í deildinni er þessi: UBK 6 6-0 18: 1 12 Víkingur 6 5-1 15: 4 10 Þróttur R 7 4-3 14:10 8 ÍS 6 3-3 10: 9 6 HK 8 3-5 9:18 4 KA 6 1-5 6:16 2 Þróttur N 7 1-6 7:20 2 Handbolti 3. deild karla Úrslit leikja í 3. deildinni í handbolta um helgina urðu þessi: Ógri-Völsungur 4:31 ÍBK-ÍA 22:18 ÍH-Völsungur 17:22 Staðan í deildinni er þessi: ÍBK 7 6-0-1 175:121 12 ÍH 5 4-0-1 125: 83 8 ÍA 6 4-0-2 143:126 8 Þróttur 6 3-1-2 142:118 7 ÍS 5 2-1-2 123: 94 5 Völsungur 6 2-0-4 131:111 4 ÍBÍ 5 1-0-4 112:142 2 Ögri 6 0-0-6 59:215 0 2. deild kvenna Úrslit leikja í 2. deild kvenna í handbolta um og fyrir helgina urðu þessi: HK-ÍBV 16:21 ÍBK-UBK 19:19 Staðan í deildinni er þessi: ÍBV 8 7-0-1 176:138 14 Þór 7 6-0-1 166:115 12 Grótta 4 3-0-1 97: 68 6 ÍBK 7 2-1-4 75:147 5 UBK 7 1-2-4 126:143 4 HK 7 1-0-6 89:137 2 UMFA 4 0-1-3 51: 84 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.