Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 07.12.1987, Blaðsíða 16
wmm, Akureyri, mánudagur 7. desember 1987 Noack rafgeymar í bílinn, bátinn og vinnuvélina. V9- Noack er viðhaldsfrír. pórnm hf. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Útivistarsvæði Akureyringa: Deilur um lönd Hamra- bæjanna Umhverfísmálanefnd hefur nú lagt áherslu á við bæjarráð, að unnið verði að lausn deilu Akureyrarbæjar og eiganda Hamra 11 um uppsögn erfða- festulanda. Málið snýst um það að árið 1983 sagði bærinn ábúcndum á Hömrum I og II upp erfðafestusamningum til þess að hrinda í framkvæmd áætlun um útivistarsvæði sam- kvæmt aðalskipulagi frá 1972. Ákveðið var þó að taka aðeins hluta af landinu svo kleift væri að halda búskap áfram. Árið 1985 girti Skógræktin af svæðið sem um ræðir en bóndinn á Hömrum II fjarlægði aftur þá girðingu. Hefur því staðið í vegi fyrir frekari gróðursetningu á þessu svæði, að ekki skuli vera hægt að girða það. Skapar þetta hættu á ágangi gripa, en þarna mun aðallega vera um hrossabú- skap að ræða. Hreinn Pálsson bæjarlögmaður sagði í samtali við Dag, að upp- sögn erfðafestusamningsins væri fyllilega lögleg. Erfðafestusamningar eru gerð- ir þegar bærinn á landið og leigj- endur kaupa sér afnotarétt. Ef bærinn telur sig þurfa á landinu að halda er honum heimilt að segja samningum upp og kaupa réttinn aftur. Landið sem um ræðir var síðast til sölu 1978 og hafnaði Akureyrarbær þá forkaupsrétti á landinu. Ábúendum Hamra þótti því heldur stuttur tími liðinn þeg- ar þeim var sagt upp samningnum fáum árum síðar. Fyrir u.þ.b. ári sagði bærinn síðan upp öllu landi Hamra II og þýddi það að greitt yrði líka fyrir hús og annað tilheyrandi. Ekki hefur náðst s„mkomulag um kaupverð en tilboð hafa gengið á milli. VG lm < * é ** ' * * v * Z-*} & ^ ■ M : Lrn niidjan dag í gær kom þyrla Landhelgisgæslunnar til Akureyrar með veikan sjómann af loðnuskipinu Gísla Árna sem var að veiðum við Kolbeinsey. Þyrlan lenti á nýja þyrlupallinum við Fjórðungssjúkrahúsið en þetta er í fyrsta sinn sem pallurinn er notaður. Flugið gekk vel og er Iíðan sjúklingsins góð. Mynd: jóh ■ ■ ■■ Ingi Björnsson: „Merki um stefnuleysi hjá stjómvöldum“ að fella niður framlög til iðnráðgjafa landshlutanna „Ég tel að það eigi að gera úttekt á starfí iðnráðgjafa og meta árangurinn. Séu menn ekki sáttir við hann er sjálfsagt að fella þetta framlag burt, en mín sannfæring er hins vegar sú að ef menn gera alvarlega athugun á því sem iðnráðgjafar hafa verið að vinna þá komist þeir að því að þetta sé mjög þarft,“ sagði Ingi Björnsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið hætti framlög- um til iðnráðgjafa landshlutanna og hefur sú hugmynd mælst illa fyrir víða um land. „Mér finnst þetta líka merki um stefnuleysi hjá stjórnvöldum í byggðamálum Mývatnsrannsóknir munu halda áfram - Ríkisstjórnin hefur samþykkt fjárveitingu til verksins Samþykkt hefur verið í ríkis- stjórninni að veita 6,5 miljón- um króna til Mývatnsrann- sókna á næstkomandi ári og einnig mun samsvarandi upp- hæð verða varið til rannsókn- anna árin 1989 og 1990. í heild mun þá verða varið um 12,5 miljónum til þessara rann- sókna á næsta ári. Þetta kom fram í svari Birgis ísleifs Gunnarssonar mennta- málaráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi í gær. í tyrirspurninni var óskað eftir áliti ráðherra á óskum Sérfræðinganefndar um Mývatns- rannsóknir varðandi fjármögnun rannsóknanna á árunum 1987 og 1988. Einnig spurði Hjörleifur um viðbrögð ráðuneytisins við afsögn Sérfræðinganefndarinnar og með hvaða hætti ráðuneytið hygðist standa að framhaldi Mývatnsrannsókna. í svari ráðherra kom fram að í námaleyfi því sem útgefið var 31. jánúar 1985 voru sett þau skilyrði fyrir námaleyfinu að Kísiliðjunni h.f. var gert að leggja fram sér- stakt gjald til rannsókna áhrifum efnistökunnar á dýralíf og gróður við Mývatn. Ríkisstjórnin skyldi síðan leggja fram sömu upphæð til þessara rannsókna. Gjald þetta hefur rýrnað vegna lækkun- ar dollara og minnkandi fram- leiðslu verksmiðjunnar, en menntamálaráðherra sagði að ráðuneytið vildi tryggja það að rannsóknum lyki fyrir árið 1991, en þá rennur námaleyfið út. Vegna misskilnings mun ekki hafa verið sótt um fjárveitingu á fjárlögum fyrir árið 1988, til að halda rannsóknunum áfram. Ríkisstjórnin samþykkti því á fundi sínum hækkun á framlagi ríkissjóðs til rannsóknanna, þannig að fjárveiting til rann- sóknanna verði kr. 6,5 miljónir árið 1988 og jafnframt samþykkt- ar sambærilegar fjárveitingar fyr- ir árin 1989 og 1990. Það er síðan Alþingis að taka endanlega ákvörðun um þetta efni. AP yfirhöfuð. Þetta framlag var sett inn ’81 og síðan vilja menn ekki halda því áfram þó svo að ekkert mat hafi farið fram á starfsem- inni,“ sagði Ingi. Aðspurður sagðist hann ekki telja að niðurfelling framlagsins skipti sköpum fyrir Iðnþróunar- félag Eyjafjarðar, en gæti þó þýtt tekjutap upp á 4-500 þúsund krónur á ári. „Iðnþróunarfélagið hefur aldrei verið fullgildur aðili að þessu, þeir hafa ekki viður- kennt okkar svæði og þar af leið- andi höfum við skipt þessu eina framlagi sem kemur á Norður- land eystra með Húsvíkingum,“ sagði Ingi. Hann gat þess að hins vegar horfði málið mjög alvarlega við á Austurlandi, þar sem framlagið væri mjög stór hluti af kostnaði við þann eina mann sem þar starfar og svipaða sögu væri að segja af Norðurlandi vestra. Hann sagði þetta mjög vanhugs- að, framlagið þyrfti frekar að auka enda væru menn sífellt að tala um það að hlúa þyrfti að iðn- aðinum og að hann þyrfti að taka meiri þátt í heildarútflutningnum en verið hefur. „Þetta er alveg á skjön við þá stefnu. Síðan er rætt um nauðsyn nýsköpunar í atvinnulífinu en nýsköpun byggir á þróunarstarfi og það er nauðsynlegt að hlúð sé að nýsköpun á landsbyggðinni, vegna þess að þar eru tengslin við okkar frumgrein, sjávarútveg- inn,“ sagði Ingi. SS Hundahald á Blönduósi: Tekið fast- ari tökum Hundaeigendum á Blönduósi mun framtíðinni gert skylt að fara eftir settum reglum í sambandi við hundahald. Töluvert hefur borið á lausum hundum í bænum að undan- förnu. Harðar mun verða gengið fram í því að fólk gæti hunda sinna betur en hingað til. Ef til lausra hunda næst, verður fólki gert skylt að leysa þá út og við ítrekuð brot má fólk eiga von á afturköllun leyfís til hundahalds. Við ræddum þessi mál lítillega við Hauk Sigurðsson sveitarstjóra. „Þannig er að um nokkurt skeið hefur borið mikið á umferð lausra hunda í bænum. Talið er að mest sé um að ræða hunda úr sveitinni hér í nágrenninu. Almennt held ég að hundar bæjarbúa séu ekki mikið á flandri lausir, þó að það komi auðvitað fyrir. Auglýsingin sem kom frá okkur fyrir stuttu er einmitt gagngert sett upp til að leggja áherslu á það við fólk að það passi hunda sína betur. Við erum að reyna að koma betri skipan á þessi mál, og eins og fram kemur í augiýsingunni frá okkur þá má fólk eiga von á því, að þurfa að leysa hunda sína út ef þeir ganga lausir. í versta falli verður fólk svipt leyfi til hundahalds, en það verður gert við ítrekuð brot. Það hljóta allir að sjá að dýrahald í þéttbýli krefst þess að reglur séu settar og eftir þeim farið, það er einmitt það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Haukur.. Vafalaust fagna margir því að skipan skuli vera að komast á þessi mál hér á Blönduósi. Lausir hundar hér á staðnum hafa verið mörgum þyrnir í augum og þá sérstaklega fólki með ung börn og raunar fleirum. pbv Getraunir og Lottó: 10 milljónir fboði? Þriðju vikuna í röð kom eng- inn seðill fram með 12 rétta hjá íslenskum getraunum og bæt- ist því fyrsti vinningur, sem var orðinn um tvær og hálf milljón, við pottinn um næstu helgi. Það var heldur enginn með fimm tölur réttar í Lottóinu á laugardag og því verður Lottó- potturinn einnig pattaralegur um næstu helgi. Þar voru einnig um tvær og hálf milljón í pottinum og því má búast við að um næstu helgi verði hátt í 10 milljónir í boði í þessum vinsælu „fjöl- skylduleikjum“. Bílvelta - við Sauðárkróksbraut Bflvelta varð við Sauðár- króksbraut aðfaranótt sunnu- dagsins. Fór fólksbfll útaf veg- inum í beygjunni við Staðar- rétt og lenti þar á toppnum. Gera þurfti að minniháttar meiðslum eins farþegans, en 3 aðrir sem í bílnum voru sluppu algjörlega. Bifreiðin er mikið skemmd. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.