Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 5
8. desember 1987 - DAGUR - 5 Áskorun til alþingismanna - um byggingu heilsugæslustöðvar á Húsavík: Óskiljanlegur seina- gangur við bygginguna - sveitarfélögum mismunað Fjárveitinganefnd Alþingis var sent bréf á föstudag frá starfs- mönnum við Heilsugæslustöð- ina og Sjúkrahúsið á Húsavík. Starfsmennirnir héldu fund sl. fimmtudag og þar var ákveðið að skora á alþingismenn að sjá til þess að heilsugæsiustöð rísi á Húsavík á næsta ári. Auk fjárveitinganefndar var heil- brigðisráðherra og þingmönn- um Norðurlandskjördæmis eystra sent afrit af bréfinu. Á umræddum fundi voru þrjá- tíu manns sem allir skrifuðu und- ir bréfið en það hljóðar svo: „Við undirritaðir starfsmenn við Heilsugæslustöðina á Húsavík og þjónustudeildir Sjúkrahússins á Húsavík lýsum yfir sárum von- brigðum okkar með þann óskiljanlega seinagang, sem orð- ið hefur á byggingu heilsugæslu- stöðvar á Húsavík og skorum á alþingismenn að tryggja fram- gang málsins á komandi ári. Greinargerð: Pað eru um það bil 10 ár síðan byrjað var að undirbúa byggingu heilsugæslu- stöðvar á Húsavík. í ágúst 1983 var fullnaðarhönnun lokið og teikningar samþykktar af heil- brigðisyfirvöldum og stjórn Heilsugæslustöðvarinnar. Síðan hefur það eitt gerst að bílskúr var byggður yfir sjúkrabifreiðar á sl. sumri. í apríl 1970 kom Húsavíkur- kaupstaður á stofn „Heilbrigðis- miðstöðinni á Húsavík“ og var starfsemin til bráðabirgða sett inn á 1. hæð nýbyggingar Sjúkra- hússins á Húsavík, en það flutti starfsemi sína þangað mánuði síðar. Með tilkomu Heilbrigð- ismiðstöðvarinnar á Húsavík var á vissan hátt brotið blað í heil- brigðisþjónustu landsmanna, þar sem stöðin starfaði að öllu leyti eftir nútíma hugmyndum um heilsugæslu, og var því í raun fyrsta heilsugæslustöðin á land- inu. Þegar núverandi lög um heil- brigðisþjónustu tóku gildi fyrir 14 árum varð Heilbrigðismiðstöðin á Húsavík að Heilsugæslustöð- inni á Húsavík eins og lögin gerðu ráð fyrir. Var þá þegar áætlað að byggt yrði sérstakt húsnæði yfir heilsugæslustöðina í náinni framtíð. Áður en lögin gengu í gildi höfðu Þingeyingar reist myndar- legt sjúkrahús á Húsavík og stóðu undir 40% kostnaðar. Með núverandi lögum greiða sveitar- félögin ekki nema 15% kostnað- ar og síðan þau tóku gildi hafa nýjar heilsugæslustöðvar verið byggðar í langflestum byggðar- lögum landsins, og þá sérstaklega þeim, sem ekki höfðu hreyft hönd né fót þar til þessi hagstæða kostnaðarskipting kom til. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur byggingu heilsu- gæslustöðvar á Húsavík alltaf verið ýtt til hliðar og virðist nú eiga að koma henni alfarið yfir á sveitarfélögin, ef marka má nýja stefnu í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Pað er erfitt að trúa því að Alþingi ætli að mismuna sveitar- félögum með þessum hætti og sannarlega finnst okkur að það ætti að launa Pingeyingum fram- takssemina í heilbrigðisþjónust- unni á verðugri hátt. Við skorum því á alþingismenn að sjá til þess að heilsugæslustöð rísi á Húsavík á næsta ári, svo að starfsemin verði flutt í húsnæði við hæfi, þegar haldið verður upp á 20 ára afmæli heilsugæslustarfs á Húsavík í apríl 1990.“ IM Utanhússklæðning Vinylit kvassklæðning fyrir steinhús. Klæðið og einangrið húsin að utan og gerið þau sem ný. Fagverk sf. Óseyri 4, sími 21199 Konrao Árnason, sími 23024 Lögmannshlíðarkirkjugarður Leiðalýsing Hjálparsveit skáta stendur fyrir leiðalýsingu í Lögmannshlíðarkirkjugarði eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í síma 24752 til sunnudags 13. desember. Verð á krossi er 600 kr. Veríð örugg um jólin Reykskynjarar. Verð kr. 1.035.- Eldvarnarteppi. Verð kr. 1.073.- Eldvarnarteppi. Verð kr. 1.202.- 10% jólaalsláttur. m Eyfjörð Hjaiteyiargötu 4 • sími 22275 STAK auglýsir almennan félagsfund miðvikudaginn 9. desember ’87 kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í húsi Tæknisviðs Verk- menntaskólans við Þórunnarstræti. Fundarefni er kynning á samkomulagi um breytingar á núgildandi kjarasamningi STAK við launanefnd sveitarfélaga. Atkvæðagreiðsla um samkomulagið verður í lok fundarins. Samkomulagið liggur nú þegar frammi á skrifstofu STAK, Ráðhústorgi 3, og hvetur félagið félagsmenn sína eindregið að koma við, fá eintak og kynna sér það vel fyrir fundinn á miðvikudag. Stjórn STAK og samninganefnd. 90-minutur Knattspyrnuspilið er teningaspil byggt á alþjóðlegum knatt spyrnureglum. Fyrir unga sem gamla sem hafa áhuga á að leika knattspyrnu heima hjá sér. Tækifærisgjöf á jólunum. Verð kr. 2.500.00. Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt eða hringið í síma 91-686255 og við munum senda spilið í póstkröfu. Afsláttur af knattspyrnuskólum okkar í Bretlandi er veittur hverjum sem kaupir spilið. Umboðsmenn Sporting Connection á íslandi Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.