Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 15
8. desember 1987 - DAGUR - 15 fþróttir Skíði: Mynd: KK Kemst Haukur á Ólympíuleikana? - æfir og keppir í Svíþjóð á næstunni Haukur Eiríksson landsliðs- maður í skíðagöngu er nýkom- inn heim frá Svíþjóð þar sem hann var við æfingar ásamt 6 öðrum göngumönnum undir stjórn landsliðsþjálfarans Mats Westerlund. Haukur hefur stefnt að því síðastliðin þrjú ár að komast á vetrarólympíu- leikana í Calgary í Kanada í vetur og æft af miklum krafti á þeim tíma. Hann heldur utan á ný síðar í þessum mánuði og mun dvelja í Svíþjóð fram í lok janúar en þá verður orðið ljóst hvort honum tekst að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana. Haukur mun keppa á sterkum mótum ytra í janúar en Svíar eiga marga mjög snjalla göngumenn og því er það góð viðmiðun fyrir hann að keppa á slíkum mótum. Til þess að ná lágmarki ólympínefndar- innar þarf Haukur að vera innan við 8% á eftir fyrsta manni á sterku móti í Svíþjóð. íslenska ólympíunefndin hefur gefið út að það fari 2-4 skíða- menn héðan á Ólympíuleikana. Ef þeir verða 4 gætu það orðið 2 í alpagreinum og 2 í göngu. Einar Ólafsson er okkar besti göngu- maður en fari 2 héðan, yrði Haukur að öllum líkindum annar þeirra. Skíðasamband íslands borgar ferðir og uppihald landsliðsfólks- ins sem æfir og keppir erlendis. Engu að síður eru útgjöld keppnisfólksins mikil og hefur Haukur t.d. verið að leita til fyrirtækja og einstaklinga um stuðning. Mikill og vaxandi áhugi er á göngu hér á Akureyri og er æft í þremur flokkum. Haukur Eiríks- son þjálfar tvo þeirra, 12 ára og yngri og 13-14 ára flokk. Flokkur 9 ára og yngri æfir á laugardögum kl. 10.45 í íþróttahúsi Glerár- skóla en flokkur 10, 11 og 12 ára á sama stað kl. 10 á laugardög- um. A sunnudögum eru síðan all- ir krakkar 12 ára og yngri saman á æfingu í Kjarna kl. 14. Flokkur 13-14 ára æfir á mánu- dögum kl. 17.30 í Kjarna, á mið- viudögum kl. 18 á íþróttavellin- um og á laugardögum kl. 14 í Kjarna. Jötnamótið í kraftlyftingum: Hnébeygja í heimsklassa - Magnús Ver Magnússon stal senunni og hirti báða bikarana Jötnamótiö í kraftlyftingum hiö fjórða í röðinni fói fram í Garðaskóla í Garðabæ á laug- ardaginn. Þarna voru saman komnir sex af bestu kraftlyft- ingamönnum landsins, þeir Halldór Eyþórsson, Iijalti Amason, Magnús Ver Magnús- son, Kári Elíson, Jón Gunn- arsson og Hörður Magnússon og öttu þeir kappi um Jötna- bikarinn og stigabikarinn. Magnús Ver Magnússon var maður mótsins en hann hirti báða bikarana, hlaut flest stig keppenda og lyfti einnig mest- um samanlögðum þunga. Alls voru sett 5 Islandsmet á mótinu og átti Magnús Ver tvö þeirra en hann tvíbætti metið í hnébeygju í 125 kg flokki. Árangur Magnúsar í hnébeygju er á heimsmælikvarða en hann lyfti 370 kg í annarri lyftu sinni og setti nýtt Islandsmet en gerði síð- an enn betur og lyfti 380 kg í sinni þriðju lyftu. Kári Elíson setti íslandsmet í bekkpressu, lyfti 174 kg sem er Alfreð Gíslason ieikur ekki gegn Júgóslövum. Leikið við Júgóslava I kvöld og annað kvöld fara fram sannkallaðir stórleikir í handknattlcik í Laugardals- höll. En þar leiða saman hesta sína Islendingar og heims- og ólympíumeistarar Júgóslava. íslendingar eiga harma að hefna eftir tapið fyrir Júgóslövum á Polar Cup mótinu í Noregi í síðustu viku. íslenska liðið er skipað sömu leikmönnum og tóku þátt í mótinu í Noregi að því undanskildu að Alfreð Gísla- son getur ekki leikið og kemur Karl Práinson í hópinn í hans stað. Það verður örugglega mikið fjör í höllinni en vonandi tekst íslenska liðinu betur upp en í Noregi um og fyrir helgina. Ársþing KSÍ: HSÞ-c leikur í 3. deild - samþykkt að fjölga um eitt lið í B-riðli - Ellert endurkjörinn formaður Á ársþingi Knattspyrnusam- bands Islands sem haldið var í Reykjavík um helgina, var samþykkt að fjölga um eitt lið í B-riðli 3. deildar á íslandsmót- inu í knattspyrnu og leika því 8 lið í riðlinum næsta sumar. Það þýðir að lið HSÞ-c mun leika í 3. deildinni næsta keppnistímabil en liðið tók þátt í úrslitakeppni 4. deildar í haust ásamt Hvöt og Hugin en náði þá ekki að vinna sér sæti í 3. deild. Þá var gerð breyting á keppnis- fyrirkomulagi 5. flokks en næsta sumar leikur sá flokkur á mini völlum á íslandsmótinu. Engin átök um mál urðu á þinginu sem fór í alla staði vel fram. Stjórn KSÍ var endurkjörin og verður Ellert B. Schram því áfram for- maður. Rafn Hjaltalín verður áfram fulltrúi Norðurlands í stjórninni en Ingólfur Freysson formaður knattspyrnudeildar Völsungs var kosinn varamaður hans. Þá var Sigbjörn Gunnars- son KA-maður kosinn í vara- stjórn sambandsins. Kári Elíson seiti glæsilegt íslandsmet í bekkpressu á Jötnamótinu á laugar- dag. mjög góður árangur. Hörður Magnússon setti Islandsmet í samanlögðum árangri og Jón Gunnarsson setti met í hné- beygju. Þetta var stigamót, þar sem reiknaður var saman líkams- þungi keppenda og samanlagður þungi er þeir lyftu. Kári var létt- asti keppandinn, 72,1 kg en Hjalti „Ursus“ sá þyngsti, 134,7 kg. Annars var árangur kepp- enda þessi: (Fyrst kemur árangur þeirra í hnébeygju, þá bekk- pressu, síðan í réttstöðulyftu, loks samanlagður árangur og þá stigafjöldi.) Magnús Ver Magnússon 380-220-340-940-491,244 Hjalti Árnason 350-225-350-925-471,195 Jón Gunnarsson 320-175-305-800-470,160 Hörður Magnússon 360-190-325-875-469,437 Halldór Eyþórsson 300-160-285-745-447,670 Kári Elíson 102,5-174-230-506,5-347,003 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Eiður vann og skoraði á Sigurð Eiður Eiðsson var ekki í vandræðum með að leggja Þröst Kol- beins að velli í getraunaleiknum um helgina. Sigurinn var tvö- faldur fyrir Eið því Iið hans Man. United sigraði Q.P.R. mjög örugglega á gervigrasinu í London. Hann var með sex leiki rétta en Þröstur aðeins fjóra. Eiður heldur því áfram og hann hefur skorað á Sigurð Búason starfsmann í Kjarnafæði í næstu umferð. Sigurður er dyggur stuðningsmaður Arsenal en liðið er ekki á getraunaseðlinum að þessu sinni. Það kemur í Ijós á laug- ardaginn hvernig þeim félögum tekst upp en þannig er spá þeirra: Eiður: Chelsea-West Ham 1 Everton-Derby 1 Man.United-Oxford 1 Newcastle-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Wimbledon 2 Southampton-Liverpool 2 Watford-Luton 1 Birmingham-Aston Villa 2 Iluddersfield-Plymouth x Oldham-Leiccster x Shrewsbury-Hull x W.B.A.-Blackburn 1 Sigurður: Chelsea-West Ham 1 Everton-Derby 1 Man.United-Oxford 1 Newcastle-Portsmouth 1 Sheff.Wed.-Wimbledon 1 Southampton-Liverpoo! 2 Watford-Luton 1 Birmingham-Aston Villa 2 Huddersfíeld-Plymouth x Oldham-Leicester x Shrewsbury-Hull x W.B.A.-Blackburn x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fímmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.