Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 9. desember 1987 235. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta' Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 ■ Sími 27422 Pósthólf 196 H-Lúx gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Slysið í Ólafsfjarðarmúla: Vinnugalli kom lög- reglunni á sporið „Þegar ég kom út úr beygjunni þá sá ég þessi hjólför sem lágu beint út af veginum. Það er engu líkara en ökumaðurinn hafi álitið veginn halda áfram og ekki áttað sig á beygjunni,“ sagði Oli Þór Ragnarsson lyf- sali á Dalvík en hann gerði lög- reglu viðvart um slysið í Ólafs- fjarðarmúla í fyrrakvöld. Bíllinn var á leið inn í bæinn en í svokölluðu Syðra-Drangsgili ók hann út af veginum sem fyrr segir. Vegurinn liggur í a.m.k. 150 metra hæð og neðan hans eru 130-140 metra langar snarbrattar skriður en .síðan þverhníptir klettar um það bil 40 metrar á 15 dagar til jóla hæð niður í fjöru. Þar hafnaði bíllinn og er gjörónýtur. Hjálparsveitarmenn komu á slysstað um klukkan 11.30 og hófst þá þegar leit að farþega eða farþegum bílsins. Bátar og togar- ar lýstu upp hlíðina og eftir nokkra leit fannst ökumaður bíls- ins á grasbala skammt fyrir ofan þverhnípið. Leit var haldið áfram því ekki var vitað hvort fleiri hefðu verið í bílnum. Það var svo ekki fyrr en um klukkan þrjú um nóttina að ljóst var hver ökumaður er og að hann hefði verið einn á ferð, en í hlíðinni fannst vinnugalli merkt- ur vinnuveitanda hans. Um er að ræða 22ja ára ganilan mann frá Sauðárkróki. Hann liggur nú á gjörgæsludeild FSA og að sögn Gauta Arnþórssonar yfirlæknis var hann smám saman að komast til meðvitundar. Mað- urinn hlaut mjög slæman heila- hristing og útvortis áverka á höfði en slapp við beinbrot. ET Merin Mósa kastaði vænu folaldi í gær og hlýtur það að teljast happ fyrir móður og afkvæmi að tíðarfar er eins milt og raun ber vitni. Mósa er í eigu Þóris Tryggvasonar. Mynd: tlv Þróunarvei1(efni akureyrskra fyrirtækja: Verður þekkingu pumpað út úr landinu ókeypis? Kaupstaðir keppa í Sjallanum Það verða Akureyringar og Reykvíkingar sem reyna með sér í næstu lotu hinnar vinsælu spurningakeppni Sjónvarpsins, „Hvað heldurðu?“. Þátturinn verður tekinn upp í Sjallanum annað kvöld og sýndur n.k. sunnudagskvöld. Keppendur fyrir Akureyri verða þau Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari, Guðlaug Hermannsdóttir kennari og Sigurpáll Vilhjálmsson starfs- maður hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Ekki er fullljóst hverjir munu annast kveðskap og önnur skemmtiatriði fyrir hönd Akureyringa. Lið Reykvíkinga er skipað þeim Ragnheiði Erlu Bjarnadótt- ur og Guðjóni Friðrikssyni sagn- fræðingi en þriðji sveitarmeðlim- urinn er Illugi Jökulsson blaða- maður. Ingólfur H. Ragnarsson galdrakarl annast skemmtiatriði fyrir hönd Reykvíkinga en hag- yrðingur þeirra er hinn lands- frægi Flosi Ólafsson. Búast má við fjölmenni í Sjall- anum annað kvöld. BB. - „Ekki hrifinn af fjölþjóðaverkefnum sem við græðum ekkert á,“ segir Sigurður Ringsted verkfræðingur hjá Slippstöðinni Á vegum þriggja fyrirtækja á Akureyri er nýlega farið af stað umfangsmikið þróunar- verkefni sem hugsanlega getur haft í för með sér miklar breyt- ingar um borð í íslenskum fiskiskipum. Fyrirtækin eru Slippstöðin hf., Plasteinangrun hf. og Vélsmiöjan Oddi hf. Ráðgjafarfyrirtækið Ari mun stýra þróunarvinnunni. Fyrstu niðurstöður verkefnisins eiga að liggja fyrir í mars. „Þróun á búnaði og tækni við meðhöndlun og geymslu á fiski og fiskafurðum um borð.“ Þetta er skilgreiningin á markmiðum verkefnisins. „Við munum reyna að afla upplýsinga og hugmynda auk þess sem öll vinna um borð í ísfisktogurum verður greind mjög nákvæmlega. Frystitogarar verða eflaust eitthvað skoðaðir líka en ætlunin er að þróa ákveðna meðhöndlun á fiski um borð, allt frá því að hann kemur úr trollinu og þar til hann er kom- inn upp á bryggju,“ sagði Þorleif- ur Finnsson verkefnisstjóri í sam- tali við Dag. Ætlunin er að með þessu verði hægt að auka gæði og verðmæti aflans en ekki síst að auðvelda vinnuna um borð. Auk þess að líta á tæknilega hlið málsins verða markaðsmöguleikar við- komandi lausna skoðaðir í sam- hengi. Verkefni þetta er í óbeinum tengslum við samevrópskt verk- efni á vegum Evrópuráðsins, Eureka, sem miðar að því að þróa fiskiskip framtíðarinnar. Hópurinn sótti um og fékk heim- ild til að leggja niðurstöður sínar fram sem framlag Islands til þessa verkefnis en ekki hefur ver- ið ákveðið hvort sú heimild verð- ur nýtt. „Því miður sé ég ekki hvaða hag við getum haft af því að leggja þetta fram til Eureka. Ég er ekkert spenntur fyrir svona fjölþjóðasamstarfi sem við græð- um ekkert á. Það er verið að pumpa þekkingu út úr landinu án þess að fá neitt fyrir það,“ sagði Sigurður Ringsted yfirverkfræð- ingur Slippstöðvarinnar hf. í samtali við Dag. ET Verkefni fyrirtækjanna þriggja fjallar um meðferð aflans frá því að trollið erlosað. Árlax hf. Kelduhverfi: Hefur áhuga á matfiskeldi Eigendur fiskeldisfyrirtækisins Árlax hf. í Kelduhverfi kanna nú möguleika á að fara út í matfískeldi og hafa sótt um lóð í því skyni. Hingað til hefur fyrirtækið einbeitt sér að seiöaeldi og seiðasölu. Hingað til hefur seiðaeldið far- ið þannig fram að seiðin hafa ver- ið alin upp í landi Ártungu í Kelduhverfi. Þaðan eru þau flutt í stöð við Kópasker þar sem seið- in eru seltuvanin, sem kallað er, en þá venjast þau söltu vatni eða sjó. Síðan eru þau flutt út í tönkum, fullum af sjó. Beiðni um lóðarstækkun við Kópasker liggur nú fyrir hrepps- nefndinni og er svars að vænta innan skamms. Ef leyfið fæst mun landrými stöðvarinnar stækka í þrjá hektara lands. Alls hefur verið varið um tíu milljón- um króna í aðstöðuna til að seltu- venja seiðin og mun sú aðstaða nýtast fyrirtækinu vel ef farið verður af stað með matfiskeldi. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.