Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 4
 * 4^-DAGUR»-'9.-deseinber 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sögulegur sáttmáli Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrituðu í gær samkomulag um eyðingu meðaldrægra og skammdrægra kjarnorkuvopna. Samkomulag leiðtoganna tveggja markar þáttaskil í mann- kynssögunni, því í fyrsta sinn frá því kjarn- orkuöldin hófst fyrir fjörutíu árum er gert ráð fyrir raunverulegri fækkun þessara gereyð- ingarvopna. Þótt samkomulagið feli einungis í sér óverulega fækkun meðaldrægra og skamm- drægra kjarnorkuvopna, er með undirritun þess engu að síður stigið mjög mikilvægt skref í átt til afvopnunar. Vonir standa til að samkomulagið sé aðeins upphafið að víðtæk- ari samdrætti í vígbúnaði stórveldanna. Leiðtogarnir héldu áfram viðræðum eftir að þeir undirrituðu samkomulagið og er talið að í framhaldi af þeim muni verulega miða í sam- komulagsátt um helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Talsmenn beggja aðila hafa sterklega gefið það í skyn. Stórveldin hafa í fyrsta skipti, síðan afvopn- unarviðræðurnar hófust fyrir alvöru, skipst á upplýsingum um fjölda kjarnorkuflauga og samsetningu kjarnorkuheraflans, og er það táknrænt fyrir það aukna traust sem virðist ríkja í samskiptum stórveldanna um þessar mundir. Svo virðist sem gagnkvæm tortryggni sé á undanhaldi og er það fagnaðarefni. Það hefur tekið fulltrúa stórveldanna sjö ár að móta sáttmálann sem undirritaður var í gær. Leiðtogafundurinn í Reykjavík var mikil- vægur áfangi á langri leið og það hefur nú verið upplýst að á fundinum í Höfða voru lögð drög að þessum tímamótasamningi. Það virð- ist því nokkuð ljóst að fjölmiðlar hafa lagt rangt mat á niðurstöður Reykjavíkurfundar- ins og einblínt um of á ágreining leiðtoganna um geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna. Sag- an mun eflaust veita Reykjavíkurfundinum verðugan sess. Leiðtogar beggja ríkjanna virðast staðráðn- ir í láta afvopnunarviðræðurnar bera árangur. Reagan er að enda sitt síðasta kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna og vill væntanlega láta eitthvað verulega markvert eftir sig hggja. Gorbatsjov virðist stefna að sama marki þótt af öðrum ástæðum sé. Hann á væntanlega mörg ár eftir í embætti en er umhugað um að breyta ímynd Sovétríkjanna í hinum vestræna heimi og sýna umbótavilja sinn í verki. Friðelskir menn um allan heim fagna þeim áfanga sem staðfestur var í Washington í gær. BB. Stefnt að því að gera viðskiptavini sjálfstæðari - Valtýr Hreiðarsson segir frá nýstárlegri starfsemi Fells hf. í viðtali dagsins í dag er maður sem rekur ásamt Gunnari Jónssyni, fjölbreytt þjónustu- fyrirtæki á uppleið. Valtýr Hreiðarsson heitir hann og fyrirtækið heitir Fell hf. A veg- um fyrirtækisins er rekin bók- halds-, ráðgjafar-, ráðningar-, ferðaskrifstofu- og hugbúnað- arþjónusta. Við fengum Valtý til að segja okkur frá eðli og daglegum rekstri þjónustunnar. Hlutafélagið Fell var stofnað árið 1978 og er því 9 ára gamalt. í byrjun var eingöngu um bók- haldsþjónustu að ræða en kvíar hafa verið færðar út og vinna þar nú 7 starfsmenn. - Nú rekið þið nýstárlega bók- haldsþjónustu, getur þú skýrt hana fyrir lesendum? „Já, við rekum þessa þjónustu ekki á hefðbundinn hátt nema að hluta. Við framkvæmum fyrir- tækjabókhald, ársuppgjör eru gerð og aðstoð er veitt til fyrir- tækja sem eru sjálf með bókhald. Það má segja að ef fyrirtæki ná vissri stærð, ýtum við þeim út af borðinu hjá okkur og ráðum til þeirra manneskju til starfa. Síðan höfum við starfsmann sem kemur í heimsókn til aðstoðar. Af þessu mætti draga þá álykt- un að um sjálfseyðingarstefnu sé að ræða en svo er alls ekki. Þessi nýja stefna felur ekki í sér að komið sé með alla pappíra til okkar um áramót, heldur er um sívinnslu að ræða í fyrirtækinu sjálfu. Viðskiptavinir fyrirtækis- ins eru nú orðnir um 200 talsins.“ - Eru viðskiptavinir ánægðir með þetta fyrirkomulag? „Já mjög, því stefnan hjá okk- ur er að gera viðskiptavini okkar sem sjálfstæðasta með því að senda reglulega starfsmann á staðinn og verða þeir með þessu betur að sér um stöðu fyrirtækis- ins á hverjum tíma. Við leggjum mikla áherslu á þetta atriði. Auk þessa veitum við fyrirtækjunum ráðgjöf og metum sífellt hvort heppilegra er fyrir þau að láta okkur um bókhaldið eða að þau séu með það sjálf. Ráðgjafarþjónusta okkar teyg- ir sig víðar. Samfara bókhalds- þjónustunni, veitum við rekstrar- ráðgjöf. Sömuleiðis eru ráð gefin varðandi stofnun fyrirtækja og hlutafélaga, og eru þau orðin mörg fyrirtækin á svæðinu sem við höfum horft á vaxa úr grasi. „Látum aukin verkefni ekki bitna skrifstofu sinni. Ef fyrirtæki skiptir um eigend- ur eða eru seld, framkvæmum við virðismat og annað því tengt. Við leggjum líka mikla áherslu á að ef verkefnin hjá okkur auk- ast, látum við það ekki bitna á þjónustunni heldur ráðum til okkar fleira fólk. Það hefur nefnilega verið landlæg skoðun almennings á endurskoðendum að þeir geti ekki skilað verkefn- um á réttum tíma.“ - Borgar sig fyrir ykkur að reka svona hreinskilna þjónustu? „Ef kúnninn er ánægður, borg- ar það sig því þetta er besta aug- lýsing sem við getum fengið. Svona er fljótt að spyrjast út og alltaf kemur nýr viðskiptavinur inn fyrir annan sem dettur út. Um næstu áramót munum við enn bæta þjónustuna með tölvu- væddri launavinnslu fyrir fyrir- tæki.“ - Snúum okkur að ráðningar- þjónustunni, hvernig fer hún fram? „Fyrirtækin leita til okkar þeg- ar þau eru að leita eftir starfsfólki í ákveðin störf. Þau láta okkur í té upplýsingar um eftir hvernig starfsfólki verið er að sækjast, um launahugmyndir og slíkt. Við, í flestum tilfellum, auglýs- um starfið og vinnum úr umsókn- um. Atvinnurekandinn getur svo, oft í samráði við okkur, val- ið úr þeim. Þar sem þjónustan lýtur mest að skrifstofuvinnu, teljum við okkur ágætlega í stakk Gunnar Jónsson hefur m.a. með ferðaskrifstofumál að gera. Mynd: TLV. þjónustunni.“ Valtýr Hreiðarsson á Mynd: TLV. búna til að geta mælt með ákveðnum umsækjendum. Við Gunnar höfum báðir starfað við kennslu í viðskiptagreinum og höfum því ágæta þekkingu á fólki í þessum tilfellum. Þessi þjónusta hjá okkur er vel nýtt og mjög vinsæl. Frá upphafi skipta ráðningar á okkar vegum hundruðum." - Þið komið víða við og eruð meðal annars með ferðaskrif- stofuumboð? „Við erum umboðsaðilar Ferða- skrifstofunnar Sögu í Reykjavík og veitum alla þjónustu henni viðkomandi. Þetta er nú nokkurs konar aukabúgrein hjá okkur en Gunnar hefur góða reynslu í ferðamálum, var leiðsögumaður erlendis og þekkir vel til. Hjá okkur er hægt að fá allar upplýs- ingar um ferðir, við t.o.m. afhendum farseðla í ferðirnar. Fyrirtæki hafa nýtt sér vel þessa þjónustu t.d. í sambandi við ráð- stefnur." - Enn ein hlið fyrirtækisins er á sviði hugbúnaðar, segðu okkur nánar frá því? „Við erum umboðsaðilar Allt hugbúnaðar sem er íslensk hönnun. Það sem er vinsælast er fjárhags-, viðskipta-, birgða- og launabókhald. Þetta er hugbún- aður sem við notum sjálfir og get- um vel mælt með. Samhliða söiu hugbúnaðarins getum við útvegað tölvur við hæfi en erum óbundnir tegundum. Það er ágætt, því mismunandi tegundir tölva eru á misjöfnum kjörum hverju sinni. Þessi hugbúnaður er mjög vin- sæll og eru þegar allmörg fyrir- tæki með hann í notkun á svæð- inu.“ - Þar með hlýtur þetta að vera upp talið? „Nei, ekki alveg, því við rek- um líka heildverslun. Hún er að öllu leyti óskyld annarri starfsemi að því undanskildu að við höfum reynt sölukerfi hugbúnaðarins sem við seljum á henni. Þetta er okkur góð reynsla, að sjá inni á borði hjá okkur hvernig þjónust- an sem við bjóðum öðrum, virkar í raun.“ Fell hf. er nú til húsa að Kaup- vangsstræti 4 en um áramót flytur fyrirtækið í nýtt og stærra hús- næði við Tryggvabraut. Valtý Hreiðarssyni þökkum við fyrir spjallið og óskum hon- um og samstarfsmönnum hans, góðs gengis í framtíðinni. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.