Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 9. desember 1987 Nú eru jolin a næsta leiti Tilboð á niðursoðnu grænmeti frá K. Jónsson og Co. Tilboð Niður- á Sana soðnir gosdrykkjum Tilboð Jólasteikin gómsæt á góðu verði Tilboð á Emmessís Tilboðin á sama verði í öllum kjörbúðum Bökunar- vörur á kjör- verði v___________/ ávextir Vi -Vfe dósir á ótrúlegu verði Stálnótt - eftir Sjón Stálnótt heitir skáldsaga eftir Sjón sem bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undarins, óvenjuleg og sterk eins og við mátti búast. Hún er í anda vísindaskáldsagna, framtíðarsýn þar sem notaðir eru þættir úr ævintýrabókum og hryllingssög- um í bland við bíómyndir sam- tímans. Fjórmenningarnir Finn- urinn, Annan, Jonninn og Dísan birtast hér í nýju ljósi og eiga í ýmsum næturævintýrum. En nóttin er ekki mjúkur hjúpur sem umvefur börnin - hún er stálnótt. Sjón hefur áður sent frá sér fjölmargar Ijóðabækur og starfað í súrrealistahópnum Medúsu. Stálnótt er 104 bls. Maya Angelou: Ég veit af hverju fuglinn í búr- inu syngur í þessu fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar dregur bandaríska blökku- konan Maya Angelou upp sann- verðuga og hugnæma mynd af uppvaxtarárum sínum í Suður- ríkjum Bandaríkjanna á fjórða áratugnum. Hún og bróðir henn- ar búa hjá ömmu sinni í smábæn- um Stamps í Arkansas þar sem Maya kynnist valdi „hvíta fólksins" í hinum hluta bæjarins. Maya Angelou fæddist árið 1928 í St. Louis í Missouri. Þegar foreldrar hennar skildu, flutti hún ásamt Bailey bróður sínum til ömmu sinnar en „Búðin“ hennar var hjarta svarta samfé- lagsins í Stamps í Arkansas. Maya dýrkar móður sína, en eitt sinn þegar móðirin kemur í heimsókn og ástmaður hennar með henni, nauðgar hann Mayu en þá er hún aðeins átta ára gömul. Næstu fimm árin er hún mállaus. Maya er ekki aðeins þekkt sem rithöfundur, hún lék í framhalds- myndaflokknum Rótum er sýnd- ur var hér í sjónvarpi og vakti mikla athygli. Útgefandi er Skjaldborg hf., Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.