Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 13
bœkur 9. desember 1987 - DAGUR - 13 BL Það verður líf í baukunum. Muniðaðsækja Ml. miðana. A Hf: VS Æviminningar Péturs á Hranastööum þeir, sem timburþil ættu á fram- hliö bæja sinna, skyldu mála þau hvít fyrir konungskomuna. En nú sé ég þaö, á frásögn Péturs, að óvíst er, hve mikið kóngur og harðsnúið fylgdarlið hans hefir séð af þeirri dýrð, er þeir geystust áfram veg sinn „í þykkum mold- armekki“! Æviminningar Péturs Ólafsson- ar, bónda og dannebrogsmanns á Hranastöðum, eru nýkomnar á markaðinn. Getur þess nærri, að margt beri fyrir augu þessa sveit- arhöfðingja, er hann af Nebó- fjalli sinna mörgu æviára lítur yfir farinn veg. Því að auk bústarf- anna heimafyrir hlóðust á hann, að segja má, öll hugsanleg trún- aðarstörf fyrir sveit hans og hérað. Þar við má svo bæta ferða- lögum, um lengri eða skemmri veg, hvort heldur var að vetri eða sumri, til að sækja meðöl handa sjúkum eða þá lækni. Hefir Húsavíkurferðin, svo dæmi sé tekið, verið sannkölluð glæfra- för, og munaði þá mjóu, að Fnjóská ynni eitt af mörgum hermdarverkum íslenskra fall- vatna. En Pétur var djarfur og öruggur til alls áræðis. Latneskur málsháttur segir, að lánið fylgi þeim, sem þorir. Og Pétur horfði á ána ryðja sig, rétt á eftir að hann var kominn yfir ísspöngina. Það var erfiðara að ferðast hér á fyrri tíð en nú gérist, þótt enn megi bæta samgöngurnar. Eitt sinn, er Pétur sótti Guð- mund lækni Hannesson til Akur- eyrar segir hann, að læknirinn hafi rætt trúmál og tekið fyrir sálminn: Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, útskýrt hann og gagnrýnt. Hefði verið gaman að fá glefsur úr því tali hins merka læknis. Ekki veit ég, hvort læknar ræða nú slíka hluti í vitj- unarferðum sínum til sjúklinga, en vel má svo vera. En fleira kemur fyrir í minningum Péturs, þar sem maður hefði gjarnan vilj- að „fá meira að heyra“. Líka hefði verið forvitnilegt að vita, hvernig þeir háu herrar, biskuparnir; Hallgrímur Sveins- son, Þórhallur Bjarnason og Jón Helgason, komu þessum gáfaða bændahöfðingja fyrir sjónir, er þeir komu að vísitera söfnuð og kirkju. Pétur Ólafsson fór um sína daga ekki varhluta af þeim „hverflyndu veðrum örlaganna“, sem næða um mannanna börn. Hann var „vanur vosi og sárum“. En yfir frásögn hans allri hvílir þó rósemi og æðruleysi hins full- reynda manns. Og víða er grunnt á gamanseminni. Maður sér í anda, er hann á yngri árum var að dansa við Sofíu Jensen á Syðra-Laugalandi, í tíð Kvenna- skólans þar. Duttu þau bæði á gólfið, sem er eitt með því hrapallegra, sem ungan dans- herra getur hent! Var ungfrúin í þröngu pilsi og hefir herrann að líkindum sveiflað henni ógæti- lega í kringum sig, þar sem svona fór. Farast Pétri haglega orð um atburð þennan, eins og fleira í minningum sínum. Þá er gaman að frásögninni um sáttanefndar- mennina, sem reikuðu um Hrafna- gilstún, með sr. Þorstein Briem í fararbroddi, leitandi úrræða til að jafna ágreining þeirra Berg- steins Kolbeinssonar og Kristjáns Benjamínssonar. Mætti Salómon sjálfur hafa verið hreykinn af þeim „dómi“, sem þar var upp kveðinn og báðir deiluaðilar gátu sætt sig við, þótt annars væru harðir á meiningunni og fastir fyrir! Minningar Péturs gefa innsýn í eitt hið merkilegasta tímabil sögu vorrar, þegar bjarma tók af nýj- um degi eftir langar og dimmar aldir. Svipmyndum bregður fyrir af merkilegu fólki, sem gaman er að kynnast svolítið, og ekkert Dagskrá: Ingimar Eydal. Óskar og Emma. Jólasveinar. Svaladrykkur og gott í poka Happdrætti. Jólasaga. Jóladans og fleira. j síður, þótt maður hafi haft ofur- litla hugmynd um það áður og vit- að af því. Þarna er fræðaþulur- inn, sr. Jónas á Hrafnagili, skáld- bóndinn Davíð á Kroppi, frú Valgerður Þorsteinsdóttir, for- stöðukona Kvennaskólans á Syðra-Laugalandi, Magnús á Grund, Páll Briem „með sína menn“, og sjálfur Matthías Joch- umsson, og margir fleiri merkis- menn á þeirri tíð. Og manni líður Laugardaginn 12. desember kl. 14.30 halda Oskar og Emma litlujólin í Sjallanum. Allir krakkar, sem eiga eða kaupa Ævintýrabaukana, Óskar eða Emmu geta sótt aðgöngumiða, sem líka eru happdrættismiðar, í Iðnaðarbankann. vel í þeim góða félagsskap. Og ekki má gleyma Hannesi Haf- stein, einum stórglæsilegasta stjórnmálamanni vorum, fyrr og síðar. Konungskoman 1907 var merkilegur viðburður, og skemmdi það ekki, að Friðrik kon- ungur áttundi var einn vinsælasti Danakonunga á íslandi. Ég heyrði sagt í ungdæmi mínu, að þess hefði verið óskað, að allir Það er fengur í Æviminningum Péturs, sem skrifaðar eru á lipru máli og í hógværðar anda og yfir- lætisleysis. Hafi útgefendur þökk fyrir þessa góðu bók, sem svo sannarlega er og verður til prýðis og ánægju í íslenskum bók- menntum. Um hinn ytri frágang bókarinnar er einnig allt hið besta að segja. Hún er lipur og fer vel í hendi. Bjartmar Kristjánsson. EMM mmuttKrtMMR m x

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.