Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 17

Dagur - 09.12.1987, Blaðsíða 17
 Y8Sfcíctesfermööifc>1á87 StÉöltíÖR 3*17 Stórkostleg uppgötvun: / Isskápar geta valið sldlnaði! Við sögðum frá því að útivinna kvenna gæti hæglega leitt til hjónaskilnaða en orsakirnar geta verið fleiri. í því blessaða landi Bandaríkjunum hafa fræðingar fundið það út að bílar, ísskápar og sjónvarpstæki geta haft alvar- leg áhrif á fjölskyldulífið og jafn- vel leitt til hjónaskilnaðar. Þessi tæki einangra okkur frá vinum og nágrönnum og geta haft þessar afdrifaríku afleiðingar, staðhæfir Edward Cornish, forseti World Future Society, sem rann- sakar hvernig tæknin og tæki hennar móta framtíðina. Hann segir t.d. að bílarnir geri það að verkum að fólk sækir við- skipti lengra frá heimilum sínum í stað þess að ganga frá þeim í næsta nágrenni. Afleiðingarnar verða þær að fólkið sér vini sína og granna æ sjaldnar, samböndin gliðna og samkenndin fer þverr- andi. Hin ríka samstaða sem tíðkað- ist til forna, s.s. þegar nágrann- arnir söfnuðust saman til að endurbyggja hlöðu einhverrar fjölskyldunnar, er horfin. Heim- ur versnandi fer, því er nú verr. „Einangrað frá nágrönnum og vinum verður fólk að treysta meira á eigin fjölskyldu og sækja þangað til að fullnægja andlegum þörfum sínum, s.s. vináttuþörf- Þessi fjölskylda hlytur að eiga ísskáp, sjónvarp og jafnvel bíl. A.m.k. virðist firringin alls ráðandi i V 1 _ L 0m inni og þörf fyrir samvinnu," seg- ir Játvarður Cornish. En þegar fjölskyldumeðlimir, sérstaklega makar, geta ekki uppfyllt hinar andlegu og sálrænu kröfur verður upplausn og firring, skilnaður á næstu grösum. ísskápar gera það að verkum að fólk þarf ekki að fara eins oft út í búð að versla og er því meira heima en ella. Þetta heftir líka samskipti við vini og nágranna og eykur enn skyldu makanna til að uppfylla og sinna andlegum þörf- um innan fjölskyldunnar. Þótt sjónvarpið flytji hafsjó af skemmtiefni og lífgi upp á heim- ilislífið hefur tilkoma þess þær afleiðingar að fólk hefur minni þörf fyrir að hitta vini sína og nágranna eða safnast saman á krám eða í hvurslags samkund- um. Einn ganginn enn, hjónaband- ið getur auðveldlega beðið varan- legt tjón vegna hins gífurlega til- finningaálags sem skapast innan fjölskyldunnar vegna skorts á samskiptum utan heimilisins. „Já, það er margsannað mál og lýðum ljóst, að bílar, ísskápar og sjónvarpið skaða sambönd og samskipti fólks og eru ríkur þátt- ur í hárri tíðni hjónaskilnaða,“ segir Játvarður. Svo mörg voru þau orð og gott til þess að vita að geta kennt ísskápnum um hvern- ig hjónabandið fór! dagskró fjölmiðla i SJÓNVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. desember 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Töfraglugginn. Guðrún Marinósdóttir og Unnur Berglind Guðmundsdóttir kynna gamlar og nýjar myndasögur fyrir böm. í þessum þætti fáum við einnig að vita hver hlýtur titilinn afmælisbarn mánaðarins og Fjóla Rós kemur með jólaser- íu og jóladagatal með pökkum. Umsjón: Árný Jóhannsdóttir. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Steinaldarmennirnir. Bandarískur teiknimyndaflokk- ur. 19.30 Gömlu brýnin. (In Sickness and in Health). Breskur gamanmyndaflokkur um nöldursegginn Alf og eigin- konu hans, Elsu. 20.00 Fróttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íjiróttir. 21.20 A tali hjá Hemma Gunn. Bein útsending úr sjónvarpssal. Umsjón: Hermann Gunnarsson. Stjóm útsendingar: Björn Emils- son. 22.25 Kolkrabbinn. (La Piovra.) Lokaþáttur spennumynda- flokksins um Cattani lögreglu- forningja og viðureign hans við Mafíuna. Atriði í myndinni eru ekki talin við hæfi ungra barna. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJÓNVARP AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 9. desember 16.45 Einkenníleg vísindi. (Weird Science.) Mynd um tvo bráðþroska ungl- inga, sem taka tæknina i sína þjónustu og töfra fram drauma- dísina sina með aðstoð tölvu. Aðalhlutverk: Anthony Michael Hall, Kelly LeBrock, Ilan Mitc- hell-Smith og Bill Paxton. 18.15 Smygl. (Smuggler.) 18.45 Garparnir. 19.19 19:19. Klukkustundar langur þáttur með fréttum og fréttaumfjöllun. 20.30 Morðgáta. (Murder she Wrote). Kjötkveðjuhátíð er kjörið tilefni til þess að dulbúa morð, eins og Jessica kemst að raun um þegar hún heimsækir eina slika í New Orleans. 21.25 Mannslíkaminn. (The Living Body.) Hvað er það sem skilur mannkynið frá dýrarikinu? Hvemig stendur á þvi að manns- heilinn, sem er byggður upp á sama hátt og t.d. hundsheUi, er svona miklu fjölhæfari og skil- virkari? Tungumálakunnátta og menning byggjast á þvi hvemig hinir mismunandi hlutar heilans vinna saman og skipta með sér verkum til að hrinda hlutunum i framkvæmd. Hlutum sem dýrin myndu ekki sjá nokkum tilgang í að gera. Hlutum sem gera okkur svo óneitanlega mannleg. 21.50 Af bæ i borg. (Perfect Strangers.) 22.20 Jazz. Músikölsk pör og jassgeggjarar geta nú sveiílað sér i léttum takti á síðkvöldi og yljað sér við tónaflóð frá nokkrum af fremstu jassleikurum heims. 23.20 Á nálum. (Panic in Needle Park.) A1 Pacino er hér i sínu fyrsta aðalhlutverki. Hann leikur heróín- fikil sem dregur unga stúlku inn í sinn heim, heim fullan af vænd- iskonum, meUudólgum, þjófum og öðmm úrhrökum undirheima New York borgar. Ógleymanleg mynd fyrir þá sem hafa nógu sterkar taugar tU að umbera vonleysið sem umlykur aUt. Bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. RÁS 1 MIÐVIKUDAGUR 9. desember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Kristni Sigmundssyni. 8.45 íslenskt mál. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1987. Flutt ný saga eftir HrafnhUdi Valgarðsdóttur og hugað að jólakomunni með ýmsu móti þegar 15 dagar em tU jóla. Umsjón: Gunnvör Braga. 9.30 Upp úr dagmálum. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlít ■ Tilkynningar • Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Hvunndags- menning. 13.35 Miðdegissagan: „Sól- eyjarsaga" eftir Elías Mar. 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá laugar- dagskvöldi). 14.35 Tónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Landpósturinn - Frá Aust- urlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 15.43 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónllst á síðdegi - Muss- orgski og Liszt. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Efnahagsmál. Tónlist • TUkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Glugginn - Menning i útlönd- um. 20.00 Frá tónlistarhátíð ungs fólks á Norðurlöndum (Ung Nordisk Musik). 20.40 Kynlegir kvistir - Græddur er geymdur eyrir. 21.10 Dægurlög á milli stríða. 21.30 Úr fórum sporðdreka. Þáttur í umsjá Sigurðar H. Ein- arssonar. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis og erlendis. 23.10 Djassþáttur. Jón Múh Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. MIÐVIKUDAGUR 9. desember 7.03 Morgunútvarpið. Tíðindamenn Morgunútvarpsins úti á landi, í útlöndum og i bæn- um ganga til morgunvorka með landsmönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlustendur. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristin Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með fréttayfirliti. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð i eyra". Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. M.a. talað við afreksmann vik- unnar. Umsjón: Gunnar Svanbergsson. 16.03 Dagskrá. Ekid er óliklegt að svarað verði spurningum frá hlustendum og kallaðir til óljúgfróðir og spak- vitrir menn um ólik málefni auk þess sem Utið verður á framboð kvikmyndahúsanna. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Meðal efnis er lýsing Arnars Björnssonar á leik íslendinga og Júgóslava i handknattleik i Laugardalshöll sem hefst kl. 20.30. 22.07 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyrí og nágrenni. MIÐVIKUDAGUR 9. desember 8.07-8.30 og 18.03-19.00. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Hljóðbylgjan FM 101,8 MIÐVIKUDAGUR 9. desember 08-12 Olga Björg Örvarsdóttir og rólegheit i morgunsárið. Afmæhskveðjur og óskalög. 12- 13 Ókynnt tónlist í hádeginu. 13- 17 Hinn fjallhressi stuðkarl Pálmi „Bimbó" Guðmundsson leikur gömlu, góðu tónlistina fyr- ir húsmæður og annað vinnandi fólk. 17-19 íslensk tónlist i öndvegi meðan verið er að undirbúa kvöldmatinn. Stjóm- andi Ómar Pétursson. 19- 20 Tónlist á meðan kvöldmaturinn rennur niður. 20- 24 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson á léttum nótum. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. 989 ’BYLGJANl f MIÐVIKUDAGUR 9. desember 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með tilheyrandi tón- list og litur yfir blöðin. 09.00-12.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nótum. Morgunpoppið allsráðandi, afmæliskveðjur og spjall til hádegis. Og við litum inn hjá hyskinu á Brávallagötu 92. 12.00-12.10 Fróttir. 12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegispoppið. Gömlu uppáhaldslögin og vin- sældalistapopp i réttum hlutföll- um. 17.00-19.00 Hallgrimur Thor- steinsson i Reykjavík siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. 19.00-21.00 Anna Björk Birgis- dóttir. Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. 21.00-23.55 Örn Árnason. Tónlist og spjall. 23.55-01.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Miðvikudagskvöld til fimmtu- dagsmorguns. Ástin er alls staðar. Tónlist, ljóð, dægurlagatextar, skáldsögubrot o.fl. 01.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- unnar. - Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um flug- samgöngur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.