Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1987, Blaðsíða 1
 70. árgangur Akureyri, föstudagur 11. desember 1987 237. tölublað Eining: Lýsir áhyggjum vegna gáma- útflutnings Vegna áskorunar frá starfs- fólki Frystihúss Ú.K.E. á Dal- vík vegna síaukins gámaút- flutnings á óunnum fiski, hefur stjórn Einingar gefið frá sér ályktun þar sem m.a. er lýst áhyggjum vegna þess ofur- kapps, sem á sumum útgerðar- stöðum er nú lagt við að flytja afla fiskiskipa á markað erlendis. I ályktuninni segir að með þessu sé verið að flytja atvinnu við vinnslu úr landi og atvinna í heimahöfnum dragist því saman. Ljóst sé að við þetta skapist hætta á atvinnuleysi sem og á því að fiskverkafólk leiti í auknum mæli í önnur störf. Yrði það til þess að þegar að því kæmi að óhentugt þyki að selja óunninn fisk erlendis, verði það fólk ekki tiltækt til fiskvinnslu. Stjórnin bendir einnig á að fiskverkafólk tapi á þessu tekjum og gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnki þó svo að fiskurinn seljist á góðu verði. Jafnframt hljóti það að vera dýrt að láta fiskiðju- ver standa ónotuð. „Stjórnin skorar því á útgerð- araðila að taka öll þessi atriði til gaumgæfilegrar athugunar og væntir þess alveg sérstaklega áð þau útgerðarfyrirtæki, sem að meira eða minna leyti eru í eigu sveitarfélaga eða sameignarfyrír- tækja íbúanna láti ekki glepjast af því, sem kann að sýnast hagur í augnablikinu en veldur margs konar tjóni og tekjuskerðingu, þegar til lengri tíma er litið." VG „Hvað heldurðu?" í Sjallanum Akureyríagar og Reykvíkingar reyndu með sér í gærkvöld í spurninga- þætti sjónvarpsins, „Hvað heldurðu?" Þátturínn var tekinn upp í Sjall- anum á Akureyri að viðstöddum miklum fjölda gesta. Þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu næstkomandi sunnudagskvöld. Á myndinni sjást keppendur ásamt Ómari Ragnarssyni, stjórnanda. Frá vinstri: Erlingur Sigurðarson, Guðlaug Hermannsdóttir og Sigurpall Vilhjálmsson. Lið Reykvíkinga var skipað þeim Guðjóni Friðrikssyni, Ragnheiði Bjarna- dóttur Og Illuga JÖkulssynÍ. Mynd: tlv Mikið um að vera hjá þingmönnum: Taugatitringur a Alþingi MikiII taugatitringur var milli stjórnar og s(jórnai-andstöðu á Alþíngí í gaer. Stjórnin er komin í klemmu með mörg mikilvæg mál, sem hún vill að samþykkt verði fyrir jólin. Stjórnarandstaðan er ekki á þeim buxunum að hleypa þess- um málum átakalaust í gegn og hefur harðlega gagnrýnt verk- stjórn þessarar ríkisstjórnar. Mörg mál biðu afgreiðslu er þingmenn mættu til vinnu klukkan 10 í gær, en ríkis- stjórnin hafði risið snemma úr rekkju og haldið fund klukkan 7.30. Stjórnarandstaðan hóf málþóf strax um morguninn og komu fulltrúar Alþýðubandalagsins, Borgaraflokks, og Kvennalista í ræðupúlt og gagnrýndu ríkis- stjórnina fyrir að ætla að keyra í gegn jafn mikilvæg mál og stað- greiðslu skatta, húsnæðismálin og tollamálin á svo skömmum tíma. Borgaraflokkurinn var í skæruhernaði allan daginn og var m.a. vandamál að setja fund í efri deild, því ekki voru nægjan- lega margir þingmenn mættir til að setja fund. Það tókst þó að lokum og síðan var boðað til kvöldfunda í báðum deildum. „Ef stjórnarandstaðan vill gera þjóð sinni illan leik, þá getur hún haldið uppi málþófi og þannig e.t.v. komið í veg fyrir að jafn mikilvæg mál og skattabreyting- arnar og húsnæðismálafrumvarp- ið nái að komast í gegn. En það er trú mín að þeir muni ekki flá feitan gölt hjá þjóðinni með þeim vinnubrögðum," sagði Árni Gunnarsson alþingismaður í við- tali við Dag. Málmfríður Sigurðardóttir alþingismaður kvað stjórnar- andstöðuna ekki halda uppi mál- þófi a.m.k. ekki Kvennalistann. Ekki væri nein samvinna á milli stjórnarandstöðuflokkanna um aðgerðir gegn ríkisstjórninni. Seinagangurinn hjá ríkisstjórn- inri væri ástæðan fyrir þessum kvörtunum. „Þetta eru engin vinnubrögð. Suma daga hafa ekki legið nein mál fyrir, en nú skömmu fyrir jól er hellt yfir okk- ur mjög mikilvægum málum. Það þarf engan að undra að við séum óánægðar," sagði Málmfríður að lokum. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.